Tíminn - 10.11.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.11.1966, Blaðsíða 14
/ 14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 10. nóvember 1966 Aðalfundur Fram- sóknarfél. Rvíkur verður haldinn í Framsóknárhús- inu við Fríkirkjuveg í dag, — fimmtudag, — og hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðal- fundarstörf. 2. Ávörp flytja alþing ismennirnir Einar Ágústsson og Þórarinn Þórarinsson. Stjórnin. FISKELDISSTÖÐVAR r • nmhaid at t-is 10 fiskrækt, sem samkvæmt veiðilög- unum er notað um viðhald og aukningu vatnafisks •'ötnum eri hefur nú færzt yfir í að spanna fremur fi^khald og fiskeldi, og sagðist hann telja, að réttara væri að nota fiskvernd í stað f’skræki- ar í gömlu merkingunni en nauð- synlegt er að gera sem fyrst grein armun á merkingum þessara orða svo menn viti fyllilega um hvað er að ræða hverju sinni Pa rakti Þó“ Guðjónsson þróun i sambandi við tjarnargerð og hinar mismurj andi tegundir fiska, sem ræktaðir eru í hinum ýmsu löndum. Hann i talaði um ætið, sem notað er íj fiskhaldi. Fiskar ,sem lifa á jurta fæðu vaxa bezt, alætur vaxa yfir- leitt vel, en dýraætur. eins og laxj og silungur vaxa hægt sahnanborið við hinar tegundirnar. í fiskhaldi er aðallega stuðzt við náttúrulegt ' æti. en ætið er einnig aukið með því að bera áburð í vötnin til þess að auka afraksturinn, en þegar komið er í fiskeldi miðast allt við að fóðrið sé sem ódýrast og reynir hver þjóð að notast við það fóður sem hún á léttast með að útvega sér. í Austurlöndum er jurtagróð ur mikið notaður. Danir nota fisk úrgang ,en fjársterkari þjóðir nota innýfli úr dýrum, lifur og þess konar. Einnig eru menn meira og meira að fara yfir í þurrfóður og er uppistaðan þá fiskmjöl, bætt með þeim fjörefnum, sem fisxarn •r þurfa helzt á að halda. Þurr- fóðrið hefur þá kosti, að það er létt í flutningi miðað við blaut- fóður, auðvelt í geymslu og í fóðr un. Veiðimálastjóri ræddi um lax fiskaeldi sérstaklega, en á norðlæg um slóðum hafa menn sérstaklega áhuga á því enda er laxinn fiskur kaldtempruðu beltanna, Minntist hann á laxarækt í Bandaríkjunum en þar hefur lengi verið um of- veiði að ræða og því nauðsyn rækt unar meiri en ella. Einnig hefur það verið krafa manna þar í landi að ríkið héldi við stofninum, þar sem hann hefur minnkað vegna þess, að virkjanir hafa verið reist ar í fljótum eða vegna mengunnr sem á sér stað í þéttbýli. Árið 1958 voru 577 eldisstöðvar i Bandaríkjunum, þar af um 100 í eigu Bandaríkjastjórnar. 2500 manns unnu við þessar stöðvar og þær framleiddar 1000 milljónir seiða á ári, en fisktegundirnar voru um 50 talsins. Eldistjarnir við sveitabæj voru þá um 2 milljón ir. Samkvæmt vatnalögunum f Sví þjóð á sá að bæta fyrir, sem spill ir veiði, og þegar menn fengu leyfi til þess að koma upp virkjunum urðu þeir að taka að sér um íeið að halda við veiðinni. Þar gafst bezt að ala laxaseiði upp í göiigu- stærð og sleppa þeim síðan í árn ar. Með þessu móti hafa Svíar get að haldið við veiðinni hjá sér. Árið 1963 starfræktu eigendur rafstöðva