Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 7
7 m __ VISIR Miðvikudagur 19. nóvember 1975. OND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND Í MORGUN Umsjón: Guðmundur Pétursson Bréfasprengjur f kosningapóst- inum i Ástralfu Kosningabaráttan i Ástraliu sem fylgir i kjölfar brottvikningar stjórnar Whitlams hef- ur tekið á sig ofbeldis- snið eftir að bréfa- sprengja sprakk i skrifstofum Johannes Bjelke Petersen, for- sætisráðherra Queens- land-rikis, i morgun. Annað sprengibréf var sent til höfuðs Malcolm Fraser sem fer með bráðabirgðastjórn Ástraliu fram að kosningum, en lögregl- an fann vitisvélina þegar glugg- að var i póstinn og gerði sprengjuna óvirka. Sprengjan sem send var Bjelke Petersen barst honum i þykku umslagi, merkt honum. en hann var þó ekki nærri þegar skrifstofufólkið var að sundur- Ein sprukk ú skrif- stofum forsœtis- róðherra Queens- land en önnur fqnnst í tœka tíð hjú Malcolm Fraser greina póstinn. — Tveir skrif- stofumenn særðus't i sprenging- unni. Stjórnmálamenn hafa nu skorað á landslýð að sýna ró og ganga til kosningabaráttunnar eftir löglegum leiðum. en for- dæmd hafa verið um leið slik ill- virki eins og sprengjutilræðin. Bjelke Petersen, milljóna- ma>ringur og búhöldur, er einn af eindregnustu andstæðingum Gough Whitlams, fyrrverandi forsætisráðherra Verkamanna- flokksins. V'erkamannaflokkurinn sendi Bjelke-Petersen strax skeyti eftir að tiðindin bárust um bréfasprengjuna og var þar harmað þetta leiðindaatvik. — ..Hver,sem sent liefur sprengj- una, þá getur hann ekki hafa verib stuðningsmaður Verka- mannaflokksins. Hann er fjand- maður verkalýðsins, hann er fjandmaður lýðræðis,” sagði Robert Hawke, forseti lands- sambands stettarlelaga Ástraliu. Br'efas p r e n g j a n h j a Bjelke-Petersen varð til þess að samstundis var hert eftirlit með pósti til meiriháttar embætta og stjórnarskrifstofa. — Það varð til þ'ess, að bréfasprengjan fannst hjá Malcolm Fraser i tæka tið. llm leiö hefur verið cfld sh öryggisvernd sem frambjóð- endum og fremstu stjórnmála- mönnum Ástraliu er vcitt. GLÆPIR TRÖLl- RÍÐA ALASKA Mikil glæpaalda og kverkatak sem samtök at- vinnubílstjóra hafa náö í Alaska virðist ætla að sliga hið orkuauðuga fylki," skrifar Los Angeles Times. Þessi gifurlega leiðsla er lögð til að auðvelda flutning oliu frá hinum miklu oliuauðlindum Alaska til Bandarikjanna, en menn vonast til þess að Alaska geti annað 12% oliueftirspurnar USA undir árslok 1977. Blaðið nefnir sem dæmi um þá óöld, sem riki nú i Alska að i Fair- banks hafi á einu ári fjölgað árás- um á lögreglumenn um 500%, kynferðisglæpum um 12%, ránum um 160%, fiknilagabrotum um 171% og ölvun um 4,216%. FRANCO GENGUL —* — wa 'mm' ■» m FYRIR VÉLAR- AFLI Franco liersliöfðingi lá i morgun milli heims og helju, og höfðu læknar gripið til þess neyöarúrræðis að lækka i honum likamshitann með tæknibrögðum til þess að eiga hægar um vik að hefta innvortis blæðingar. í rauninni dregur hinn 82 ára gamli einvaldur lifsandann fyrir vélarafli. Öndunarvél létlir lung- uiiiiin starfiö, nýrnavél vinnur verk nýrnanna og þriðja vélin léttir á hjartadælunni. Vœndiskonur þingo ,,Þetta bar árangur. I það minnsta voguðu stelpurnar að sýna sig," sagði Ulla, talsmaður f yrsta landsþings franskra vændiskvenna sem er nú nýafstaðið. Um 2,000 stúlkur frá flestum landshlutum sóttu þingið sem stóð nú