Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 24

Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 24
VISIR Miðvikudagur 19. nóvember 1975'» Brotist inn í apótekið | í Kópavogi — Þjófurinn tekinn við störf sín Brotist var inn i apótekið i Kópavogi i nótt. Sá sem braust inn, ungur maöur, var handtek- i inn á staðnum. Það var um klukkan 4.40 i nótt sem innbrotið átti sér stað. ! Hafði þjófurinn brotið rúðu með grjóti og komist þannig inn. Erindið var að ná sér i ýmsar !; töflur, en lögreglan tók hann að ; störfum og færði hann i fanga- ; geymslu. Maðurinn var ölvaður, en ! hefur áður komið við sögu lög- reglunnar þó hann hafi ekki : brotist inn i apótekið áður. —EA Eina skiptið sem gangandi vegfarandi var kœrður og dœmdur Liklega hefur aöeins einn maöur verið dæmdur hérlendis fyrir gróft kæruleysi i umferð — sem gangandi vegfarandi. i tilefni af áróðursferð Visis fyrir bættri umferðarmenningu gangandi vegfarenda er ekki úr vegi að rifja málið upp. Þetta gerðist fyrir tæpum áratug. Lögreglan hafði þá uppi mikla herferð fyrir þvi að merktar gangbrautir væru not- aðar rétt. Tveir óeinkennisklæddir lög- regluþjónar voru á gangi rétt hjá gangbraut sem liggur yfir Laugaveg á móts við Mjólkur- samsöluna. Þá sáu þeir mann hlaupa skáhallt yfir götuna 15 metra frá gangbrautinni. Bill sem kom aðvifandi þurfti að snögghemla. Lögregluþjónarnir stöðvuðu manninn til að ávita hann fyrir kæruleysið. Hann brást þá hinn versti við og svaraði þeim illu einu. Þeir handtóku þá mann- inn og fóru með hann á lög- reglustöðina. Þar var kæra lögð fram á hendur honum. Dómur féll siðan i málinu og maðurinn var dæmdur i sekt. Ekki er vitað til að aðrir gangandi vegfarendur hafi sið- an verið sektaðir fyrir fram- ferði sitt — þótt oft hafi verið á- stæða til. —ÓH Eldur á Grundar- tanga Eldur kom upp á Grundar- tanga snemma i morgun, i rafstöðvarskúr. Ljósavél var i skúr.num, en þegar slökkvibill frá Akranesi kom á vettvang var skúrinn brunninn og ekki annað eftir en glæður. Tilkynnt var um eldinn rétt eftir klukkan 6 i morgun. Bilar voru nálægt skúrnum, en þeir skemmdust ekkert þrátt fyrir Reykjavikjceland 1975 -£8S* 051 *ss»5r issg. monopoly EUROPEAN CHAMPIONSHIP Eyða 7 milljónum í //matador/'keppnina Norski meistarinn I Monopoly — Cato Wallö. Hann var sigurviss, enda nemur hann viðskipta- fræði i Osló. Ljósm.: BG ur Evrópumeistari. Eftir það ferðast allir keppendurnir til Washington, þar sem keppt verður við Bandarikjameistar- ann, og Kanadameistarann, um heimsmeistaratitilinn. Þetta er i fyrsta skipti sem keppt er um þennan titil — heimsmeistari i monopoly. „Við höldum mikla veislu i til- efni af keppninni. Margir bandariskir þingmenn ætla að láta sjá sig og Kissinger hefur sagt að hann komi. Við buðum Ford forseta einnig, en það er ekki öruggt hvort hann kemst.” Aðspurður hvort halda ætti þessa heimsmeistarakeppni ár- lega, sagði Cartmell að svo væri ekki. „Ætli það sé ekki nóg að hafa hana á tiu ára fresti.” — ÓH rikjunum. Einnig er stefnt að aukinni sölu á spilinu, og hvað það snertir höfum við ekki orðið fyrir vonbrigðum,” sagði Cart- mell. Franski spilarinn er yfir- maöur hjá Max Factor Hann sagði að þrjú fyrirtæki sem framleiða spilið, eitt breskt, eitt franskt og eitt þýskt, stæðu að baki Evrópumeistara- keppninnar. „Við völdum Island sem keppnisstað, af þvi að það er hlutlaust. Keppendurnir koma frá 12 löndum. Sá franski er yfirmaður fjármála hjá Max Factor fyrirtækinu i Paris. Sá svissneski er verkfræðingur, og sá enski starfsmaður hjá rikinu. Þátttakendur eru semsagt úr ýmsum stéttum. Margir frægir menn hafa leikið monopoly að staðaldri. T.d. má nefna Onassis og Churchill, og hjónin Burton og Taylor spila þetta að staðaldri. Frakklandsforseti, d'Estaing, er lika iðinn mono- polyspilari. Eina landið sem spilið er bannað i er auðvitað Kússland. Það fer vist ekki nógu vel á þvi að kenna undirstöðu- atriði kapitalismans þar,” sagði Cartmell. Keppa um heimsmeist- aratitilinn í Bandaríkjun- um Keppninni lýkur á laugardag. Þá fæst úr þvi skorið hver verð- ,,Samtals hefur 7 milljónum króna veriö varið til að undirbúa þessa keppni. Þaö eru