um 20 eldisstöðvar í Sví þjóð, sem framleiddu 1.3 millj. gönguseiða, sem sleppt var í ár þar í landi. Auk þess áttu klúbbar og alls konar félagasamtök um 100 eldisstöðvar. Enda þótt erindi veiðimálastjor ans væri yfirlitserindi um fiskeldi í nágrannalöndunum og uppruna fiskeldis, drap hann á ýmisiegt varðandi þessi mál hér á landi. Sagði hann, að við yrðum að byggja okkar fiskeldi á svipaðan hátt og Danir og þeir aðrir gera sem standa verða að mestu undir fiskeldinu sjálfir, og njóta ekki stuðnings hins opinbera, ,nema þá að mjög Htlu leyti. Við verðum líka að berjast við vandamál, sem eru ekki fyrir hendi annars stað- ar, má þar t.d. nefna veðráttuna, sem er mjög umhleypingasöm. At huga verður gaumgæfilega vatns- hita, en hann er lágur hér, en má sums staðar bæta úr því, þar sem hægt er að fá heitt vatn í nágrenni eldisstöðva. KRISTILEGIR DEMÓKR. Framriald al bls I demókrötum sem leiðtogi nýrr- ar samsteypustjórnar. Upphaflega voru fjórir menn til ÞAKKARÁVÖRP Innilega þökkum við ykkur öllum, er hafið sýnt okk- ur hlýhug í tilefni af hátíðisdegi okkar þann 25. október s.l. Fjölskyldan Saurbæ Vatnsdal. Utför föður okkar og tengdaföður, Ben. G. Waage heiðursforseta Í.S.Í., fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 11. nóvember kl. 10,30. Helga Weisshappel, Kristinn og Gunnar Gíslasynir Magnea og Einar B. Waage. Eiginmaður minn, Kristján Sigurðsson Þprshamri, Skagaströnd, er lézt 3. nóvember s. I. verður jarðsettur frá Skagastrandarkirkju, laugardaginn 12. nóv. kl. 2 s. d. Unnur Björnsdóttir. Þakka sýnda samúð vegna útfarar eiginmanns míns, Böðvars Tómassonar útgerðarmanns, Garðl, Stokkseyri. Ingibjörg Jónsdóftir. nefndir af flokksstjórninni í gær, en í kvöld dró einn þeirra sig mjög óvænt til baka. Var það for seti sambandsþingsins, Eugon Gerstenmaier, 60 ára að aldri. Rétt áður en tilkynning um það var birt, bárust þær fréttir frá Miinchen, að flokkur ICristilegra Jafnaðarmanna, CSU, hefði sam- þykkt með samhljóða atkvæðum forystu flokksins að leggja til, að Kiesinger yrði kjörinn eftirmað- ur Erhards, kanslara- Þeir sem kjörið stendur um á morgun eru þá: Rainer Maria Barzel, for maður þingflokks Kristilegra demókrata, 42 ára, Georg Kies inger, forsætisráðherra í sambands landinu Baden Wiirtemiberg, 62 ára og Gerhard Scfhröder, utan- ríkisráðherra, 56 ára að aldri. Ólíiklegt er, að nokkur fram- bjóðendanna fái hreinan meiri- hluta atkvæða við fyrstu atkvæða greiðslu. Er þá m.a. sá möguleiki fyrir hendi, að sá, sem fæst at- kvæði fær verði úr leik og að endurtekin verði atkvæða- greiðsla um þá tvo sem eftir eru, eða loks, að sami hátt ur verði hafður á og við kjör páfa að endurtaka kosningu, þar til að lokum meirihluti fæst fyrir einum frambjóðenda. Talsmaður Kristilegra demo- krata sagði dag, að sennilega yrði kjöri lokið á nokkrum kl. stundum og gæti þá sá kjörni haf ið strax viðræður við Jafnaðar- menn eða Frjálsa demókrata um stjórnarmyndum, en þær viðræð ur gætu tekið langan tíma og meðan sæti dr. Erhard, kanslari áfram við völd í