Vísir - 27.11.1975, Page 3

Vísir - 27.11.1975, Page 3
3 VISIR Fimmtudagur 27. nóvcmbcr 1975. Sölustofnun lagmetis: ,/Byggt vor á of mikilli bjartsýni" ..Eftir á að hyggja hcfur vcrift byggt á of mikilli bjartsýni. Menn voru bjartsýnir á mikla sölu, en sú bjartsýni var ekki á rökum bvggð”. Þctta sögðu stjórnarmenn Sölustofnunar lagmetisiðnaðar- ins m.a. á blaðamannafundi sem þeir boðuðu til í gær. Þar var lögð fram greinargerð stjórnarinnar þar sem þeim vandaniálum sem við er að etja er lýst og gerö grein fyrir meginstefnu Sölustofnunarinn- ar i framtiðinni. Stofnunin hefur átt við margháttuð vandamál að etja. Mikil sölutregða hefur vcrið á stærstu inörkuðunum. Þá hefur hlaðist upp stór unibúöalager seni aukið hefur á lausaskuldir stofnunarinnar. Fram kom á blaðamanna- fundinum að það er stefna stjórnarinnar að gjörbreyta starfsháttum öllum. Ætlunin er að stofnunin geti staðið algjör- lega á eigin fótum. Enda lýkur eftir tvö ár því timabili sem Sölustofnunin nýtur framlags úr rikissjóði. Og þvi þarf mikið átak til þess að hdn geti orðið sem sjálfstæðust. Jafnframt er það ætlun stjórnarinnar að Sölustofnun lagmetisiðnaðarins verði hreinn umboðsaðili framleið- enda. Þannig munu framleið- endur sjá um öll umbúðakaup sjálfir i stað þess að sölustofn- unin sjái um slikt eins og hingað til hetur tiðkast. — EKG. Boranir fyrir akureyringa kosta 86 milliónir kr. Áætlaður kostnaður við borun eftir heitu vatni fyrir Akureyri, er 86,5 milljónir króna. Borunin fer fram að Syðra-Laugalandi við Eyjafjörð. Stærsti hluti kostnaðarins er borunin sjálf, rúmar 73 milljónir króna. Enannar kostnaður er alls 13,4 miiljónir. Akureyrarbær greiðir 40% bor- unarinnar en Orkusjóður mun lána 43,8 milljónir króna, sem er 60% kostnaðarins. Loks mun Byggðasjóður lána sem næst 13 milljónum króna til verksins. Þegar eru hafnar boranir að Syðra-Laugalandi, Jötunn byrj- aði að bora sl. laugardag. Búist er við að boranirnar taki rúmlega tvo mánuði. Þannig ætti árangur þeirra að liggja ljós fyrir i byrjun næsta árs. — EKG Endurmenntun manna í rafiðn Hér á landi hefur starfað um hrið sam- starfsnefnd rafverk- taka og rafvirkja um námskeiðahald. Nefnd- in sem nefnist Eftir- menntunarnefnd hefur á þessu ári haldið 17 námskeið viðsvegar um landið með þátt- töku um 240 rafiðnað- armanna. Með þessum námskeiðum hafa rafiðnaðarmenn riðið á vaðið hvað snertir endurmennt- un iðnaðarmanna. Dagana 9.11. nóvembersl. var haldin ráðstefna á vegum NEUK sem tekið hefur fyrir menntun rafiðnaðarmanna á Norðurlöndum. Lagði ráð- stefnan þunga áherslu á að grunnmenntun rafiðnaðar- manna sé sifellt i endurskoðun. Bent var á að vel skipulögð endurmenntun rafiðnaðar- manna sé nauðsynleg vegna örra tækninýjunga við nýtingu raforku. —EKG Gisli og Ólafur leyfðu kisu að setjast i snjóþotuna en þorðu ekki að fara i „brun” rneð hana. Ljósm. Bragi Kisa vildi á snjóþotu — Nei, við eigum ekkert i þess ari kisu. Ilún kom bara og vildi endilega leika við okkur, sögðu þeir Gisli Þórðarson og Ólalur Eggert Guðmundsson, þegar við hittum þá i Ártúnsbrekkunni i gær. Þeir félagar voru þar ásamt stórum liópí annarra krakka að þeysast niöur brekkuna i snjóþotum. Ekki höfðu þeir þó boðið kisu far. — Hún vill gjarnan láta lialda á sér, kannske er henni kalt á fótun- iiin. sagði Gisli. Kisa fékk að setjast i snjóþotuna. en félagarnir voru hræddir um að meiða hana ef þeir yltu með hana á ferð, svo hún varð að láta sér nægja að horla á. Ekki var að sjá að kisa væri illa haldin af kulda. Þaö var galsi i henni og hún sentist fram og aftur þegar þeir Gisli og Ólafur stigu um borð i þotur sinar. Þeir eru þarna i sinni einkabrekku. með stökkpalli og tilheyrandi. Hinir krakkarnir voru aðeins lengra í burtu þar sem þeir áttu ekki á hættu að fara i loftköstum. Það var mikið um hróp og hlátrasköll og auðsjánlegt. að krakkarnir voru alveg laus við áhyggjur þær sem þungbúnir bilstjórar hafa þegar snjó leggst yfir landið Brun- inn Slökkviliösmenn þurftu aö setja á sig reykköf unar- tæki fyrst þegar þeir fóru inn í Óðinsgötu 4. Þegar búið var aö f lytja íbúana út og ráöa niðurlögum eldsins tóku þeir til óspilltra mál- anna við aö hreinsa til. (Myndir JIM.)

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.