Vísir - 27.11.1975, Page 2

Vísir - 27.11.1975, Page 2
risntsm: Ætlar þú að stunda einhverja vetrariþrótt i vetur? Björn Skaptason, 14 ára nemi: Já, já, skiði og skauta. Ég fer um hverja helgi annað hvort i Bláfjöll eðaHveradali og svoþegar ís er á tjörninni fer ég á skauta. Keynir Kristinsson, 15 ára nemi: Já, aðallega skiði. Ég hef svo gaman að þessu og maöur hittir svo margt fólk. Ég fer um hverja helgi og stundum oftar. Þórður Kristjánsson, bifreiðar- stj.: Nei, ég geri það nú ekki nú orðið, en hér áður fyrr stundaði ég oft sund. Ólafur Benediktsson, bensin- afgr.maður: Mig langar helst til að gera það, en ég hef ekki helg- arfri og þá er þetta helst stundað. Ég var oft á skautum hér áður fyrr en er hættur þvi seinni árin. Guðlaug Haildórsdóttir, 15 ára nemi:Ég er búin að vera á skaut- um siðan ég var lítil og ég fer oft meö fjölskyldunni upp i Bláfjöll á skiði og við höngum oft aftan i snjósleðanum hjá pabba. Eygló Guðmuiidsdóttir, kennari: Ég er að gera tilraun og erum að kaupa skiði handa börnunum. Það er byrjunin. Við erum búin að reyna skautana svo að nú eru það skiðin. • Fimmtudagur 27. nóvember 1975. vism LESENDUR HAFA ORÐIÐ Engar brems- ur ónýt hjél... HVERJIR ERU FOTA- OG MUNNMÁLARAR? Húsmóðir hringdi: Nú nýlega fékk ég sent i pósti jólakort frá félagi fóta- og munnmálara, ásamt giróseðli að upphæð 500 krónur sem óskað var eftir að ég greiddi og styrkti þannig starfsemina. Ég hef áhuga fyrir að vita hverjireru i þessum félagsskap, hverja er ég að styrkja ef ég kaupi þessi jólakort? Mér er ekki kunnugt um að i þessu fé- lagi séu islendingar, og ég hef engan áhuga á að'styrkja út- lendinga. Ég tek það fram að ég hef ekkert á móti þvi að styrkja ýmis liknarfélög, t.d. Blindra- vinafélagið og önnur islensk liknarfélög. Með þvi móti erum við að styrkja okkur sjálf, þvi enginn veit hvenær röðin kemur að honum sjálfum að njóta góðs af slikum félagsskap. Spurning min er þvi, hverjir eru i fóta- og munnmálarafélag- inu, eru það útlendingar eða is- lendingar? Visir sneri sér til Óttars Hall- dórssonar sem sér um fram- kvæmd á sölu kortanna hérlend- isog hann gaf þær upplýsingar að enn sem komið er eru engir islendingar i þessum félags- skap. Kortin sem seld eru hér eru máluð m.a. af norðurlanda- búum og fá málararnir prósentugreiðslu af hverju seldu korti. Hins vegar hefur i sambandi við pökkun og frágang hér- lendis, skapast vinna fyrir fólk bæði frá Sjálfsbjörg og Bjarkar- ási sem það hefur fengið greitt fyrir. 1 sumar voru hér fulltrúar frá þessum samtökum bæði hjá S.t.B.S. og Sjálfsbjörg til að kynna þessa starfsemi og kanna áhuga fólks hérlendis. Jafn- framt hafa samtökin boðið styrk og aðstoð til þeirra islendinga sem vildu prófa þetta. Þessi félagsskapur er nú starfandi i 32löndum og er þetta framtak bæklaðs fólks að skapa þessi listaverk og stofna sölu- samtök til að bjarga sér sjálft mjög óvenjulegt og virðingar- vert. Viggó Oddsson skrifar frá Jó- hannesarborg: Þótt islendingar séu yfirleitt pennalatir, eru þó ætið undan- tekningarfrá reglunni. Sumir fá flog af móðursýki og skrifa fjálglegar greinar, sannar og haugalygi um látið fólk, einkum i Moggann og Timann. Aðrar ritsmiðar eru frá fólki eins og „Sigriði i Hliðunum” að skammast úti strætisvagnana eða simann. Flestir skrifa aldrei, ekki einu sinni jólakort. Ég veit ekki einu sinni hvar flest systkini min eiga heima i þess- ari umhleypingasömu Reykja- vik og nágrenni. Nú er helvítið að skrifa Af tilviljun komst ég yfir skemmtilega sögu af einkavini minum, Eggerti heitnum Stefánssyni, söngvara. Þegar Eggert var i einstaklega slæmu skapi, átti hann það til að hringja i mig til að þiggja kaffi hjá sér og Leilu konu sinni, stundum skildi ég eftir flösku af borðvini hjá þessum einstæða manni. Sagt er um Eggert að það sé ætið hægt að endurtaka konsert ,,vegna fjölda áskor- ana”. Ég er ætið að fá bréf frá lslandi, annað slagið, með þakkir fyrir skrif min i Vísi. Ég á einn iéttlyndan frænda á Is- landi sem sendir mér stundum linu. Ein lýsingin á innanlands- málum var þannig: „Engar bremsur, ónýt hjól. allt i þessu fina lagi.” Ég las þetta visubrot i vina- hópi i Jóhannesarborg og einn islendingurinn hrifsaði af mér bréfið og sagði: ,,Nú hefur hel- vitið verið að skrifa um okkur”. Það er vist viða pottur brotinn, þar sem. islendingar búa. Endurtekinn konsert. Ég vildi feginn flytja til is- lands, þótt ég yrði að flytja úr minu húsi. frá ávaxtagarði og sundlaug i Jóhannesarborg. Hver er heimkoman: ,, — allir samningar lausir frá áramót- um, opinberir starfsmenn hafa sagt sig úr lögum við þjóðfélag- ið. Skipstjórar á fiskiskiptaflot- anum sigidu allir skipum sinum i höln og neituðu að róa. Frysti- liúsin hóta að hætta og sum eru stopp. Bankarnir lokaðir fyrir útlán, gjaldeyrissjóðir löngu uppurnir og viðskiptahallinn við útlönd hroðalegur — ”, það er ekki að ástæðulausu aö ég og önnur „helviti” séu að skrifa og spyrja á islensku: Hvert ertu að fara landi minn? Svonalagað öngþveiti þekkist ekki þar sem ég gisti. LIGGUR ÞÉR EITTHVAÐ Á HJARTAV Utanáskriftin er: VÍSIR c/o „Lesendabréf" Síðumúla 14 Reykjavík VAR EKKI SYNJAÐ Þörhallur Tryggvason hringdi: Vegna lesendabréfs i Visi 24. nóv. sem ber yfirskriftina „Öryrki fékk ekki lán” vil ég gera eftirfarandi athugasemdir. Þórarinn sá er bréfið fjallar um fékk ekki synjun um lán i Búnaðarbankanum. Hann kom i bankann og ræddi við mig og ég tók máli hans vel. Sagði ég hon- um að hann mætti senda vixil- blað samkvæmt þessu umtali okkar. Þegar blaðið svo kom i bank- ann voru á þvi verulegir form- gallar, þannig að ekki var hægt að kaupa vixilinn. Siðan hef ég ekki heyrt neitt frá þessum manni, vixilblaðið liggur enn hér hjá mér og málið er óafgreitt ennþá. Venjan er sú að fólk ýtir á eftir afgreiðslu mála sinna en Þórarinn hefur ekki haft samband við mig aft- ur. Öryrki Aðeins einn hringdi Klara Sigurðardóttir skrifar: „Mánudaginn 17. nóvember las ég smágrein i Visi sem bar yfirskriftina „Einn, tveir og þrir og ibúðin var fengin.” Flestu ætlist þið Visismenn til að fólk trúi. Það vill nú svo til að éghef leitað sjálf að ibúð i röska þrjá mánuði og það hefur svo sannarlega ekki gengið vel. A þessum þremur mánuðum er ég búin að auglýsa fjórum sinnum i Visi, fjórum sinnum i Dagblaðinu og einu sinni i Morgunblaðinu. Það hefur ekki nema einn maður hringt i öll þessi skipti. Auk þess hef ég svarað 15-20 tilboðum en allt hefur farið á sömu leið. Min saga er ekkert einsdæmi hvað þetta snertir. Sjaldan hef- ur verið eins erfitt að fá gott leiguhúsnæði og nú. Þvi væri fróðlegt að vita hvað „þolanlegt verð” þýðir. Þetta orðalag kemur fyrir i umræddri grein, og er mjög vill- andi. Sjálf tel ég mig hafa boðið sanngjarnt verð i öllum minum tilboðum, en ekkert orðið ágengt. Væri ekki ráðlegt að athuga ástandið i húsnæðismálum áður en þið farið að búa til svona greinar almenningi til aflestr- ar.” mmmmmmmmmmmam fékk ekki Þórarinn Björnsson. Laugar- I nestanga 9B kom aö máU viö I Vfai: „Ég er. 75% öryrki og fr -eiddar I örorkubætur um 40 dsund krönur á mánuöi. Þar þessi upphæö dugöi mér , fór ég I. BúnaÖarbankann 1 þess aö reyna aö fá lán. Lániö tlaöi ég aöeins aö taka til kkurra mánaöa. \ og börnin mln höfum átt pti viö Búnaöarbankann I ára, en samt gat ég ekki .*■

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.