Tíminn - 10.11.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.11.1966, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR 10. nóvember 1966 2^ f TÍMJLNN BANDARÍSKU KOSNINGARNAR: HÆGRIMENN UNNU Á! Leikarinn Ronald Regan sigraði í ríkisstjórakosningunum í Kaliforníu, og er þar með orðinn einn af framáfnöiinum flokks Repúblikana. NTB—New York, miðvikudag. Hin verulega fylgisaukning repúblikana í þing- og ríkisstjórakosningunum í Bandaríkjunum í gær geta skapao ýmsa erfiðleika í sambandi við áframhaldandi framkvæmd umbótastefnu Johnsons forseta í irtnan- landsmálum og möguleika Johnsons til endurkjörs í forsetakosningunum árið 1968. Margir af hugsanlegum forsetaframbjóðendum repúblikana unnu góða sigra í ríkisstjórakosningunum, og héildarniðurstaða kosning- anna er sú, að repúblikanar eru á góðri leið með að vinna upp hið tilfinnanlega fylgistap ,sem flokkurinn varð fyrir með framboði Barry Goldwater, öldunga- deildarþingmanns, í forsetakosningunum síðustu. Talningu atkvæða var ekki að fullu lokið í kvöld, en þegar er ljóst, að republíkanar hafa unnið stórlega á og unnið sig ur á flestum vígstöðvum. Af þeim 35 öldungadeilJar- þingsætum, sem nú var kosið uim hafa repúblíkana nú 13 ('höfðu áður 15) og demókrat ar 17 (í stað 20 áður) og skipt- ast þingsætin í öldungadeild inni þá þannig, eð demókratar eiga 64 þingmenn en republi kanar 36. ^tjórnin hefur því enn hrein ! an meirihluta, en missti hinn aukna meirihluta sinn (þ.e. tvo þriðju hluta atkvæða) sem demókratar höfðu áður. Að því er fulltrúadeildina varðar, liggja endanleg úrslit ekki enn fyrir, en þegar er ljóst, að republíkanar hafa unn ið 43 ný þingsæti af þeim 435, sem kosið var um (en þau eru öll þingsætin). Voru úrslit ekki kunn' að því er varðar 8 þing sæti, en ljóst var, að dcmó kratar höfðu tryggt sér 244 þingsæti og republikanar 183. Hlutfallið í fulltrúadeildinni fyr ir kosningarnar voru: demókrat ar 295 þingmenn, republikanar 140 þingmenn. Af áðurnefndum 3 þingsæt um voru allar horfur á, að republikanar fengju fjögur. í kosningunum um ríkis- stjóraembættin unnu republik anar einnig eftirtektarverða sigra. Ríkisstjórakosningar fóru fram í 35 af 50 ríkjum sam bandsríkisins og af þeim 33, sem úrslit voru kunn í í. kvöld, höfðu republikanar unriið 22, en demókratar aðeins 11. Fyr ir þessar kosningar áttu demó kratar 20 af áðurnefnóum 35 ríkisstjórum. Talningu var að eins ólokið í tveim rikjanna og voru allar horfur á, að repu blikanar ynnu í öðru þeirra, þannig að í heild yrði sigur þeirra 8 nýir ríkisstjórar. Eins og áður hefur verið skýrt frá, mun Vietnam-deilan hafa haft lítil áhrif í kosningun um, ef frá eru talin úrslitin í Oregon, þar sem Mark Hatfield ríkisstjóri, vann þingsæti í öldungadeildinni, sem demókrat inn Robert Duncan hafði áður. Hatfield er mikill andstæðingur Johnsons forseta í því er varð ar stefnu hans í Vietnam-deil unni, en Duncan hins vegar mikill stuðningsmaður forset ans. Er ljóst, að þau mál, sem' mestu skipti í kosningunum vonu innanlandsmálin og þá sér staklega hin frjálslynda umbóta stefna Johnsons og kynþátta- málin, segir i heimildum frá New York. Segja sömu heimild ir, að þýðing þessara mála muni óhjákvæmilega koma bet ur í ljós eftir tvö ár, þegar hið nýja þing hefur fjallað um hið svonefnda „great society-pro- gram“ Johnsons. Johnson forseti, sem nú dvel ur á búgarði sínum í Texas og býr sig undir væntanlegan upp skurð í San Antonio, hefur enn ekki látið hafa neitt eftir sér um kosningarnar, en talsmaður Hvíta hússins sagði í dag: Ég geri ráð fyrir, að forsetinn teiji að demókratar hafi tapað nokkr um þingsætum meira en búizt var við fyrirfram. Leiðtogar republíkana voru hins vegar í sigurvímu í dag vegna úrslita kosninganna og um afstöðu þeirra í heild má segja, að nú verði gert veru legt átak til að vinna að fullu upp fylgistapið vegna framboðs Goldwaters fyrir tveimur árum. í kosningunum komu fram fjórir nýir hugsanlegir forseta frambjóðendur republikana: George Romney, ríkisstjóri í Michican, Ronald Reagan, fyrr verandi kvikmyndastjarna, í Kalíforníu, iðnjöfurinn, sem kallaður hefur verið „undra- barnið“ á þeim vettvangi, Char les Percy í Illinois og ríkisstjór inn í New York-ríki, Nelson Rockefeller, sem tryggði sér hið mikilvæga starf í þriðja sirin. Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Riohard Nixon, sem alls ekki hefur enn gefið upp vonina um að komast í Hvíta húsið, vann gífurlega mjk ið í kosningabaráttunni, án þess þó að hann væri í íramboði og athygli vekur, hve réttilega hann spáði um úrslitin. Fylgisaukning republikana kom engan veginn á óvart, en einu máli um, að hún hafi verið meiri, en búizt var við. Það er kunn staðreynd, að stjórnarand staðan vinnur alltaf á í hinum svonefndu „millikosningum" þ. e. kosningum, þar sem kjorið stendur ekki um forseta lands ins. Enda þótt demókratar hafi öruggan meirihluta í báðum þingdeildum næstu tvö árin’: má búast við, að umbóta-áætlun Johnsons verði í hættu, þar sem búast má viS samstöðu republíkana og íhaldssamra demókrata, sérstaklega frá suðurríkjunum. Við atkvæða- greiðslur um mál eins og þetta hefur meirihluti demókrara oft; farið niður í 40 atkvæði, sem er minna en sá þingsætafjöldi, er republíkanar unnu nú. Má því telja fullvíst, að forsetinn lcndi í alls konar vandræðum með mörg þingmál á næstu tveimur árum. „White backlash", þ. e. viðbrögð hvítra manna varð- andi baráttuna fyrir auknum réttindum svartra manna og óeirðirnar, sem oft hafa orðið í því sambandi, höfðu mikil áhrif í ýmsum ríkjum í kosn ingunum. f tveim ríkjum, sem eiginlega alltaf hafa verið örugg ríki demókrata, Florida og Arkansas, voru frambjóðend ur republíkana kjörnir ríkis- stjórar og sömu ástæður voru líklega fyrir hendi að því er varðar úrslitin í Kalifomíu og Illinois, þar sem Regan og Percy unnu á „knock out“ Nýjar kosningar í Færeyjum? ; ;tb—Þórshöfn, miðvikudag. Yfirgnæfandi líkur eru nú tii» ð halda verði nýjar kosningar 'æreyjum, þar sem kosningarnar mánudag fóru þannig, að Lands jómarflokkamir og stjórnarand. ‘ aðan fengu sín 13 þingsætin hvor i Lögþinginu. í dag fóru fram viðræður innan nna ýmsu flokka, en um árang- r þeirra viðræðna er enn ekki vit . 5. Margt bendir til, áð ástandið ’cýrist ekki að fullu fyrr en loka ilning hefur farið fram í næstu ku. f fyrsta sinn var kjósendum 'finn kostur á að velja persónu ■ga milli einstakra manna, og iafði þetta í för meö sér, að mörg gömul nöfn hurfu í skugga, en önn ur nú komu fram á sjónarsviðið og geta hinir nýju menn komið til meða að breyta ýmsum rótgrónum vénjum í færeyskum stjórnmálum. Sjálfstjórnar-samsteypan, sem samanstendur af Þjóðaflokknum, Lýðveldisflokknum, Sjálfstjórnar flökknum og Framsóknarflokkn- um, tapaði í kosningunum. Formað ur Lýðveldisflokksins, Erlendur Patursson, tapaði þingsæti sínu. Sigurinn var Sambandsflokksins sem vann mjög á í kosningunum og hafði hæsta atkvæðatolu. Það nægði þó ekki flokknum til nýs þingsætis, og hefur hann áfram 6 þingsæti, en Sambandsflokkurinn^ og Jafnaðarmenn mynda stjórnar andstöðuna. Jafnaðarmannaflokk- urinn tapaði einu þingsæti. Kosningaþátttakan var 80.2% at kvæðisbærra manna, en í síðustu kosn. var kosningaþáttt. 74,5%. NTB-Kaupmannahöfn, mivikud. .! Ekki varð vart við neinar veru legar breytingar í afstöðu skand- inavísku landanna þriggja til ís lenzka flugfélagsins Loftleiðir, á , fundi fulltrúr utanríkis- og sam göngumálaráðuneyta Danmerkur, Hlutföll kosningaúrslitanna voru þessi: Jafnaðarmenn hlutu 27.1% atkvæða (27.5% í síðustu kosning um), Sambandsflokkurinn 23.6% (20.3% í síðustu kosningum) Noregs og Svíþjóðar í Kaupmanna höfn f dag- Tilgangur fundarins var að finna sameiginíegan viðræðu- grundvöll fyrir samningafund- inn, sem halda á í Kaupmanna höfn i lok þessa mánaðar. milli íslenzkra og skandinavískra full- Þjóðaflokkurinn 21.6% (20.2 síð- ast), Lýðveldisflokkurinn 20.0% (21.6 síðast) og Sjálfstjórnarflokk urinn og Framsóknarflokkurinn sín 2.8% hvor. trúa um hugsanlegar breytingar á gildandi samningum. Óska Loftleiðir eftir að nota á flugleiðum til Skandinavíu hinar stærri og hraðfleygari flug vélar félagsins, sem taka 189 far- Framhald á bls. 14 SAS-ríkin ræða beiðni LOFTLEIÐA /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.