Vísir - 17.11.1975, Side 7

Vísir - 17.11.1975, Side 7
VISIR Mánudagu r 17. nóvember 1975. ND j MORGUN útlöndí morgun útlönd í morgun útlc Umsjón: Guðmundur Pétursson Leitað að sprengjum í innkaupatöskum og farþegaskipum ÍSlíNDINGAR í 10ND0N FARA EKKI VARHLUTA AF ÖRYGGISRÁÐSTÖF- UNUM VEGNA HRYÐJUVERKA ÍRA Bresk lögregla og herlið gerðu umfangsmikla leit um borð i Elisabetu 2. I morgun til að reyna að hindra smygl sprengi- efnis til irskra hryðjuverka- manna I Bretlandi. Breskur almenningur er á nálum vegna sprengjuöldu sem gengið hefur þar yfir að undan- förnu i hatursherferð irskra öfgamanna. — Gripið hefur ver- ið til ýmissa öryggisráðstafana. sem annars eru ekki viðhafðar nema þarsem striðshætta rikir. íslendingar i verslunarferð- um i London kunna frá þvi að segja að þeir eins og aðrir hafi verið stöðvaðir á leið inn i stór- verslanir eins og Mark & Spenc- er þar sem öryggisverðir hafa viljað gægjast i innkaupatöskur þeirra og huga að hugsanlegum Bæjaribúðirnar i London þar sem 190 kg sprengiefnis fundust i gærkvöldi falin i kjallaranum, en það hefði nægt i 80 sprengjur af þvi tagi sem sprungið hafa i London að undanförnu. sprengjum eða einhverjum vit- isvélum. Þessu fylgir svo daglegt gabb af þvi tagi. sem neyðir lögregl- una til að fjarlægja fólk úr stór- hýsum meðan gerð er þar leit að vitisvélum sem varað hefur verið við. Lundúnalögreglan kom hönd- um yfir miklar birgðir sprengi- efnis, sem faldar höfðu verið i ibúðablokk á vegum bæjarins. 190 kg sprengiefnis fundust þar og hefði nægt i 80 sprengur af þvi tagi. sem sprungið hafa i höfuðborginni á undanförnum vikum. — Lögreglan hefur yfir- heyrt 42 manneskjur vegna þessa fundar og fengið þær upplýsingar sem leiddu til leit- arinnar um borð i QE-2 i morg- un. — Þaðerhald lögreglunnar, að sprengiefnið sem hryðju- verkamennirnir nota i Eng- landi fái þeir smyglað erlendis frá. Hermenn i vigvallabúningum leituðu hátt sem lágt i þessu stolti breska kaupskiptaflotans og höfðu við hendina sporhunda. KENNEDY TRÚIR WARREN- SKÝRSL- UNNI Edward Kennedy þingmaður lætur á sér skilja i viðtali sem birtist i vikuritinu „TIME” að hann trúi þvi að Lee Harvey Os- wald hafi verið einn i ráðum þeg- ar hann myrti bróður þingmanns- ins, J. F. Kennedy forseta, i Dall- as fyrir 12 árum. Edward sagðist sætta sig við niðurstöður og skýrslu Warren- nefndarinnar sem rannsakaði málið. Rœndu þingmanni A annað þúsund lögreglumenn kemba nú fjöllin á Sardiniu I leit að þingmanninum, Pietro Riccio, sem vopnaðir ræningjar höfðu á brott mcð scr á föstudagskvöld. Lögreglan telur, að þingmann- inum hafi ekki verið rænt af póli- tiskum ástæðum, heldur einfald- lega til að kúga út úr honum eða fjölskyldu hans fé. Riccio er maður stöndugur og kunnur sakamálalögfræðingur enda hefur hann stýrt vörnum fyrir rétti í málum illræmdustu bófa eyjarinnar. Riccio var kosinn á þing 1972, er fimm barna faðir og seldi nýlega land fyrir 2,000 milljónir lira. Virðast ræningjarnir hafa fylgst með þvi og fundist tækifærið hentugt núna til að krækja sér i skilding. Þingmaðurinn er 53. italinn, sem rænt er á þessu ári, en hingað til hafa ræningjar ekki hróflað við þingmönnum. — Stjórnmála- menn allra flokka hafa brugðist reiðir við fréttinni af ráni Riccios og krefjast þess að stjórnvöld ttaliu herði aðgerðir gegn mann- ræningjum. Síðasta mynd Pasolinis Siðasta kvikmynd leikstjórans, Paolo Pasolini, sem hann hafði nýlokið við þegar hann var myrt- ur (2. nóv.) hefur verið bönnuð á ítaliu. Hún