Vísir - 07.11.1975, Síða 24
!Í"
vism
Föstudagur 7. nóvember 1975.
■■■■■■■■
TF-SYR
er lítið
notuð..
Landhelgisgæsluflugvélin
TF-SVU stóö ónotuö I 222 daga
á slðastn ári. Hún fór i loftib
119 sinnum á árinu og var flog-
iö I samtals 512 klukkustundir.
Ekki liggur fyrir hve mikiö af
þvl var bcinlinis gæsluflug, en
ljóst er aö nokkuö var flogiö i
öörum tilgangi.
Til aö gefa einhverja hug-
mynd um þaö má leita aftur til
ársins 1973. Þá fór hún i 131
flug en af þeim voru aðeins 78
beinlinis gæsluflug. Vélin fór
53 sinnum i annarskonar flug.
Flugtimar á árinu voru sam-
tals 508.
Meöalflugtim i Fokker
Friendship flugvéla Flug-
félags lslands er 1650 klukku-
stundir á ári. — ÓT.
Lambslungu
slösuðu mann
Maöur slasaöist viö höfnina
i gær, þegar lambslungu féllu
ofaná hann. Hann var fluttur á
slysadeild.
Maðurinn hafði verið að
vinna við vöruflutninga i skipi
við höfnina, þegar óhappið átti
sér stað.
Lambslungun féllu ofaná
hann og þar sem þau voru
frosin slösuðu þau hann meðal
annars á rist. —EA
Banaslys í
Tálknafirði
BanaslysvaröiTálknafiröi i
fyrrinótt. 31 árs gamall mað-
ur, Siguröur Hjörtur Stefáns-
son, lést er bHI sem hann ók
valt út af vegi.
Sigurður Hjörtur var i vinnu
fyrir RARIK á Vestfjörðum.
Fór rússajeppi sem hann ók,
út af veginum skammt frá
vegamótunum til Bildudals.
Sigurður Hjörtur lætur eftir
sig konu og tvö börn —EA
íslensklr fanqqr fluttir nauðua-
ir norður ó Finnmörk
Nýjar upplýsingar
í bók eftir
Björn Th. Björnsson
„Þctta er örlagasaga hátt á
annaö hundraö manna, sem
liuttir voru með haustskipum i
danskan járnþrældóm eöa
spunahús. Slóöir þessa fólks
liggja um allt island, um Kaup-
mannahÖfn og loks norður á
Finnmörk, þangað sem aliir is-
lcnskir l'angar i kaupmannahöfn
voru l'Iuttir nauöugir vorið
1762”.
Þetta er rauði þráðurinn i
bókinni Haustskip eftir Björn
Th. Björnsson, sem kemur út
hjá Máli og menningu á þriðju-
dag. Margar af heimildum sög-
unnar hafa hvergi áður komið
fram og fylla i tómt rúm is-
lenskrar atburða- og persónu-
sögu. Fjöldi pennateikninga,
skjalmynda og siður úr þræla-
skrá Stokkhússins prýða bók-
ina.
„f bókinni segir frá hinni
týndu þjóð, sem fáir islendingar
hafa vitað um,” sagði Björn um
þessa bók i viðtali við Visi. „1
henni er fjallað um einhvern
minnst þekkta tima fslandssög-
unnar. tslenskir valdsmenn
smöluðu saman lausgangandi
fólki, dæmdu það og sendu i
tyftunarhús með haustskipum
til að létta á sköttum. Grimmd
þessara valdsmanna var ótrú-
leg, mun meiri en starfsbræðra
þeirra i Danmörku,” sagði
Björn.
„Ég er búinn að kemba allar
heimildir, sem einhver slægur
er i. Ég hef meðal annars fengið
mikrófilmur frá Finnmörk með
nöfnum islensku þrælanna,
heimildir frá safni i Þrándheimi
og leitað gagna i Þjóðskjala-
safninu.”
Þessf bók á vafalaust eftir að
vekja mikla athygli, enda fáum
kunnugt, að fyrir aðeins 200 ár-
um seldu islenskir valdsmenn
almúgafólk mannsali, eins og
réttlausa þræla. A morgun
verður i Visi birtur kafli úr bók
Björns, Haustskip.
Þelta er cin inyndanna úr hókinni, en þær teiknaði Hilmar Þ. Helga-
son. Um rel'singu valdamanna á Þingvöllum: „Bööullinn setti á sig
belgmikla tviþumlavettlinga, gekk aftur fyrir húsiö og kom meö
tengurnar. Langt var i frá aö þær sýndust glóandi, en þegar hann
kleip mcö þeim um aflvöövann á Jóni og herpti aö sem hann gat,
máiti finna snörpum brunaþef slá fyrir, og sakamaðurinn lyppaðist
niöur inilli þeirra."
Valt á Eiðisgranda
Þetta cr ekki beint glæsileg
sjón, en þó að svona hafi farið
urðu sem betur fer engin slys
á mönnum.
Þessi steypubill var akandi
úti á Eiðisgranda rétt fyrir
klukkan hálf tvö i gærdag,
þegar ökumaöur missti stjórn
á honum i beygju og þessar
urðu afleiöingarnar.
— EA/Ijósm. Jim.
Nœrri fullsmíðað einbýlishús
brann til grunna í Eyjum í nótt
BHWsafiaDsmn
„Þetta er reiðarslag, við
stöndum uppi nærri þvi I þeim
fötum einum sem við erum i,”
sagði Sigurður Kagnarsson lið-
lega tvitugur maður, eigandi
hússins að Bröttugötu 37 í Vest-
mannaeyjum, sem brann til
kaldra kola i nótt. Sigurður er
hér i Reykjavik að smiöa eld-
húsinnréttingar I húsið sem var
■nmHEnHMBHnm
nær fullklárað og með öllu inn-
búi þeirra hjóna.
