Vísir


Vísir - 27.11.1975, Qupperneq 1

Vísir - 27.11.1975, Qupperneq 1
<>5. árg. — Fimmtudagur 27. nóvember — 270. tbl. ÞEIR FÓRUST Þeir, sem fórust i eldsvoðanum að Óðinsgötu 4 i gær voru Gunn- ar Sigurðsson, fæddur 1928, Hall- dór Guðjónsson, fæddur 1919 og Jóhann Guðnason, fæddur 1923. Þeir voru allir ókvæntir. — ÓT. Dómarinn ritskoðun Gandhi hnekkti Indiru sjá erlendar fréttir bls. 6 N ✓ Hvernig bregstu við ef makinn heldur framhjá? ,,Þú heldur kannski að þú getir tekið framhjáhaldi með mestu ró, þar sem þú ert skynsöm vera sem tilheyrir breyttum tima? Þannig er það sjaldnast. Þann dag sem þú kemst að framhjáhaldi maka þins, bregst tilfinningalif þitt harkalega við.” Sjá Innsíðu bls. 10. Þeir hjá Þróunarstofnun Reykjavikurborgar hafa atvinnu af þvi að vera framsýnir. Þeir hafa meira að segja þegar gert tillögur um ný ibúðahvcrfi i nágrenni Reykjavikur sem eiga að rúma 40 til 00 þúsund ibúa. — sjá bls. 5. Minna prjál á amerískum bílum Ameriskir bilar hafa löngum verið hlaðnir miklu glingri, og iburð- urinn verið fram úr hófi. A 76 árgerðunum breytist þetta. Bilarnir eru heflaðri, minni, og með minni vélar. Sumar stóru tegundirnar er hætt að framleiða. — Sjá „Bilarnir og við” bls. 19. Söngkúnstin ekki lifibrauð hérlendis — segir óperusöngvarinn Stefán tslandi i viðtali við Visi i dag, i tilcfni af útkomu endurminningabókar hans. Stefán segist hafa gert scr ofan- greint Ijóst. Þess vegna fluttist hann til útlanda. — sjá bls.4. Daniel og Stcfán mættu til vinnu i inorgun og gerðu ekki ráð fyrir að mæta á útifundinum eftir hádegið. Vinna í fullum gangi í morgun Menn mættu viðast hvar til vinnu i morgun, þrátt fyrir áskoranir Sam- starfsnefndar um verndun landhelginnar um að menn tækju sér fri frá störfum i dag. I nokkrum skólum var þó ekki mætt i morgun. Sjá frásögn á baksiöu. Persónuleg skoðun Jóns mótar fiski- frœðileg rök hans álíta fiskifrœðingar um skýrslu yfirmanns síns Nokkrir fiskifræðingar Haf- rannsóknarstofnunarinnar sendu frá sér bréf í gær þar sem þeir telja þau rök setn Jón Jónsson, forstöðumaður llafrannsóknar- stofnunarinnar, færir frarn i álits- gerð sinni um samningsdrögin, ekki fiskifræðileg, heldur lituð af persónulegum skoðunum. Vísir hafði samband við Ingvar Hallgrimsson fiskifræðing i morgun og spurði hann hvort með þessu bréfi væru þeir að brigsla Jóni um pólitiskan undirlægju- hátt. ,,Nei, ég segi það nú ekki”, sagði Ingvar. „Það kemur fram i bréfinu sjálfu hvað við viljum segja. Við teljum að það endur- spegli ekki almennt okkar sjónar- mið. Við viljum benda á þá val- kosti sem við höfum gert grein fyrir i skýrslunni okkar. Við telj- um að fiskifræðileg rök skýrslunnar séu undir áhrifum persónulegra skoðana semjanda en komum ekkert inn á pólitik. Það má hver hafa sina pólitisku skoðun sem hann vill okkar vegna”. „Hreint fiski- fræðilegt mat”. ,,Ég tel að bréf mitt sé hreint faglegt mat á þeim valkostum sem fyrir hendi eru og mótmæli eindregið að eitthvað annað liggi að baki”, sagði Jón Jónsson. Varðandi ummæli Ingvars sagði Jón, að meinið væri að það væri ákaflega mikil pólitik i þeirra bréfi. „Mitt bréf er svar við þvi, hvernig virkar þetta. Ég tel mig svara þessu hreint fiski- fræðilega án nokkurs annars.” sagði Jón að lokum. -VS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.