reyndar ekki nema þrjár klukkustundir og einkenndist mest af skipulagslitlum umræð- um og agalausum framigripum, — auk djarflegs klæðnaðar flestr fundarkvenna. Ulla, sem er ljóska og prakti- serar i Lyons, sagði frétta- mönnum eftir fundinn að of margt hefði verið á fundinum til þess að unnt væri að halda úti skynsamlegum umræðum eða skipulögðum. — Ulla er leiðtogi 30.000 vændiskvenna i Frakk- landi i baráttu þeirra fyrir þvi að starf þeirra hljóti opinber- lega viðurkenningu. Auk fjöldans inni i fundar- salnum dreif að um 1.000 for- vitna áhorfendur. Vændiskonurnar söknuðu hinna 490 þingmanna frakka, en þeim hafði öllum með tölu verið í Porís boðið til fundarins. Aðeins einn svaraði fundarboðinu og bað stúlkurnar að hafa sig afsakað- an þvi að hann gæti ekki mætt. Þetta landsþing er nýjasta framlagið til réttindabaráttu vændiskvenna sem hófst með þvi að þær hernámu sex kirkjur i fyrra i mótmælaskyni við of- sóknir lögreglu og okursektir sem þær eru beittar. Þær hafa á prjónunum að stofna stéttarsamtök. BEIT NEFIÐ AF VINI SÍNUM ... Peter O’Toole, fyrrum hnefaleikari (ekki kvik- myndaleikari), batt enda á orðasénnu sina og vinar sins, Jolin O’Dea, meðþvi að bita af honum nefið. Nefið fannst siðar i strætinu og græddu læknar það altur á O’Dea. O’Toole var dæmdur i eins árs fangelsi, skilorösbundið, fyrir tiltækið, en þarf ekki að alplána refsinguna, ef hann hagar sér vel næstu 10 árin. i fréttabréfi frá Anchorage birti blaðið ljóta lýsingu á þvi hvernig bófar, mafíudindlar. fjárhættuspilarar, vændiskonur og ámóta pakk gangi ljósum log- um, meðan dugandi fólk tælist frá embættis- og lögreglustörfum til vellaunaðra verka við lagningu oliuleiðslunnar stóru. Blaðið heldur þvi fram að framkvæmdastjóri atvinnubil- stjóra, Jesse nokkur Carr, sé orð- inn svo voldugur, að hann skáki orðið áhrifum fylkistjórans, Jay Hammond, enda hafi Carr alla atvinnubilstjóra Alaska i vasan- um. Svo vel er undirheimahyskið búið að koma ár sinni fyrir borð, skrifar Los Angeles Times, að fyrrverandi afbrotafangar ráða lögum og lofum i birgðastöð og áhaldahúsi framkvæmdanna við oiiupipulögnina. — Hafa horfið þaðan heilu vöruflutningabilarnir og verkfæri og tækjabúnaður i stórum stil. Ber blaðið Mel Personett, einn af yfirmönnum rikislögreglunnar i Alaska, fyrir þvi að meðal starfsmanna áhaldahússins séu nokkrir ,,af forhertustu glæpa- mönnum Alaska.” t sömu andránni sem blaðið nefnir vöruþurrðina i áhaldahús- inu getur það þess að kostnaður- inn af lagningu oliuleiðslunnar miklu i Alaska sé nú þegar kom- inn upp i 6,400 milljónir dollara (leiðslan er hálfuð), meðan heild- arkostnaðurinn var i upphafi áætlaður 2,000 milljónir. ■ Enn ein sprengj- an í Löndon Tveir létu lifið og tuttugu særðust i brotajárnssprengju sem sprakk i fjölsóttri matsölu i London i gærkvöldi. Þetta er fjórða veitingahúsið sem verður sprengjum að bráö i London á skömmum tima og hefur þessi siðasta hryðju- verkaalda irskra öfgamanna kostað átta manns lifið. Um sextiu manns sat að snæð- ingi i ,,Waltons”, þegar spreng- ingin varð um kl. 10 i gærkvöldi. Sprengjan var samsett af sprengiefni, skrúfum, boltum og róm, og var henni varpað inn um glugga matstaðarins. — Svo öflug var sprengingin að fram- hlið veitingastaðarins þeyttist burt. Illúð að sæcðum matargesti ..Waltons” i gærkvöldi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.