Vísir - 27.11.1975, Side 7

Vísir - 27.11.1975, Side 7
vtsœ Fimmtudagur 27. nóvember 1975. LÖND | IVIORGUN UTLÖNDÉ MORGUN UTLÖND I MORGUN Umsjón: Guðmundur Pétursson Ford Bandaríkjaforseti skýrði frá því í gær að hann hefði bannað leyni- þjónustunni áætlanagerð um ad taka erlenda leið- toga af lifi. Þetta kom fram hjá Ford á Blaðamannafundi sem sjónvarp- að var eftir.að rannsóknarnefnd þingsins hafði látið frá sér fara ýtarlega skýrslu um ráðabrugg CIA til höfuðs fimm erlendum þjóöarleiötogum —■ þar á meðal Fidel Castro. ,,Ég hef gefið öllum deildum leyniþjónustunnar sérstök fyrir- mæli um að meöan ég er forseti megi ekki undir neinum kringum- stæöum gera áætlanir um að drepa erlenda leiötoga," svaraði Ford spurningu sem fyrir hann var lögð á fundinum, Hann sagði aö jafnfraint heföu veriðgefin fyrirmæli um að leyni- lögreglan mætti ekki brjótá á þegnum Bandarikj^anna mann- réttindaiákvæði stjórnarskrár- innar. Ford lofar New York efnahags- aðstoð ríkissjóðs New York hélt upp á ,, Þ akkarg jör ðarda g ’ ’ Bandarikjamanna með þvi að herða sultar- ólina enn eitt tak meðan fagnað var rikisaðstoðinni sem Ford forseti hefur lofað borginni á elleftu stundu. Forsetinn sem statt og stööugt hefur spomaö gegn því að rikis- sjóöur hlypi undir skulda- baggann meö New York, gladdi átta milljónir Nýju-Jórvfkinga i gærkvöldi meö þvl að tilkynna þeim að hann ætlaöi að leggja fyrir þingiö tillögu um rikisá- byrgö á lánum þeirra — allt aö 2,300 milljón dollara á ári fram til 1978. En Ford geröi borgar- stjórninni það ljóst um leið, að hún gæti ekki slakað á sparnaðarviðleitninni. Sagði hann henni óspart til syndanna og kvað hana veröa að bæta ráö sitt. Forsetinn sagði lánin ákveðn- um skilyrðum bundin, og hefur borgarstjórnin fallist á þau. Ford þykir þarna hafa nánast hnuplað björgunarheiðrinum frá þinginu sem hefur haft til umræöu að undanförnu lánsað- stoð við New York. Hann útskýröi, hve honum hefði snúist hugur varðandi rikisaöstoö til handa N.Y. með þvi að borgin hefði mjög bætt ráð sitt og tekistaö skera niður eyðsluna. Hann vildi þó þakka þann árangur borgaryfirvalda þvi hve fast hann sjálfur hefði lagt að þeim að draga Ur kostnaðinum. ,,í hreinskilni sagt undrar þaö mig hvað þeim hefur áunnist I þessu efni,” sagði Ford. — „Fyrir nokkrum mánuðum var okkur sagt að ekkert af þessu værilnögulegtogNew York gæti ekki á eigin spýtur glimt viö vandann. Núer þetta hins vegar gert.” New York sem þykir skatt- þyngsta borg USA hefur samþykkt auknar skattaálögur til að afla 205 milljóna dollara til viðbótar. — Að undanförnu hefur starfsfólki borgarinnar verið fækkað um 40.000 meö þvi að loka nokkrum skólum, slökkviliðsstöðvum, lögreglu- stöðvum og stöðva byggingar- framkvæmdir. Hugh Carey fylkisstjóri New York lét eftir sér hafa i gær- kvöldi þegar Ford hafði kunngert rikisaðstoðina að þessi ákvöröun mundi bjarga New York frá gjaldþroti. Hann varaði þó New York-búa við þvi að erfiðir timar væru fram- undan. Nýju Jórvikingar hafa fylkt liöi til aö berjast fyrir borginni sinni. Göngur hafa veriö farnar til áréttingar kröfum um að borginni verði bjargaö úr skuldafeninu. ótal útifundir og samþykktir hafa fylgt á eftir. Slökkviiiösmenn sendu þennan loftbelg upp með áletruninni: „Við elskum New York”. Eftir tilkynningu Fords forseta vlrðist nú rofa til á fjármóla- himni stórborgarinnar. f undin sek um morðtilraun Kviödómurinn i máii ákæru- valdsins gegn Lynette Fromme fann hana seka um tilraun til þess aö ráöa Gerald Ford forseta af dögum. Fromme, fyrsta konan sem ákærð hefur verið fyrir morðtilraun á Bandarikjaforsta, getur hugsanlega átt yfir höföi sér ævilangt fangelsi, samkvæmt lögum sem sett voru 1965 eftir morðiö á Kennedy forseta. Dómurinn kveður upp refsi- dóminn yfir henni þann 17. desember. Þegar niöurstaða kviödómsins var birt i réttinum i morgun var hin rauðhærða hippastúlka ekki viöstödd. — Hún hefur neitaö að koma fyrir réttinn siðan dóm- arinn neitaði henni um aö leiða moröingjann Charles Manson til vitnis i vörn hennar. Niðurstaðan kom nokkuð á óvart þvi kvisast hafði út úr fundarherbergi kviðdómenda aö þeir væru þess sinnis að'sakfella hana um árás en ekki morðtilraun. Viðurlög við árásar- sökeru hámark 10 ár i fangelsi. — Kviðdómurinn var 19 klukku- stundir aö komast aö niöurstöðu. FORD FORSETI BANNAR CIA ALLAR MORÐÁÆTLANIR... Lurie hendir gaman að biðlun Fords til kjósenda Reagans sem notið hefur meiri vin- sælda meðal ihaldssamari afla repú- b I i k a n a - flokksins.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.