þykir of klúr. — Meðfylgjandi mynd er frá einu atriði ,,Salo, 120 af Sódómu”, eins og kvikmyndin heitir. Pasolini sem sjálfur hafði lýst þvi eitt sinn yfir að hann væri kynvillingur lét lifið fyrir hendi 17 ára unglingspilts sem sagðist hafa verið að verja hendur sinar vegna áreitni Pasolinis. Enginn sagði orð um rónið Atján ára grisk stúlka frá Kýp- ur brosti við blaðamönnuni i l.undúnum i gær, laus orðin eftir tiu daga prisund hjá ræningjum sem námu hana á brott 6. nóvcm- ber. Fjölmiðlar höfðu samvinnu við lögregluna allan þennan tima um að nefna ekki ránið einu orði meöan lögreglan reið net sem hún loks veiddi ræningjana I. Ræningjarnir höfðu krafist 60 þúsund sterlingspunda lausnar- gjalds, en fjölskylda hennar af- henti 17 þúsund pund og fékk full- vissað þá um að hún væri ekki af- lögufær um meira. — Var þá stúlkunni skilað heilli á húfi á miðnætti i nótt. Lögreglan segist hafa yfirheyrt fjölda manna vegna ránsins og náð lausnargjaldinu aftur, en verst að öðru leyti frétta. En bresk blöð hafa það fyrir satt, að lögreglan hafi ráðist til atlögu við ræningjana og handsamað þá strax þegar stúlkan var i örugg- um höndum. Um 120 lögreglumenn tóku þátt i leitinni, margir dulklæddir sem póstmenn, öskukallar eða sendi- sveinar, og virðast ræningjarnir einskis hafa orðið varir. Stúlkan segir að ræningjarnir hafi fariðvel meðhana. Stytti hún sér stundir með þvi að spilá við þá i fangavistinni. Barnsrœningj- arnir myrtu átta ára dreng Atta ára sonur bæjarráðs- myrtur i gærkvöldi, en honum var manns i Basel i Sviss fannst > ænt fyrir fjórum dögum. Breskir kommúnistar gagnrýna stefnu Breta í fiskveiðideilunni... ,, Morgunst jar nan’ ’, málgagn breskra kommúnista, gagnrýn- ir i dag stefnu bresku stjórnarinnar i fisk- veiðideilunni við ís- land. ,,Roy Ilattersley ráð- herra vill greinilega endurtaka ærsl breska flotans á fiskimiðum islands,” segir i leið- ara blaðsins. „Verkalýðshreyfingin ætti að afneita grófri tilraun hans til að kúga islensku rikisstjórnina i gær vegna útfærslu fiskveiðilög- sögu islands,” heldur blaðið áfram. „Það ætti að afneita henni, þvi aö hún er ekki leiðin til að viöhalda raunverulegum liags- munum fiskveiðiflota okkar eða fiskiðnaðar....” „Það veröur erfitt fyrir Hatt- ersley að útskýra hversvegna það sé rangt hjá islandi að vernda liskistofna sina og auð- lindir ineð þcssum hætti þegar Bretland þvkist eiga rétt til oliu- linda neðansjávar sem liggja áinóta langt frá landi," segir á öðruin stað i leiðaranum. Lik hans fannst i runnum 10 km frá júdó-iþróttahúsi þar sem hann sást siðast á iniðvikudaginn. Eftir að drengurinn hvarf fékk faðir hans, Jurgen Zimmermann sem er blaðamaður tvær upp- hringingar. Var hann spurður i simanum af einhverjum sem ekki vildi segja til nafns hversu fljótt hann gæti skrapað saman hálfa milljón svissneskra franka. Zimmermann skoraði i útvarpi á barnsræningjana að gera ekki litla drengnum mein, en hafa heldur samband við þekktan lækni bæjarins sem mundi verða milligöngumaður og hefði lofaö að blanda ekki lögreglunni i mál- ið. Dauðaleit var gerð að drengn- um og tóku lögreglumenn handan landamæra Frakklands og Vest- ur-Þýskalands jafnframt þátt i leitinni. tbúar i Basel urðu harmi lostnir þegar drengurinn fannst myrtur, en þetta er i fyrsta skipti i Sviss sem barnsrán fær slik -endalok. — Lögreglan hefur heitið 10,000 franka verðlaunum hverjum þeim sem leitt geti hana á sloð ræningjanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.