Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 11
wawam m VISIR Miðvikudagur 19. nóvember 1975. TÓNHORNIÐ Umsjón: Örn Petersen Þokkabót. L.P. „Bœtiflákar" Steinar h/f. 003 „Bráðum koma blessuð jól- in”, og tónlistarunnendur fá nóg að gera við að fylgjast með þeim straumi hljómplatna á markaðinn er jólunum fylgir. Þar kennir margra grasa, Gunnar Þórðarson, Spilverk þjóðanna, Ingimar Eydal, Ýr, Júdas, Arni Johnsen, Lónll Blú Bois, o.fl. Þokkabót riða þó á vaðið, með nýútkominn plötu sinni BÆTIFLAKAR. Ef litið er um öxl, þá má lita á UPPHAFIÐ, sem upphafið, og BÆTIFLAKA, sem áframhald, ánægjulegt áframhald. Ekki vil ég þó skirskota til UPPHAFSINS i þessari grein, heldur eingöngu rita um BÆTI- FLAKA sem einstæða plötu. BÆTIFLÁKAR er tviskipt plata, annars vegar A-hlið hennar sem ber yfirskriftina FLUGVÉLAR.og hins vegar B- hliðin SÓLARHRINGUR. FLUGVÉLAR er léttari hlið plötunnar og á efalaust eftir að snúa upp á plötuspilurum all flestra, svona til að byrja með, amk. Við fyrstu áheyrn vekja lögin, DUFL OG DANS, MÖVE- KVÆÐI, MANSÖNGUR, og VIÐ AUSTURVÖLL efalaust mesta athygli og eiga vafalaust eftir að ná vinsældum almennings. En sjáum hvað býr á plötunni. Á plötunni má finna tvö ljóð Þórarins Eldjárns, „Sveinbjörn Egilsson” og „Mövekvæði”, og setja þau óneitanlega skemmti- legan svip á plötuna. „Mövekvæði” fjallar um Möve reiðhjólið, sem þótti litt fint að eiga „i den tid”, sjálfur átti ég DBS, og vitanlega var það besta reiðhjól i heimi, allt annað var bara drasl og skrapatól. Magnús Einarsson hefur samið lag við ljóðið, létt og ein- föld laglina, sem hentar textan- um einkar vel. „Sveinbjörn Egilsson” einkennist aftur á móti af öllu meiri alvöru. Vitnar Eldjárn þar i bók Benedikts Gröndal, „Dægra- dvöl”, þar sem ritað er um fyrrnefndan Sveinbjörn. í ljóðinu felst lúmsk ádeila, sem ástæðulaust er að eyða orð- um i, hlustandinn verður að pæla i þvi sjálfur. Gylfi Gunnarsson samdi lagið við „Sveinbjörn”. Möwekvæð i íórrsrtrr.ti;!?. möweoí&oknsrna a IsUndi} Kv*5:-. P&t»r-rtn Eiöjsrr.. Lag: Msgnýs Eir.arsson. Við Austurvöll Ljóð: icnas Árnason. Lag. ion Asgeirsson. tg bittl eitt s«nr« vlð Austurvci! ungan rebrahest serr: bar a sínu bak- kctt cg búidule<tan prest sem bauð rnér giottand; gíeð-eg jói og gieðiíega ..r.est" Tvö eldri lög Donovans eru einnig á plötunni, og I höndum Þokkabótar bera þau yfirskrift- ina „Mansöngur” og „Dufl og dans”. Þetta eru með léttari lögum plötunnar, en textarnir eru eftir þá Halldór Gunnarsson, og hið siðarnefnda eftir kennara einn á Neskaupstað, Valgeir Sigurðs- son. . Mig rámar einhvern veginn i það, að Hörður Torfason, hafi á sinum tima, samið lag við ljóð Steins Steinarrs. „Miðvikudag- ur”, en engu að siður er útsetn- ing Ingólfs Steinssonar óaðfinn- anleg, og öll meðferð Þokkabót- ar á þessu ágæta ljóði, þeim til sóma. Að Jón Ásgeirsson tónskáld skuli eiga lag á plötunni kemur vafalaust flestum á óvart, þó sérstaklega eftir að hafa hlitt á. lagið, svo og „truflaðan ” texta Jónasar Árnasonar alþingis- manns. Fróðir menn sögðu mér, að þetta lag hefðu þeir félagar sett saman á Austurvelli eina kvöld- stund, undir áhrifum hins is- lenska „alþýðuvatns”. „Unaðsreitur” er draumóri Halldórs Gunnarssonar hann dreymir einkennilega drauma pilturinn sá en engu að siður get ég alveg „gútterað” svoddan hugsunarháttj þetta dettur alltaf i kollinn á flestum andlega heilbrigðum karlmönn- um. Það einkennilega við lagið er, að það er sungið mjög ógreini- lega, og ef að texti lagsins fylgdi ekki með plötunni, þá fattar vist enginn hið raunverulega inni- hald hans? „Sólarhringur” B- hlið plötunnar, er algerlega I eigu Þokkabótar, og fjallar um hina fjóra hluta sólarhringsins. Þarna er um öllu þyngri teg- und tónlistar að ræða, Halldór Gunnarsson hefur samið öll ljóðin, og finnst mér að hann hefði getað gert sólarhringnum öllu betri skil. Sami blærinn einkennir öll ljóðin, rómantik og rólegheit, en vitaskuld má gera