Húsið var mannlaust. Eldsins
varð vart um tvöleytið,en þegar
slökkviliðið kom á vettvang var
húsið alelda þakið fallið og engu
hægt að bjarga. Vindur stóð á
næsta hús vestan við, en
slökkviliðinu tókst að verja það.
Eldsupptök eru ekki kunn.
Að sögn Sigurðar var innbúið
lágt tryggt og húsið aðeins
tryggt i smiðum.
„Við vorum búin að skila af
okkurhúsnæðinusem við vorum
i,svoviðerumnánastá götunni.
Við ætluðum að halda jólin i
nýja húsinu, en við verðum bara
að byrja upp á nýtt,” sagði Sig-
urður. —EB
Kokkurinn
leitaði
landvistar
Sjómenn hafa lag á þvi að
gera matsveinum sinum lifið
leitt ef þeim likar ekki fæðið.
En að þeir neyði kokkinn til að
leita hælis sem pólitiskur
flóttamaður I næstu höfn er
eindæmi.
Jerzy Tomiak matsveinn á
pólska skipinu Ludwik Solski
fór af skipsfjöl i Perth i
Ástraliu eftir heiftarrifrildi
við skipsfélagana sem höfðu
ákveðnar meiningar um elda
mennskuna hjá honum. —
Hann leitar landvistar sem
pólitiskur flóttamaður og er
núna undir vernd áströlsku
lögreglunnar meðan málaleit-
an hans er i athugun.
Rœðan, sem ráðherrann
flutti ekki...!
Margir álita hinar stóru er-
lendu fréttastofur fullkomlega
öruggar heimildir. En stundum
kemur annað á daginn.
Timinn birtir I dag frétt frá
Reuter fréttastofunni af um-
mælum ólafs Jóhannessonar á
EFTA fundi i Genf. Þar er haft
eftir Ólafi aö viö knnnuin aö
neyðast til aö endurskoöa þátt-
töku okkar i samstarfi Evrópu-
rikja, vegna Iramkomu eins eða
tveggja aöildarrikja EBE i okk-
ar garö.
1 morgun hafði Visir samband
við Einar Benediktsson sendi-
herra fslands hjá EFTA og innti
hann eftir þessu. Greindi Einar
frá þvf, að það hefði verið Þór-
hallur Ásgeirsson ráðuneytis-
stjóri sem fíutt . he.fði ræðuna
enda hefði Ólafur gegnt starfi
fundarstjóra á fundinum.
Einar sagði að ræða Þórhalls
hefði að mestu fjallað um land-
helgismálið, og einnig hefði
hann útskýrt þá efnahagsörðug-
leika sem við væri að glima á fs-
landi.
í ræðu sinni hefði-Þórhallur
itrekað fyrri ummæli islendinga
að við kynnum að neyðast til
þess að endurskoða samninga
okkar við EBE ef það ástand
varir I langan tima að við fáum
ekki tollfriðindi hjá ÉBE lönd-
unum.
Enginn hefði gert athuga-
semd við þessi orð Þórhalls
enda hefðu þau komið fram áð-
ur og snertu ekki aðild okkar að
EFTA.
Einar Benediktsson sagði það
rangt að slá þessum ummælum
upp og gera þau að aðalatriði.
— EKG.
Féll í stiga
Maður féll niður stiga um
borö i óskari Magnússyni á
Akranesi I fyrrinótt. Hann
slasaöistá höföi og var fluttur
til Reykjavikur.
Maðurinn var að fara um
borð þegar slysið varð. Hann
var þó ekki starfandi á skip-
inu. Manninum var fyrst
hjálpað heim, en fljótlega kom
i ljós að meiðsl hans voru al-
varlegri en talið hafði verið,
og var hann fluttur til Reykja-
vfkur með flugvél. _ea
>55. tbl. — Föstudagur 7. nóvembcr—59. á
ÓLAFUR JÓHANNESSON Á EFTA-FUNDI:
íslendingar kunna
að neyðast til að
ondurskoSa þátttöku
sína í efnahaqssarrL-
starfi Evrópuríkjg
Heuter/Genf oUfur Jóhannes-
snii. viftskiptaráftherra. sagfti a
lundi Frlverilunarbandalagsins I
«*r. rn hann rr þar I forsæti. aft
nuvrrandi Iramhoma rins rfta
Ivt-KKja aftildarrlkja F,fnahaRs-
I handalagslns I Islands garft gæti
Irilt lit þrs*. aft Islrndingar
eiidurskoftuftu alla þalllóku slna I
rliiahagslrRU samstarfl l'.vrópu.
A fundinum skyrfti viftskipta
raftherra aftilum Frivcrtlunar-
bandalagsins fra málstaft Islands
i landhelgismalinu og gat um vift
rrfturnar vift Breta, Vestur Þjóft-
verja og Ilelga. Sagfti raftherrann
ogerlcgt aft scgja til um niftur-
slöftur þcssara viftrrftna
Gúmmíbjörgun-
arbótur ó rekl
Skipverjar á Oraupui VE
550 fundu i gær gúmmibjörg-
unarbát á reki um tvær og
liálfa sjömilu suftvestur f Mai-
arrifi.
Báturinn var uppblásinn og
kom Draupnir með han til
Revkjavikur I gærkvöldi. Við
rannsókn kom i Ijós, að
gúmmibjörgunarbáturinn var
af Brynjólfi AR sem sökk
skammt frá Surtsey fyrir
nokkru siðan. —EA