Vísir - 27.11.1975, Síða 10
10
Hvað
gerirðu
ef
þú
kemst
að
því
að
maki
þinn
hefur
haldið
fram-
hjó
7
•
— og hvað
er það að
vera ótrúr?
Fimmtudagur 27. nóvember 1975. VISIR
l>á nótt liggur hún andvaka.
Eiginmaðurinn setur i öðru
herbcrgi. Það siðasta sem hún
kallaði til hans var: „Farðu til
andskotans — ég vil ekki sjá þig
framar.” t marga tima hcfur
hún legið og hugsað og hatað.
Um kvöldið höfðu þau haft
það svo ágætt. Eftir 8 ára hjóna-
band höfðu þau verið eins og ný-
gift. Þá kom áfallið.
„Ég hef verið þér ótrúr. Ég vil
segja þér frá þvi. Það var stúlka
á skrifstofunni..... Ég hafði
drukkið mikið þetta kvöld. Ég
veit ekki hvernig þetta atvikað-
ist, en við vorunt allt i einu i
rúminu hennar. Þú getur ekki
imyndað þér hvernig mér hefur
liðið.... —en þetta kemur aldrei
fyrir aftur."
NÚ ER LÍFIÐ
ÞÝÐINGARLAUST
Hann talar og talar, en hún
heyrir varla hvað hann segir.
Það er eins og ókunn rödd tali til
hennar, um eitthvað sem kemur
henni ekki við.
Það er ómögulegt, það er
ómögulegt. