Vísir - 13.11.1975, Side 2

Vísir - 13.11.1975, Side 2
2 Fimmtudagur 13. nóvcmber 1975. VISIR VÍSIBSm: Sigmar Björnsson, skrifstofu- stjóri: — Nei, alls ekki. Tek ekkert mark á minum eigin draumum, þó eitthvað geti verið til i annarra draumum. - mBmSMimmm » Jr «J Jj % g fel| g I »Imm I t3s % a ffi Jg, ^ J k 1 i i i 1 1 « ■ V A 1 M & TÍ i k 1 J k%S..O«^ ÍF « . Hver verður borgarbókavörður? Jl. hringdi: ,,t frétt i einu dagblaðanna nýlega kom fram, að aðeins þrir menn kæmu til greina sem borgarbókaverðir i Reykjavik, en starfið var fyrir skömmu auglýst til umsóknar. Samkvæmt bestu heimildum er hér um reynslulitið fólk að ræða, tvær rauðsokkur og einn flokksbundinn Alþýðubandalagsmann. t þessu tilefni vil ég varpa fram þeirri spurningu hvort afhenda eigi kommúnistum þessa þýðingarmiklu stofnun. Þessari spurningu getur Visir ekki svarað. Verðum við ekki bara að biða eftir ákvörðun borgarráðs? HaHiaaaBBa r Guöjón V. Guömundsson skrif- g ar: ,,Nærfellt allt mannkyn er án vonar. Við höfum öll einstak- lingsbundnar vonir, en væri það ekki dásamlegt, ef til væri von sem allt mannkynið gæti átt hlutdeild i, án tillits til kynþátt- ar, þjóðernis eða þjóðfélags- stöðu? Það væri sannarlega stórkost- legt, þvi að i henni væri engin eigingirni eða þjóðernishroki, heldur mundi hún fullnægja sameiginlegum óskum og þörf- um alls mannkynsins. Þrjátiu ára starf Sameinuðu þjóðanna hefur sannað, að þeim hefur mistekist að vera eða sjá fyrir slikri von, þó að litið sé á þau sem friðar- og öryggisbandalög heims. Sameinuðu þjóðirnar hafa verið það veigamesta sem kannkynið hefur getað boðið jfram, hvað myndi gerast ef j starfsemi þeirra væri skyndi- lega stöðvuð? Hvað annað hefði mannkynið þá fram að bjoða? Enginn vafi er á að mannkyn- ið veit ekki sitt rjúkandi ráð. Hópur hugsandi manna, sem ■■BBMHHWBnnH Eigum við þó enga von? hreinskilningslega viðurkennir, að stjórn manna hefur brugðist, fer sifellt vaxandi, vonirnar sem þeir hafa bundið við menn hal'a brugðist. Trevstið eigi lignarmemui m Það sorglegasta er þó að þeir hafa enga aðra von til að hugga sjálfa sig og aðra með. En þótt siversnandi og þegar örvænt- ingarfullt heimsástand nútim- ans hafi deytt vonir óteljandi manna, þá hefur þetta sama á- stand gefið vonum annarra byr undir báða vængi. Hverjir eru þessir óvenjulegu menn, sem verða æ vonbetri eftir þvi sem heimsástandið versnar? Hvað hafa þeir sem aðrir hafa ekki? Það eru þeir sem trúa á Guð og reyna af alhug að lifa lifi sinu i samræmi við það. Þeir fylgja ráðum sálmaritarans: „Treyst- ið eigi tignarmennum, ma.nni, sem enga hjálp getur veitt. Andi hans liður burt, hann verður aft- ur að jörðu, á þeim degi verða áform hans að engu”. Þeir sem treysta þróunar- kenningunni og efnishyggju- heimspeki hennar segja að ekk- ert annað sé til en hið efnislega er leita megi til. Þvi eru þeir án vonar og munu að siðustu ör- vænta. Kenningar þeirra eru ekki aðeins ófullnægjandi heldur einnig ósannfærandi, vegna þess að þær skortir rök- festu og eru ekki i samræmi við staðreyndir sögunnar. Það er svo sannarlega til nokkuð æðra en við mennirnir. Biblian svarar þeirri spurningu sem og öllu er viðkemur mann- inum og lífinu.” enska mennin snobbið „Meyja” skrilar: „Dynamo Kiev hét einn frægt knattspyrnulið sem hér var á ferð ekki alls fyrir löngu. Hvernig i ósköpunum datt blaðamönnum það i hug, að segja að liðið væri frá „KÆNU- GARÐI”. Ég er bókstaflega búinn að leita mig máttlausan á landa- korti minu (sem útgefið er á ts- landi) að þessum „Kænugarð”, hvar i andsk. er hann. Að visu fann ég borgina Kiev, en varla er það hún? Staðreyndin er aftur á móti sú, að „menningarsnobbið” sem herjar á all flesta okkar blaða- og fréttamenn er að gera menn stjörnuvitlausa i kollin- um. t þeirra augum er Kiev ekki nægilega islenskt orð, svo „Kænugarður” skal það vera, fari það i heitasta. Hvers vegna skira liðið þá ekki „KÆNUGARÐAR RAF- ALLINN”svona til þess að vera með þetta alveg á hreinu? Eitt sinn heyrði ég sögu um ungan pilt, nýútskrifaðan úr gaggó. Ekki hafði pilturinn sá áður komið út fyrir landsteinana þegar ákveðið var að nú skyldi hann heimsækja frænku i Dan- mörku. Frænka bjó i „HRÓARS- KELDU” og pilturjpn áttj bara að taka bilinn frá Kastrup til Hovedbanegarden "(á ég kannski að segja „Höfuðbraut- argarðurinn?) og taka þaðan lestina til „HRÓARSKELDU”, ósköp einfalt, svo var frænka þar til að taka á móti honum. Þessi piltur fékk að gista hjá islenska sendiráðsritaranum i Köbenhavn, eftir að danskir lögreglumenn höfðu verið svo hjálpsamir að koma honum þangað. Ástæðan, það gekk engin lest til „Hróaskeldu”, og enginn vissi hvaðpilturinn var að röfla, fyrr en hann að lokum gat stam- að þvi út úr sér að hann væri „bara” islenskur, þvilik skömm. Það er svo sem allt i lagi aö kalla Roslkilde „Hróaskeldu”, en þá mega útlendingar lika koma til Iceland, búa i „Smoke- bay”, og fara i útsýnisferðir til „Goldenfalls” o.s.frv. Eigum við bara ekki að skira alla okkar kaupstaði enskum nöfnum, svona rétt til þess að t menningarsnobbi þjóða? Nei aldeilis ekki. Þetta eru okkar kaupstaðir, þeirra eigin nöfn, alveg eins og New York heitir ekki „Nýja Jórvik”, Kiev heitir ekki „Kænugarður”, Helsingör heitir ekki „Helsingjaeyri”, London heitir ekki „Lundúnir”, forsetar Bandarikjanna búa ekki i „Daviðsbúðum”, þeir búa i Camp David. I guðanna bænum hættum þessu snobbi, af öllum þjóðum höfum við ekki ráð á þvi. „Miðað við fólksfjölda” eig- um við heimsmet i þessu snobbi, bravó.” Dreymir þig fyrir daglát- um? Guðmundur B jörgúlfsson, klæðskerameistari að iðn: — Svo sannarlega. Stundum tek ég mark á þeim og get staðsett atriði oft og tiðum eftir draumum. Ég hef orðið var við látið fólk en það er annað mál. Sigmar Guðmundsson, húsvörð- ur: — Nei, mig dreymir bara tóma vitleysu. Draumar hafa aldrei varað mig við neinu. Unnur Sigurðardóttir, húsmóðir: — Nei, mig dreymir aldrei neitt sem vit er i. Sigrún Jónsdóttir, afgreiðslu- stúlka: — Nei, aldrei. Það getur þó verið eitthvað til i draumum, ég tek ekki fyrir það. Helga Guöjónsdóttir, húsmóöir: — Nei, ekkert sem mark er á tak- andi. Þó dreymir mig eins og aöra. J « sjflf

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.