Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 13

Vísir - 19.11.1975, Blaðsíða 13
^^^^^^^^^^JVliðvikudaguiJSbJióvember^ílTS. JQSIR______________________VISIR Miðvikudagur 19. nóvember 1975. Rodney Marsh . í Belgíu! — Miklar líkur eru á að hann fari til Anderlecht eftir allt og er kaupverðið 65 þúsund pund Miklar likur eru taldar á að Rodncy Marsh, Manchester City, muni cftir allt fara tii belg- iska fclagsins Anderlecht. Marsh er nú staddur i Belgiu —og eins og málin standa nú er það algerlega undir honum sjálfum komið, hvort af samningum verður eða ekki. Ander- lecht og Manchester City hafa þegar komist að samkomulagi — og er kaupvcrðíð 65 þús- und stcrlingpund. Málið snvst nú aðeins um það hvort Marsh er tilbúinn að skrifa undir eða ekki — hann á siöasta orðiö. —BB • Englendmgar í úrslit! Landsliö Englands i knattspyrnu 23 ára og yngri tryggði sér réttinn til að leika i úrslit- um Evrópukeppni landsiiða i gærkvöldi þeg- ar það sigraöi portúgali á leikvelli Crystal Palace, Sclhurst Park, 2:0. Portúgalska liðið var slakt og átti aðeins tvö umtalsverð skot á enska markið. Englendingarnir léku hins vegar oft ágætlega og sköpuöu sér hvað eftir annað hættuleg marktækifæri. Crystal Palace leikmaðurinn Peter Taylor gerði .fyrra mark Englands þegar i upphafi leiksins, þegar hann skoraði cftir fyrirgjöf frá David Johnson. Seinna markið gerði varamaöurinn David Mills, Middlesbrough, scm tók stöðu Trevor Francis, Birmingham, eftir sendingu Taylors. Lokastaðan I riðlinum varð þessi: England 4 3 10 Portúgal 4 4 12 Tékkóslóvakfa 4 0 2 2 9:4 7 5:6 3 3:7 2 Best œtlar að gera það gott George Bcst, áður leikmaður með Man- chester United og Norður-irska landsliðsins, lék sinn annan meiriháttar knattspyrnuleik i gærkvöldi, eftir að hann varð laus alira mála við sitt gamla félag. Þá lék hann með úrvals- liöi, sem lék gcgn 3. dcildarliði Bury, til ágóða fyrir Paul Aimson sem varð að hætta að leika knattspyrnu vegna meiðsla á hné. Ekki tókst Best að skora i leiknum sem lauk með sigri Bury 3:2, en hann sýndi og sannaöi aö enn lifir í göinlum glæðum — og tvivegis i siðari hálflcik bjargaði markvörð- ur Bury, Colin Darcy, frábærlega vcl eftir skot frá Best. Tæplcga 10 þúsund áhorfendur voru á leiknum sem skilaði 5 þúsund sterlingspunda hagnaði. —BB Fjórir Evrópu- leikir í kvöld Fjórir leikir fara fram i Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu i kvöld, allir mjög þýðingarmiklir — og að þeim loknum ættu linurnar nokkuð að skýrast I fjórum af fimm riðlum keppninnar sem úrslit á eftir að fá i. Sovétrikin, Spánn og Belgia hafa þegar tryggt sér réttinn til aö leika i 8 liða úrslitum keppninnar. Englendingar og Norður-irland eiga erfið- ustu leikina i kvöld. Englendingar leika við portúgali i Portúgal — og verða þeir að sigra i leiknum með nokkurra marka mun til aö eiga möguleika á að komast áfram. Þeir hafa sjö stig, jafnmörg og tékkar — sem ciga cftir að leika við Kýpur og ættu að sigra auðveld- lega i þeim leik. Norður-irar leika við júgóslava i Belgrad og verða irarnir að sigra I leiknum 2:0 til að komast áfram —en óliklegt er að það takist, þvi aö júgóslavar hafa ckki tapað i Bclgrad I 25árog ættu ekki að veröa I vandræðum mcð að tryggja sér réttir.n tii að leika i úrslitun- um. Hinir leikirnir eru milli Wales og Austur- rikis og Vcstur-Þýskalands og Bulgariu. Walesbúum