Vísir


Vísir - 21.11.1975, Qupperneq 12

Vísir - 21.11.1975, Qupperneq 12
Föstudagur 21. nóvember 1975. visir Jöfnuðu á síðustu mínútunni Tékkóslóvakia og Austur-Þýskaland gerðu jafntefli — 1:1 — i fyrri leik þjóðanna i und- ankeppni olympiuleikanna i knattspyrnu i fyrrakvöld. Leikurinn fór fram i Prag og skoruðu aust- ur-þjóöverjarnir sitt mark átta mínútum fyrir lciksiok — Weisse — en tékkar jöfnuðu á siöustu minútunni, og var Bicovsky þar að verki. Með austur-þýska liðinu, sem nú er taliö nokkuð öruggt um að komast til Montreal, léku nokkrir leikmenn sem voru i liðinu, sem tapaði fyrir islenska landsliðinu á Laugar- dalsvellinum i vor, cins og frægt er. —klp— Allt frítt fyrir 16 til A-Þýskalands llandknattleiksráði Heykjavfkur hefur borist boð frá Austur-Þýskaiandi um að senda þangað til keppni Heykjavikurúval karla i handknattleik. Er þctta mjiig girnilcgt boð, þvf að það hljóöar upp á friar ferðir og uppihald fyrir sextán manna hóp, og er erfitt að hafna slfku kostaboði. Ekki er samt enn búið að ákveða, hvort því verðurtckið, og er ástæðan sú, að þessi borg- arkeppni vcröur um áramótin, en þá kemur hingaö landsliö Sovétrikjanna og rekst sú heimsókn á viö þetta boð. Búast má viö aö árekstur verði á milli HSI og HKRR ef IIKRH tekur þessu boði, því að í landsliöinu verða sjálfsagt margir reykvik- ingar. Kemur þá upp sú spurning, hvor eigi meiri rétt á þeim — landsliðið eöa félögin sem þeir leika fyrir og eru aðilar að HKRR. —klp— Spánn var á undan að skora — og það nœgði samkvœmt reglunum sem leikið var eftir Spánn sigraði i unglingakeppni landsliða f knattspyrnu — 20 ára og yngri — sem háð er i Monte Carlo á h verju hausti og þekkt er undir nafninu „Monaco unglingakcppnin”. I Urslitunum léku-spánverjarnir við sigur- vegarana ikeppninni í fyrra -- Frakkland — ogsigruðu 2:1 eftir framlengingu. Staðan var 1:1 að venjulegum leiklima loknum, en spán- verjarnir skoruðu á 10. minútu framlenging- arinnar og var þá leiknum hætt. Var þetta samkvæmt nýjum reglum, sem leikiðvar eftir, en i þessari keppni eru ætið leikiðeftir nýjum lögum og gerðar tilraunir með ýmsar breytingar. t þetta sinn voru t.d. allar hornspyrnurnar teknar frá vitateigi — likt og gert er hjá vngstu flokkunum hér — menn reknir út af f 10 minútur eða lengur fyrir brot - mark- verðinum leyft að hreifa sig að vild i vita- spyrnum, og annað eftir þvi. Sérfræðingar á vegum Knattspyrnusam- bands Evrópu og fleiri fylgjast siðan með hvernig þessar breytingar koma út, og gefa skýrslu til UEFA, sem siðan er unnið úr. — klp — ISLAND AFTUR I RIÐLI MED ÞEIM BESTU í EVRÓPU — Dregið var í undankeppni heimsmeistarakeppninnar í gœr og er ísland r í riðli með Hollandi, Belgíu og Norður-lrlandi island lenti meö Hol- landi/ Belgíu og Noröur-ír- landi í riðli þegar dregið var í undankeppni heims- meistarakeppninnar i Guatemala i gær. Fréttastofan Reuter og breska útvarpið BBC skýrði frá þvi að i fjórða riðli keppninnar hefðu tvær af bestu knattspyrnuþjóðunum i Evrópu, Holland og Belgia dreg- ist saman og hafi ísland og Norður-Irland verið óheppin að lenda i riðli með þessum sterku þjóðum. I siðustu HM keppni hafi hollendingar, belgar og islending- ar leikið saman i riðli og hafi úr- slitin i leik Islands og Hollands ráðið úrslitum um að hollending- ar komust áfram. Þeir hafi verið með jafnmörg stig og belgar en komist áfram á betra markahlut- falli. Hollendingar hlutu svo eins og kunnugt er silfurverðlaun i HM- keppninni, léku til úrslita við vestur-þjóðverja og töpuðu 2:1. Við munum þvi fá tækifæri til að sjá eitt besta knattspyrnulið heimsins leika hér á landi sem státar af leikmönnum eins og Johan Cruyff og Johan Neeskens. Riðlarnir i Evrópu eru niu og eru þannig skipaðir. 