minnihlutastjóm inni, sem farið hefur með stjórn mála síðustu tvær vikurnar, eftir að klofningurinn varð innan sam steypustjómarinnar út af fjárlaga frumvarpinu. Að því er þingfréttaritari AFT- fréttastofunnar telur, mun barátt an á morgun fyrst og fremst verða milli Barzel og Kiesinger. Segir fréttaritarinn, áð það helzta, sem verði fundið Kiesinger til foráttu, sé fortíð hans, á valdatímum Hitl ers hafi hann gegnt stönfum í ut anríkisráðuneytinu í Berlín. Schröder eigi sér of marga svama andstæðinga inn- an stjórnarflokksins til þess að eiga mikla möguleika segir í sömu heimildum. Þótt augu manna beinist nú fyrst og fremst að þessari at kvæðagreiðslu, segir í fréttum, að menn skuli ekki loka augunum fyrir mögulegri samsteypustjórn Jafnaðarmanna og Frjálsra demó krata. Þeir flokkar, sem hafa nægi legt fylgi til að mynda einir stjórn en meirMutinn í þinginu yrði þó aðeins 6 atkvæði. Af þeim ummælum varafor manns Jafnaðarmannaflofcksins Herbert Wehners, að sá fram- bjóðandi Kristilegra demókrata sem kjörinn verður á morgun, verði ekki sjálfkrafa kanslari, ráða menn það, að vel geti hugsazt, að Jafnaðarmenn bjóði sjálfir fram mann til að taka við störf- um kanslara í samsteypustjóm Jafnaðarmanna og Frjálsra derno- fcrata. Telja margir, stjómmála fréttaritarar, að e.t.v. verði sú lausnin á stjórnarfcreppunni. Kristilegir jafnaðarmenn, CSU eiga 49 þingmenn á sambandsþing inu í Bonn eða einn fimmta hluta samsteypu Kristilegra demókrata, og Kristilegra jafnaðarmanna. For maður CSU er Strauss, fyrrver- andi varnarmálaráðherra og segir í fréttinni frá Miinchen í dag, að flofckurinn geri kröfu um ráð- herrastöðu fyrir Strauss í nýrri stjórn. LÝSISHERZLUVERKSM. Framhald af bls. 1. ynni úr úrgangsefnum verksmiðj unnar og ennfremur gæti hún orð ið grundvöllur að útflutningi á smjörlíki. Hagkvæmast teldi Jón, að reisa verksmiðjuna í nágrenni Reykjavíkur. Rafmagn væri þar ódýrara, auðveldara að fá tækni fróða menn til starfa og aka yrði lýsingu daglega í smjörlífcisgerð irnar og hafíshætta væri fyrir norðan og austan. Ráðherrann sagði, að stjórn Síld arverksmiðjanna hefði enn ekki tekið afstöðu til þessara tiHagna og ríkLsstjórnin ekki heldur, en hefði fálið Eifnahagsstofnuninni að segja álit sitt á skýrslu og til lögum Jóns Gunnarssonar Skúli Guðmundsson kvaðst fagna því, að niðurstaða þessarar rann- sóknar hefði verið sú, að tíma bært sé að reisa hér lýsisherzlu verksmiðju. Það væri mergurinn málsins og nauðsynlegt væri fyrir þingmenn að fá þessa skýrslu. Um hitt, hvar ætti að staðsetja hana mætti ræða seinna, en eðlilegast sýndist mér að hún væri þar sem hráefnið væri mest. Einar Olgeirsson sagði, að hrein della væri að byggja hér litla verk smiðju. fslendingar flyttu nú út 82 þús. lestir af lýsi á ári, og þessi verksmiðja ætti ekki einu sinni að vinna úr fimmtungi þess magns. íslendingar væru einir stærstu lýsisframleiðendur í heimi og ættu að taka upp slag á mörk uðunum gegn Unilever, einokun- arihringnum. Ragnar Arnalds mótmælti þeim iröksemdum fyrir staðsetn