og vestur-þjóðverjum nægir jafntefli til að komast áfrain. —BB l>ú ert of seinn Tommy. l>ú veist um reglur félaes ins varóandi æfingar og s__ lundi. Mánudagsmorgunn Hinn skemmtilegi linumaður Vals, Steindór Gunnarsson, hefur snúið varnarmenn Fram af sér og svifur inn i teiginn með miklum tilþrifum. Ljósmynd Einar. Atli Þór Héðinsson átti stórieik með liði sinu Gróttu gegn ts- landsmeisturum Vikings i 1. deild i gærkvöldi og skoraði 6 mörk, flest úr hornunum. Þarna hefur Atli sioppið framhjá varn- armanni Vikings og Sigurgeir i markinu kemur engum vörnum viö þrátt fyrir góða tilburði. Ljósinynd Einar. Jón Karlsson var sá eini sem þorði inn! Rúm mínúta var eftir af leik Vals og Fram og staðan 12:12 þegar Jón skoraði sigurmark Vals í leiknum Það var mikið fjör á fjölum Laugardalshallarinnar siðustu minúturnar i leiknum á milli Fram og Vals i 1. deild íslands- mótsins i handknattleik i gær- kvöldi. Staðan var þá jöfn 12:12 og ríimlega ein minúta til leiks- loka. V'llsmenn höfðu boltann. og Jön Karlsson óð þá inn úr horn- inu og skoraöi við mikinn fögnuð Valsaðdáenda, sem staðnir voru upp, eins og margir hallargestir þessar æsispennandi lokaminút- Kram fékk boltann eftir að Jón hafði skorað, og ætluðu þeir blá/hvitu sýnilega að jafna og fá a.m.k. annað stigið Ut tir slagn- um. En upphlaup þeirra mistókst i öllum latunum, og þeir rauð/hvitu gengu þvi Ut af með bæði stigin. ,,Ég fékk boltann Uti við punktalinu þarna i horninu og sá um leið að hornamaðurinn stóð þar sém hann má ekki standa i svona tilfelli — eða um metra frá linunni” sagði Jón Karlsson eftir leikinn. ,,Ég gat þvi snUið hann af mér og kastað mér inn i homið, og ég neita þvi ekki að það var ánægjulegt að sjá á eftir þoltan- um i netið. Ég veit að þetta var mikilvægt mark, en það vom lika öll mörk okkar i þessum leik. Ég vona bara að þetta mark nægi okkur til að sigra i mótinu. Við stöndum a.m.k. vel að vigi nU þegar mótið er hálfnað, og komum galvaskir i næsta leik.sem verður i janUar”. Valsmenn voru heppnir að koma með bæði stigin Ur Ur viður- eigninni við Fram. Sóknarleikur- inn var heldur slakur i siðari hálf- leiknum. en þá skoraði liðið ekki nema 4 mörk. Framarar gerðu það sama. en þeir voru um tima þrem mörkum undir i hálfleikn- um — 11:8. Þei voru einu marki undir i leikhléi — 9:8 — en voru siðast einu marki yfir 8:7 — rétt i lok fyrri hálfleiks. Eftir að Valur hafði komist i 11:8 minnkaði Fram bilið i 10:11 og voru þá 20 minUtur liðnar af síðari hálfleiknum. Valsmenn komust i 12:10, en Pálmi Páima- son jafnaði 12:12 þegar 4 minUtur voru til leiksloka. Var þá ýmis- legt bUið að gerast á vellinum — Arni Sverrisson Fram hitti t.d. ekki mannlaust markið og Olafi Benediktssyni Val hafði verið vis- að af leikvelli fyrir að bölva dóm- urunum. svo að eitthvað sé nefnt. Áhorfendur fengu auk þess að sjá skemmtilegan og fjörugan leik. þar sem varnarleikurinn og markvarslan hjá báðum var upp áþaðallra besta — sérstaklega i siðari hálfleiknum. Aftur á móti voru sóknaraðgerðir beggja TVEIR I DEILD í Tveir leikir fara fram i 2. deild karla i íslandsmótinu i hand- knattleik i kvöld — báðir i Laugardalshöllinni. Þá leika fyrst — ÍR — ÍBK og síðan KR — Fylkir. Staðan I 2. deild fyrir leikina I kvöld er þessi: ANNARI KVÖLD! KA ÍR KR Leiknir Þór Keflavík Fylkir Breiðabl. heldur einhæfar á köflum og runnu