1. riðill: Pólland, Portúgal, Danmörk og Kýpur. 2. riðill: Italia, England, Finn- land og Luxemborg. :i. riðill: Austur-Þýskaland. Austurriki, Tyrkland og Malta. 4. riðill: Holland, Belgia, Norður-lrland og Island. 5. riðill: Búlgaria, Frakkland og Irska lýðveldið. (i. riðilí: Sviþjóð, Sviss og Noregur. 7. riðill: Skotland, Tékkóslóva- kia og Wales. 8. riðill: Júgóslavia, Spánn og Rúmenia. 9. riðill: Sovétrikin, Ungverja- land og Grikkland. Það lið sem sigrar i niunda riðl- inum verður að leika við lið frá Suður-Ameriku um réttinn til að komast i lokakeppnina. — BB Móttu Gunnar og Ólafur leika með FH í Osló? Sagt var frá þvi I einu norsku blaðanna fyrir leik FH og Oppsal i Osló á sunnudaginn, að FH ætti tvo leikmenn, sem hefðu verið með liöinu i fyrra „bröderne Einai’sson” og að Oppsal reiknaði fastlega með þvi, að FH myndi nota þá i leiknum, þó svo að þeir væru nú með vestur-þýskum handknattleiksliðum. Fullyrðir blaðið að i reglugerð- inni um Evrópukeppnina i hand- knattleik segi svo, að heimilt sé að nota leikmann eða leikmenn i Evrópukeppninni sem hafi leikið með viðkomandi liði á siðasta keppnistimabili, þótt svo að þeir leiki með öðru liði þetta keppnistimabil. „Við fréttum ekki af þessu fyrr en við komum til Noregs, en þá fóru þeir hjá Oppsal að tala um þetta og sögðu að þetta væri rétt,” sagði Geir Hallsteinsson, er við spurðum hann um þetta i morgun. „Ég er ekki alveg viss um að þetta sé svona, en ef svo er þá finnst mér sjálfsagt að athuga það að fá þá Gunnar og Einar i siðari leikinn hér heima, og þá ekki siður fyrir Viking, að nota Einar Magnússon i leikina við Gummersbach.” Við höfðum samband við Rós- mund Jónsson, markvörð Vik- ings, og spurðum hann hvobt Vik- ingur hefði nokkuð kannað þessa möguleika. Hann sagðist ekki hafa heyrt um þessa reglugerð, fyrr en nú, að við segðum honum frá þessu. „Ef þetta er rétt þá finnst mér sjálfsagt að kanna hvort unnt er að fá Einar i annan hvorn leikinn. Það er liklega orðið of seint að fá hann i leikinn hér heima, en við munum strax fara i að athuga þetta og gera okkar ráðstafanir.” —klp— MEÐ ILJARNAR UPP I LOFT! William Baxter, skotinn sem hingað er kominn til að kenna fjölbragðaglimu eða „Wresling” eins og iþróttin er kölluð erlendis, var með fyrstu æfinguna i gær- kvöldi. Þar sýndi hann nemendum sin- um nokkur brögð, og var ekki lengi að koma iljunum á þeim upp i loft eins og myndin hér til hliðar sýnir, en hana tók ljósmyndari okkar Einar Karlsson á æfingunni i gærkvöldi. Baxter þessi á að baki frækinn feril i grisk-rómverskri glimu og „FANGBRÖGÐUM” eins og ein- hver orðanefnd á vegum KR hef- ur ákveðið að kalla iþróttina hér á landi. Hann byrjaði að glima árið 1952 og hefur fjórum sinnum orðið breskur meistari i „Fangbrögð- um”. Þá hefur hann verið þjálfari breska landsliðsins i grisk-róm- verskri glimu siðan 1966. Siðast en ekki sist hefur hann fjórum sinnum orðið Skotlands- meistari i „Hryggspennu” ....... Já hryggspennu, sem hann segir sjálfurað sé upprunnin á Islandi, en nú er hvergi keppt i henni — a.m.k. opinberlega — nema i Skotlandi. —klp— Um kvöldiö l»aö d enginn fast iyrsta liöinuTommy Menn veröa aö vinna fyrir því og þú ert ekki nein undanteknmg! VÍSIR