Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 1
VISTtt G5. árg. — Miðvikudagur 19. nóv^^^^«^f^2Íi3. tbl. Deilt í borgarráði um kaup á uppþvottavél SIMI VISI Segir sig úr verðlagsnefnd Sveinn Snorrason hæstarétt- fundinum sem leiddu til þessa. arlögmaður óskaði eftir þvi á Sveinn var tilnefndur i Verð- fundi i Verðlagsnefnd i gær að lagsnefnd af Versiunarráði is- verða leystur frá störfum þar. lands. Harðvitugar deilur voru á —ÓH Gamla uppþvotta vélin á Borgarspitalanum scm Albert vill láta nýta lengur. I.jósm. Jim. Kominn tími til að spara segir Albert Guðmundsson „Sem borgarráðsfulltrúi samþykki ég ekki ný vélakaup eða aöra eyðslu á borgarfé, nema ég sé sannfærður um að ekki sé hægt að komast hjá þeim. Almennt vil ég meiri nýtni á tækjum borgarinnar. það virðist vcra aö þau séu endurnýjuð of fljótt,” sagði Albcrt Guðmundsson borgar- ráðsfulltrúi er V’isir spuröi hann, hvers vegna liann hefði sett sig á inóti kaupum á nýrri upp- þvottavél til Borgarspítalans. Borgarspitalinn hefur lagt fram beiðni um kaup á nýrri uppþvottavél sem kostar 4 til 5 milljónir. Á borgarráðsfundi i gær urðu deilur um þessi kaup er Albert Guðmundsson mót- mælti þeim. „Ég álit að gamla vélin geti enst lengur, en verið er að at- huga það mál fyrir mig. Auk þess voru vélakaupin ekki boðin út á venjulegan hátt samkvæmt reglugerðum borgarinnar. bar var aöeins leitað til eins fyrir- tækis, en allir eiga að hafa jafn- an rétt til að bjóða i, þegar um kaup á vegum borgarinnar er að ræða. „Það er kominn timi til að spara meira en gert hefur verið, peningamálin hjá borg og riki eru þannig að gæta verður meiri hagsýni,” sagði Albert Guö- mundsson. Aðeins einn maöur'á móti. „Við værum ekki að biðja um nýja vél, ef ekki væri þörf á þvi," sagði Haukur Benedikts- son. framkvæmdastjóri Borgar- spitalans er Visir leitaði frétta hjá honum. „Gamla vélin er orðin léleg', enda niu ára gömul, og auk þess ekki nægilega afkastamikil, og enn siður þar sem við gerum ráð fyrir að við þurfum að þjóna héðan væntanlegri sjúkradeild i Hafnarbúðum. Ástæðan fyrir þvi að ekki fór fram útboð var sú að við töldum okkur komast að öruggustu og hagstæðustu kjörunum hjá þessu fyrirtæki. Þessi tegund er langmest notuð hérlendis, og auk þess náöist samkomulag um að fá vélina á september- verði þótt hún yrði ekki keypt fyrr en i janúar. bessi beiðni hefur verið samþykkt af stjórn spitalans og innkaupastofnun, og ég held að það sé aðeins einn maður sem hefur andmælt þessu. Annars vil ég sem minnst um þetta segja meðan málið hefur ekki veriðafgreitt af hálfu borg- arinnar,” sagði Haukur Bene- diktsson. Uppþvottavélarmálin verða að sögn Alberts Guðmundssnar tekin fyrir fundi borgarstjórnar á morgun. Kanntu að ganga yfir götu? — sjá bls. 4 Kristin Halldórsdóttir með „matador" (eða molopoly eins og það heit- ir) spilið fyrir framan sig i morgun. „Mér finnst þetta háalvarlegt nú. En ég neita þvi ekki að ég hló fyrst þegar ég las um keppnina i blööun- um,” sagði hún. Ljósm. Visis: BG island hefur sjaldan haft jafn- inikla möguleika á að eignást heimsmeistara og nú. Kristin Ilalldórsdóttir keppir fyrir is- lands hönd i Monopoly (matador) keppninni sem hófst á Hótel Loft- leiðum i morgun. Hún er ein af aðcins fjórtán keppendum sem koma til með að keppa um heims- meistaratitilinn i Washington eftir helgina. Möguleikarnir eru þvi miklir. „Umboðsmaðurinn fyrir spiliö hér á landi bað mig að taka þátt i keppninni. Ég spilaði monopoly talsvert mikið þegar ég bjó sem krakki úti i New York”, sagði Kristin, þegar Visir spjallaði við hana i morgun rétt áður en keppnin hófst. Kristin lék æfingaleik i spilinu i fyrrakvöld. Sá leikur lofar góðu þvi hún gerði mótspilarana þrjá alla gjaldþrota. Kristin er hjúkrunarnemi. Við spurðum hana hvort hún hefði tima fyrir keppnina vegna náms- ins. „Það er varla. En ég fékk tveggja daga fri til að fara til Washington og vona að það nægi”. „Spennt?” „Já, ekki neita ég þvi”. Visir óskar Kristinu góðs gengis i keppninni. — ÓH HVER HEFÐI TRUAÐ ÞVI GRJOTSKORTUR f RtYKJAVÍKl Hjá gatnamálastjóra eru menn farnir að hafa nokkrar á- hyggjur af þvi að ekki muni finnast nægilega mikið grjót til gatnagerðar i framtiðinni. „Það eru furðufáir staðir þar seni hægt cr að fá gott grjót,” ssgði Stefán Hcrmannsson hjá gatnamálastjóra i morgun þeg- ar Visir spurði hann um þetta vandamál. Stefán sagði að grjótið, sem notað væri i malbik, þyrfti að hafa mikinn slitstyrkleika, sér- staklega með tilkomu nagla- dekkjanna. í sumar hefðu verið athugaðir nokkrir staðir sem liklegir hefðu þótt til grjótnáms að mati jarðfræðinga. Rannsóknarstofnun bygging- ariðnaðarins hefur gert prófanir á nokkrum sýnum. Og þau þeirra sem vel hafa þótt gefast hafa verið send til Noregs til slitþolsprófunar. „Undanfarin tvö ár höfum við fengið grjót i Korpúlfsstaða- landi og verðum þar væntanlega eitt ár i viðbót, en grjótnám er ekki eins gott þar og við bjugg- umst við. „Við munum finna grjót en þurfum bara að fara fjær borg- inni.” —EKG Verður hún heims- meist- ari í mata- dor?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.