margar Ut i sandinn vegna klaufaskapar leikmanna. Má vera að ástæðan fyrir þvi hafi verið sU. að erfiðlega gekk að opna varnarveggina og tauga- spenna mikil hjá báðum. Framararnir, sem ekki geta státað sig af mörgum stjörnum, léku mjög vel i þessum leik — a. m.k. þegar boltinn var látinn ganga á milli manna, en það vildi stundum gleymast. Guðjón Er- lendsson átti góðan leik í mark- inu, og þeir Sigurbergur Sig- steinsson og Pétur Jóhannesson voru frábærir i vörninni. Vörnin hjá Val var einnig góð með Stefán Gunnarsson og Jó- hannes Stefánsson sem bestu menn og Ólaf Benediktsson vel vakandi i markinu. Þá áttu þeir einnig skemmtileg tilþrif bræð- urnir Jóhann Ingi og Steindór Gunnarsson og sömuleiðis Gunn- ar Björnsson, sem nU komst aftur á blað, eftir að hafa ekki skorað mark i fjórum leikjum með Val. ÍMörkin í leiknum skiptust nokkuð jafnt á milli leikmanna Vals, en þau skoruðu þessir: Gunnar Björnsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Jón Karlsson 2, Jón Pétursson 2, Þorbjörn Guð- mundsson 2, GuðjónMagnUsson 1 og Jóhannes Stefánsson I. Fyrir Fram skoruðu þessir/ Pálmi Pálmason 4 (2 viti), Hannes Leifsson 3, Arnar Guðlaugsson 3 og þeir Sigurbergur og Pétur 1 mark hvor. Dómarar leiksins voru Kjartan Steinbeck og Kristján Orn Ingi- bergsson. Dæmdu þeir þennan erfiða leik ágætlega, en voru stundum heldur of fljótir að flauta, og dæmdu of litið á bak- hrindingar, sem voru mjög áber- andi. — klp-r Lítill meistarabragur ó leik íslandsmeistaranna Víkingur útti í mestu erfiðleikum með Seltjarnarnesliðið Gróttu og mútti í lokin þakka fyrir að fú bœði stigin ,,Það er ekki vou að vel gangi, á ineðan viðskorum ekki úr dauða- færuni”, sagði Karl Benediktsson þjálfari íslandsmeistara Vikings i handknattleik. eftir að lið lians hafði unnið nauman sigur gegn Gróttu i I. doild i gærkvöldi. Þeg- ar tvær minútur voru til leiksloka var staðan jöfn 15:15, en þá var einum leikmanni Gróttu vikið af leikvelli og Vikingum tókst að skora tvösiðustu mörkin og sigra ileiknum 17:15. Naumara gat það varla verið. Eftir jafna byrjun náði Viking- ur mjöggóðum leikkafla. komst i 6:2 og voru menn farnir að búast við stórsigri þeirra i leiknum. En það \ ar nu öðru nær. á eftir fylgdi afar slæmur leikkafli og Gróttu tókstað vinna upp muninn — og i hálfleik var staðan orðin jöfn 7:7. Vikingur hafði svo forustuna lengstum i siðari hálfleik, en tókst samt aldrei að hrista Gróltu af sér. Mestur var munurinn fjögur mörk. 15:11 en þá fór allt úrskeið- is hjá Vikingsliðinu. Sigurgeir markvörður var kældur i tvær mintitur — ekkert gekk i sókninni og auðveld marktækifæri mistók- ust. Gróttumenn tviefldust hins vegar, allt gekk upp og þeim tókst að jafna 15:15. En þá var Magnúsi Sigurðssyni Gróttu visað af leik- velli — Páll skoraöi úr viti þegar 50 sekúndur voru til leiksloka, þá kom ótimabært skot á Vikings- markið og Stefán Halldórsson' innsiglaði sigur Vikings i leiknum með marki úr hraðaupphlaupi. Vikingsliðið er hálf tætingslegt um þessar mundir, góð vörn. festa og ylirvegaður sóknarleikur með vel útfaTðum hraðupphlaup- um sem einkenndi leik liðsins i fyrra og i lleykjavikurmótinu xirðist nú ekki fyrir hendi. S'mist gengur allt upp, eða þá ekki neilt i sókninni. voru sumir leikmenn- irnir algerlega bunir að missa trúna á sjálfa sig og hættir að þora aö skjóta. Þegar svo er kom- ið er