Föstudagur 21. nóvember 1975. ■rasw pdwwww! ■ ::::: „HEIMALNINGARNIR" EIGA LÍKA AÐ FÁ TÆKIFÆRI! Er hann úr leik? Alll útlit er fyrir að aust- ur-þjóðverjar verði án cins besla skiðastökkvara sins, Hans Georg Aschenbach, á vetrarolympiuleikunum ,i Innsbruck I febrúar. Hann þurfti aðganga undir- mjög erfiða skurðaðgerð á mjöðm nú í sumar, og hefur enn ekki náð sér, að sögn skiöastökkvara frá Aust- ur-Þýskalandi, og telja þeir að búið sé að aískrifa hann hjá a-þýsku olympiunefnd- inni. Þeir segja þó að Aschen- bach sé vis til að hlusta ekki á hana og mæta i keppnina, og verði erfitt að stöðva þennan fyrrverandi heims- meistara i þeirri ákvörðun sinni. ef hann ætli sér að fara. —klp— Bayern hrapar! Bayern Munchen hrapaði niður i fjórða sæti i „Bundérsligunni i Vest- ur-Þýskalandi um helgina er liöið tapaði fyrir VFL Bochum á útivelli 2:1. Borussia Munchenglad- bacli sigraði á sama tima Fortuna Dússcldorf 1:0og er nú i efsta sætinu með 20 slig. Næst kemur Eintraeht Brun- schweig með 18 stig en síöan Hamburg SV og Bavern Miinchen með 17 stig. —klp iuventusí efsta sœti Juventus náði forustunni i itölsku l. deildarkeppninni I knattspyrnu með þvi að sigra Milan á útivelli 1:0 um siðustu helgi. liefur Juventus aðeins tap- aö einu stigi i fyrstu sex leikjunum, og er þvi nú með II stig. N'æsta lið er N'apoli með 9 stig — tapaði fyrir Torino á útivelli 2:1 um helg- ina — en Torino er i þriðja sæti meö 8 slig. Þar á eftir koma þrjú lið, sem iill eru með 7 stig að loknum (i umferðum — Ces- ena. Milan og Bologna. klp öl Straufría sængurfataefnið er nu fyrirliggjandi í mörgum mynztrum og litum. j Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverjum sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reyni,ð Night and Day og sannfærizt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvik sími28200 ipjfHiiijiniiij • ím jijjiíi ms liiif ém'xiwí :ííi*;;:í ....... ........ ...........** ***"'“” ::®:-‘*KÍ?ií;jj lliiii lljillli: ÍHIIIÍ' jgj'ÍMöH Kiöóö' Lið VFL Gummersbach sem leikur gegn tslandsmeisturum Vikings ihandknattleik i laugardalshöllinni á laugardaginn kl. 15:00 og gegn llaukum á sunnudaginn. Aftari röð frá vinstri: Eugen Haas, þjálfari.Hansi Schmidt. Joachim Deckram, Klaus Westebbe, Werner Lettgen, Heiner Brand, Klaus Schlagheck, Rof Jaeger og Hans-Willi Kleine þjálfari. Fremri röð: Jochen Feldhoff, Joachim Henkels, Thomas Krokowski, Klaus Kater, Rainer Schumacher, Karl-Heinz Nolde, Manfred Globbc og Rolf van Kaldekerken. Nú þcgar aðal handknattleiks- vertiðin fer i hönd verður sjálf- sagt mörgum tiðrætt um, hver sé framtið islenska landsliðsins og félagsliðanna á þessum erfiðu timum. Búið er að fleyta rjómann ofan af liöunum og nú leika flestir af okkar bestu handknattleiks- mönnum með liðum i Vest- ur-Þýskalandi. Það er þvi ekki nema von að menn séu hálf kviðn- ir fyrir framtiðinni, þvi að nú ræður meðalmennskan rikjum eins og landsliðsþjálfarinn Viðar Simonarson sagði i viðtali við eitt af dagblöðunum nýlega. Það sést best á islandsmótinu þar sem haráttan hefur sjaldan verið jafn- ari og ekkert eitt lið sker sig þar úr. Er von að menn spyrji. — Hvað er til ráða? Auðvitað höldum við okkar striki eins og ekkert hafi i skorist. Það er ekki nema gott um það að segja, að góðir handknatt- leiksmenn sem þess eiga kost fari og leiki með erlendum liðum. Vonandi eiga flestir þeirra eftir að koma heim aftur reynslunni rikari og geta miðlað þekkingu sinni meðal leikmanna