ingu verksmiðjunnar, sem fram höfðu komið í skýrslu Jóns Gunn arssonar. LOFTLEIÐIR Framhald af bls. 2. þegar og leysa af hólmi DC-6 flugvélarnar. Ljóst er, að löndin þrjú eru ekki fús til þessarar breytingar þegar í stað, og ræður þar mestu sam keppnisafstaða SAS sem hefur hærri fargjöld en Loftleiðir á flug leiðunum milli Skandinaviu og Reykjavíkur. Hins vegar kom fram á fund- inum, að einhverjar tilslakan ir væru mögulegar í þessum efn- um, en hversu mifclar þær yrðu, færi eftir fargjaldastefnu Loft- leiða. Tillögur fundarins um viðræðu- grundvöll verða að samþykkjast af hálfu ríkisstjórna landanna Þriggja. BRUNAUTSALA Framhaid af bls. 1 að dyrnar opnuðust, því að útsalan hófst kl. 1. þegar klukkan var orðin eitt, beið fólk hundruðum saman fyr ir utan verzlunina og langt upp með Laugaveginum, þundir eftirliti 10 — 12 lögregluþjóna, sem höfðu í nógu að snúast. Það leið yf ir eina konu, en engin slys urðu á mönnum! Klukkan átta í kvöld var fólfc enn að starfi í Kjörgarði til að gangá frá. Fólki var hleypt inn í hópum, og fór það aftur út bakdyrameg in eftir að það hafði lokið við að verzla. Margir gerðu stórtæk kaup, m.a. fengu margir sér al- klæðnað, frakfca, föt, skó og skyrt ur. Hjá Últímu var afsláttur á föt um 1000 til 500 kr. og 50% afslátt ur gefinn á regnfrökkum og 25% af buxum en mikið seldist af þeim. „Þetta var miklu verra en á Þorláksmessu, “ sagði einn starfs maður í Kjörgarði, þegar Tím- inn hringdi. Einhver afsláttur var gefinn á vörum í öllum deildum utan bús áhaldadeildar, en þegar elduri- inn kom upp tókst að breiða yf- ir vörurnar í þeirri deild og verja þær fyrir skemmdum. BÁTS SAKNAÐ Framhald at bls I gekk á með éljum á Breiðafirði en bjart á milli. Skyggni var því fremur slæmt, en stillt var í sjó. Fólk í Fagradal taldi sig sjá ljós í Hrappseysem er skíammt frá Akureyjum. Fréttaritarinn í Króksfjarðarnesi sagði, að ver ið væri að búa bát frá Stykkis hólmi út til leitar, en hann mundi ekki ná til Hrappseyjar fyrr en í nótt. Það er von manna, að ekki bafi orðið slys og mennirnir finnist heilir á húfi. ENDURVARPSSTÖÐVAR Framhald af bls. 7 varpslögum með tilliti til sjón- varpsins. Sigurvin Einarsson sagði, að ís lenzka sjónvarpið hefði farið vel af stað og fjárhagsgrundvöllur fyrir hraðri uppbyggingu sjón varpsfcerfis um allt landjð væri mjög góður og hægt að koma sjón varpinu til allra landsmanna á skömmum tíma 1—2 árum, ef vilji væri fyrir hendi. Ráðherrann heði ekki svarað því, hvenær sjónvarp- ið kæmist til Vestfjarða. Sagðist ýhann ekki sjá neitt til fyrirstöðu, að smærri endurvarpsstöðvarnar, væru byggðar samtímis þeim stærri, þannig, að engin töf væri á sem fullkomnastri dreifingu sjónvarpsefnisins strax og stóru stöðvarnar hefðu verið reistar. BORG& BECK kúplingsdiskar fyryir: Austin Gipsy Austin Ford Trader Bedford Commer Ford Consul Hillman Vauxhall Viva Vauxhall Victor Moskvitch Fiat Volvo Ford Cortina. Varahlutaverzlun Jóh. Ólafsson & Co. Brautarholti 2 Sími 1-19-84.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.