t.d. deginum önnur skil, sbr. ys og þys, streitu mannsins til lifsviður- væris o.s.frv. Tónlistin gerir þessu aftur á móti öllu gleggri skil, ef hinn mannlega hlið sólarhringsins er ekki með i dæminu. „Kvöld”, og byrjun ljóðsins „Nótt” finnst mér skara fram úr, á þessari hlið plötunnar, en seinni hluti „Næturinnar” finnst mér full þungur, og ekki klæða Þokka- bót. Þetta má vera algjört smekksatriði, en miðað við ann- að innihald plötunnar, þá kem- ur þessi lokakafli eins og skratt- inn Ur sauðaleggnum, hann á jafn mikið heima á þessari plötu,sem „Andaglasið” á hinni frábæru plötu Stuðmanna „Sumar á Sýrlandi”. Þokkabót koma samt þokka- lega út úr þessari plötu, hljóð- færaleikurinn er óaðfinnanleg- ur, og upptakan kemur sterk út, enda mun léttara um vik, þegar að ekki er um rafmögnuð hljóð- færi að ræða. Söngurinn er stærsta tromp Þokkabótar, skýr og vandaður. Platan er sumsé góð að min- um dómi, ef ég gleymi siðari hluta „Næturiunar”, og þeir sem að á annað borð voru ánægðir með frumburð Þokka- bótar, sætta sig fyllilega við áframhaldið. Plötunni fylgir textablað, sem að minum dómi hefur verið vandað sérstaklega til. Steinar h/f, til hamingju með fyrstu plötuna. S.S. frá isafirði ritaði Tón- horninu bréf i siðustu viku, og bað Tónhornið um að athuga hvernig á þvi stæði, að væntan- leg brciðskifa frá isfirsku hljómsveitinni Vr væri ekki komin á markaðinn ennþá. Tbnhornið gerðist þvt miskunnarlaust og hringdi i Ámunda Ámundason. „Jti, hún kemur, hún kemur, ósköp eru menn eitthvað bráð- látir”, voru fyrstu svör Amunda. ,,Ég vona, að hUn verði komin til landsins fyrir mánaðamót ásamt barnaplötunni hennar GuðrUnar Olgu, og Hrif II.”. Meðal efnis á Hrif II, er að sögn Amunda, fjögur lög með Spilverki þjóðanna (hljóðritað i London, á sama tima og Stuð- menn), Pónik og Einar, Berg- þóra Árnadóttir og Nunnurnar. „En það er gaman að vita til þess að menn skuli biða eftir plötunni frá Ýr, þvi eins og alþjóð veit þá hef ég hingað til komið með algerlega óþekktar grUppur, og gert þær frægar, sbr. Litið eitt, og Pelican.” ,,Ég gef bara Ut þeirra fyrstu plötur, og sleppi þeim svo,” sagði Amundi. Aðspurður um hvort ástæðan fyrir þessari seinkun á útgáfu Ýr-plötunnar væri ekki peningaleysi Amunda, svaraði hann: ,,það er tóm þvæla, þetta er ósköp algengur afgreiðslu- timi”. Strákarnir í Yr fyrir utan „stúdíóið”. Frá biaðamannafundi Paradisar. Smári Valgeirsson <t.v.) og Pétur Kristjánsson ræðast við. — Ljósm.: örp. Paradís með hljómleika Á fimmtudaginn i siðustu viku boðaði hljómsveitin Paradís blaðamenn á sinn fund vegna fyrirhugaðra hljómleika grúpp- unnar. Aðsögn Smára Valgeirssonar babl s Vikunnar, og „allra handa” Paradisar, verða þessir hljómleikar n.k. laugardag i Austurbæjarbiói kl. 14.00. Þessir hljómleikar ættu að geta gengið skipulega fyrir sig, þvi ráðgert er að diskótekið Aslákur hiti mannskapinn upp, áður en að sjálfir tónleikarnir hefjast fyrir alvöru. Áslákur mun koma á óvart að sögn kunnugra manna. Þá munu hinir viðfrægu Hálf- bræður troða upp, og einnig stendur til að fá til skemmtunar þá Halla og Ladda, sá þáttur er þó ekki ákveðinn enn sem komið er. Aðaltrompið verður að sjálf- sögðu Paradis, sem mun koma fram með a.m.k. tvö frumsamin lög,auk góðrar „stuð” tónlistar. Þessir tónleikar ættu að verða góð tilbreyting i hinu litt fjöl- breytilega tónlistarlifi höfuð- borgarinnar ef undanskildar eru sinfóniurnar og tónlistarlif framhaldsskóla. Tónhornið hefur og lúmskan grun um að sitthvað muni koma á óvart á þessum tónleikum. Tónhornið getur með sanni sagt, að Paradis sé um þessar mundir ein heilsteyptasta og skemmtilegasta hljómsveit okkar i dag, enginn gegnir þar afgerandi forystuhlutverki, og enginn fellur i skugga annars, þannig gerist það ekki betra. Tónhornið mun á næstunni birta all athyglisvert viðtal við Pétur Kristjánsson sem laust verður við ihlutun og ritskoðun annarra aðila.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.