hér, þannig að eitthvað nýtt lærist. Eitt verðum við að varast, og það er að lýsa „frati” á þá leik- menn sem eftir eru. Þeir verða að fásin tækifæri —þvi með þvi móti eignumst viö „stjörnur” i stað þeirra sem fara til útlenda eða hætta. Núna nýlega sögðu tveir af okk- ar bestu badmintonmönnum, að þeir vildu fá hingað góða erlenda badmintonmenn til að leika við. Ef það yrði ekki gert, næðum við ekki mikið lengra. Sömu sögu er að segja úr körf.uboltanum. Þar er gengið lengst, þvi nú ieika hértveir bandarikjamenn með is- lenskum félagsliðum, og að sögn forystumanna er það gert til að lyfta iþróttinni upp. Það kemur manni þvi óneitan- lega spánskt fyrir sjónir þegar landsliðsþjálfarinn i handknatt- leik, Viðar Simonarson afþakkar boð um að landsliðið leiki við eitt besta félagslið heims — Gummersbach — þar sem hann er að undirbúa liðið fyrir erfið átök — þar sem undankeppni byggja upp úr þvi sem við höfum. Þarna gefst tækifæri til að leika við þá bestu i Þýskalandi. Það hefur aldrei brotið neitt lið niður að tapa leik — heldur þjappað þvi saman. Einnig fannst mér það koma sterklega til greina að láta landsliðið, 23 ára og yngri, leika við Gummersbach.” Karl Benediktsson, þjálfari Vikings og ÍR: „Auðvitað átti aö taka þessu boði og láta landsliðið leika við Gummersbach — jafn- vel þó það hafi ekkert æft saman að undanförnu. Þarna hefði verið hægt að skoða þá „kandidata” sem koma til greina, einmitt i leik við sterkt lið sem svipar til júgó- slavanna. Það reynir á hæfni manna að leika gegn liði eins og Gummersbach. Þeir hafa svipað- ar skyttur og júgóslavar og þvi hefði verið hægt að sjá viðbrögð okkar manna i vörn og i sókninni gegn ■ sterkri vörn og góðum markverði. Það gagnar ekki feimni iþessum málum. Þeir sem heima eru verða lika að öðlast reynslu.” Ingólfur óskarsson, Fram: „Við verðum að gefa þeim sem eftir eru tækifæri. Það eru til margir góðir'Jiandknattleiks- menn sem eiga framtiðina fyrir sig og þeim verðum við að sýna traust en ekki hunsa þá. Annars finnst mér skritið i öllum þessum látum i að sækja leikmenn frá Þýskalandi að aldrei skuli minnst á Jón Hjaltalin Magnússon sem leikur með sænska 1. deildar liðinu Lugi. Hann hefur staðið sig frábærlega vel og skorar fjögur til fimm mörk i leik. Það er t.d. sænskur landsliðsmaður sem er mikil skytta i liðinu og segir það best um getu Jóns að hann er ávallt markahærri en þessi sænski landsliðsmaður. Mér fannst lika koma sterklega til greina að láta landsliðið 23 ára og yngri leika við Gummersbach, eða þá einfaldlega annað úrvals- lið sem ekki hefði þurft að kalla landslið”.... — BB Olympiuleikanna er. Viðar ber þvi við að ekki sé hægt að ná i þá leikmenn i Þýskalandi sem eiga að vera burðarásirnir i liðinu i vetur. En hvað um hina sem heima eru? Hvers vegna ekki að gefa þeim tækifæri? Það hlýtur að iiggja i augum uppi að i fram- tiðinni getum við ekki haldið uppi landsliðsæfingum i Þýskalandi og þvi verðum við að treysta á þá Íeikmenn sem heima eru. Það hefur þegar sýnt sig m.a. með Gunnar Einarsson, sem leikur með Göppingen, að ef það hentar ekki félögunum, þá lána þau ekki leikmenn sina. Og þegar svo er komið þá er betra að vera búinn að undirbúa þá sem heima sitja! Við leituðum álits á hvað væri til ráða hjá þrem þekktum þjálf- urum i 1. deild og fara svör þeirra hér á eftir: Hilmar Björnsson þjálfari Vals: „Það er ekkert vafamál að við verðum að halda áfram að

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.