framleiöendur „Mono- poly" spilsins sem bera kostnaöinn. En sala á spilinu hefur líka aukist gífurlega." Þetta sagði Brian Cartmell, blaðafulltrúi Evrópumeistara- keppninnar i „Monopoly”, sem hófst á Hótel Loftleiðum i morg- un, i viðtali við Visi. Hér á landi hefur þetta spil alltaf verið kallað matador. Cartmell sagðist mótmæla þessari nafngift harðlega. Þetta spil héti monopoly, og ekkert annað. „Tilgangurinn með keppninni er tviþættur. Við erum að halda upp á að 40 ár eru liðin siðan spilið var fundið upp i Banda- Brian Cartmell með monopoly-spil eins og notað verður i Evrópu- meistarakeppninni á Loftleiðahótelinu. „Vil ekki tala um stríð við bandalagsþjóð í NATO,# - sagði Einar Ágústsson, utan- ríkisróðherra í viðtali við BBC Breska útvarpið, BBC, hafði i gærkvöldi samband við Einar Ágústsson utanrikisráðherra þar sem hann var staddur i Bonn og ræddi við hann um landhelgismálið. — Hann svar- aði fyrst spurningu fréttamanns um ' viðræður við vestur- þjóðverja, Utanrikisráðherra sagði að vestur-þjóðverjar væru tilbúnir að láta verksmiðjutogara sina hætta að veiða á íslandsmiðum, og annar mikilvægur þáttur i af- stöðu þeirra væri sá áð þeir hefðu ekki gert kröfu um að fá að veiða þorsk, en ástand þorsk- stofnsins væri nú mjög alvar- legt. Aðspurður hvort hann vildi ná svipuðu samkomulagi vrð breta og leitað væri eftir við vestur- Þjóðverja, sagði utanrikisráð- herra já. Hins vegar væri þaö svo að hinir bresku vinir okkar virtust einkum hafa áhuga á þorskinum. Ráðherrann var spurður hvort hann myndi nú fara til Brussel og ræða við Efnahags- Sendiherra Islands í Bonn: Erum ekki mjög svartsýnir á samn ingaviðrœðurnar „Við erum ekki mjög svart- sýnir ó gang samningaviðræðn- anna sagöi Arni Tryggvason sendiherra i Bonn, i samtali við Visi i morgun. Samningaviðræðurnar hófust i morgun kl. 9 að islenskum tima, og er búist við að þær standi í allan dag nema eitthvað sérstakt komi upp á. Árni var spurður um viðbrögð vestur-þjóðverja við þvi að slitnað hefur upp úr samninga- viðræðum islendinga og breta. Þau eru alveg óljós, en það reynir á þau i dag. Við höfum ekkert frétt um viðbrögð þeirra.” bandalagið i heild um landhelg- ismálin i stað þess að ræða við einstakar þjóðir innan þess. Einar Agústsson kvað nei við. Hins vegar hefðu islendingar áhuga á þvi að tollalækkanir samkvæmt samningi islendinga og Efnahagsbandalagsins taki gildi. Þessu gætu þjóðverjar ekki lofað einir, þetta væri mál fleiri Efnahagsbandalagsrikja. Þjóðverjar hefðu lýst þvi yfir að þeir myndu aflétta banni þvi sem þeir lögðu á gildistöku samningsins, og það væri mikil- vægt atriði i samningaviðræð- unum. Utanrikisráðherra tók það skýrt fram að ef ekki yrðu ein- hverjar breytingar á afstöðu breta myndu islendingar beita valdi til að verja landhelgi sina. Einar kvaðst ekki vilja kalla þetta strið heldur deilu um ákveðinn þátt i samskiptum þjóðanna. Hann kvaðst ekki vilja tala um strið viö banda- lagsþjóð i NATO. V-ÞJOÐVERJAR TELJA SAMKOMULAG í HÖFN Vestur-þýska stjórnin er þeirrar skoöunar að i dag muni takast samningar i landhelgis- deilu islendinga og vestur-þjóð- verja. Þetta kemur fram i frétt- um frá Bonn i morgun. 1 fréttinni segir að eina atriðið sem eftir sé að semja um sé fjöldi vestur-þýskra togara sem fái að veiða á Islandsmiðum. Þá er sagt að Bonn-stjórnin hafi samþykkt að lækka kröfu sina um 85 þúsund tonna hámarks- afla á ári. Enn sé þó eftir að ræða um lokatölur. Þá segir að Bonn-stjórnin sé tilbúin að viðurkenna óformlega 200 milna fiskveiðilögsögu is- lendinga, en láta formlega viðurkenningu biða úrslita Haf- réttarráðstefnunnar. —ÁG Fundur um landhelgismólin Kynningarfundur á afstöðu fjölmargra samtaka til núver- andi ástands i landhelgismál- um var .þaldinn i morgun. Samtökin sem að fundinum stóðu voru: Alþýðusamband íslands, Verkamannasamband Is- lands, Farmanna- og fiski- mannasamband Islands, Sjó- mannasamband Islands, Fé- lag áhugamanna um sjávarút- vegsmál, Alþýðuflokkurinn. Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Ekki náðist i fréttir af fund- inum áður en blaðið fór i prentun. —EB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.