tæplega von á góðu. Páll Björgvinsson var einna skástur i liði Vikings, sem þarf að taka sig verulega saman i andlitinu ef það á ekki að fá I.jóta útreið i Evrópu- leiknum gegn Gummersbach á laugardaginn. Gróttuliðið sýndi nú mun skárri leik en gegn Þrótti á sunnudag- inn, og munaði þar mestu um góða frammistöðu Guðmundar Ingimundarsonar i markinu sem varði oft mjög vel. Auk hans átti Atli Þór Héðinsson góðan leik og skoraði miirg mörk úr hornunum Mörk Vikings: Páll Björgvins- son 6 (2), Viggó Sigurðsson 4, Stefán Halldórsson 2, Þorb(>rgur Aðalsteinsson 2 og þeir Magnús Guðmundsson. Ólafur Jónsson og Skarphéðinn óskarssoneitt mark hver. Mörk Gróttu: Atli Þíir Héðins- son 6, Björn Pétursson 6 (3) og þeir Axel F'riðriksson. Magnús Sigurðsson og Árni Indriðason eitt mark hver. Leikinn dæmdi Gunnlaugur (iulldienguiimi Tommy Galt er strax kominn i vandræBi hjá Milford KC. Hann lendir i útistööum vift aftra leikmenn og yfirgefur heimili þjálfara sins. Bob Driscol, þar sem hann á aft búa Hjálmarsson og Valur Benidikts- son.og voru menn ekki á eitt sátt- ir með frammistöðu þeirra. -B B KR af stað með fjölbragðaglímu Yfir tuttugu islendingar hafa þegar látiö skrá sig sem þátttak- endur i nýrri iþróttagrein, sem hér á aö fara aö kenna. Þessi grein erliin geysivinsæla fjölbragöagiiina, eöa „Wrestling” eins og hún er aimennt kölluö erlendis. Þaö er Grétar Noröfjörö, iögregluþjónn, sem hefur veriö aöal- hvatamaöurinn að þessu, og hefur hann fengið hingaö einn fræg- asta fjölbragöaglimuþjálfara Bretlands, og mun hann kenna á námskeiöinu, sem hcfst annað kvöld i Melaskóianum. Hann kemur hingaö á vegum KR sem mun hafa sýnt þessu máii mikinn áhuga og aöstoöaö Gretar og félaga hans viö aö fá þjálfarann hingað. Fjölbragðaglima er mjög vinsæl erlendis, og cr in.a. oiympiugrein, en hér á landi hefur hún aldrei fyrr verið kennd, svoeinhverju nenii. —klp— Rússum gengur ekki vel í USA Sovéska landsliöiö i körfuknattleik, sem nú er á keppnisferða- lagi í Bandarikjunum, tapaöi i gærkvöldi fyrir Maryland Uni- versity. Munurinn var aöeins 4 stig — 100:96 fyrir bandariska liö- ið. Þetta var niundi leikur sovéska liösins i Bandarikjunum, og hefur liðiö sigraö i fjórum leikjum en tapað fimm. I Iciknum i gær —eins og i fyrri leikjum liösins — vakti Scrgei Belov mesta athygli, en hann skoraði 36 af 96 stigum liösins gegn Mary- land. —klp— „Austur-blokkin" mœtir ekki á HM Sovétrikin liafa ákvcöiö að taka ekki þátt i heimsmeistara- keppniniii i nútimaleikfimi sem á aö hcfjast i Madrid á Spáni á morgun. Talsmaöur fimleikasambands Sovétríkjanna, sem er eitt stærsta fiinleikasamband i heiminum, sagöi aö þaö væri vegna stjórnmálaástandsins á Spáni og vegna aftöku fimm- meiininganna þar á dögunum. Sovétrikin ásamt öörum Austur-Evrópuþjóöum, óskuöu eftir þvi i siöasta mánuöi aö mótiö yröi ekki haldiö á Spáni, en FIG- Alþjóöa fimleikasambandið varð ekki viö þeirri ósk. Aðeins fjórtán þjóöir munu senda þátttakcndur á mótiö og eru þaö: Vestur-Þýskaland, Austurriki, Belgia, Brasilia, Kanada, Bandarikin, Frakkland, Brctland, Israel, italia, Japan, Nýja Sjáland. Sviss og Spánn. —klp — íslensk framleiðsla Eigum á lager eftirtaldar trésmíðavélar Spónskurðarsagir Fjölblaðasagir MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Skeifan 5 sími 85260 ... .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.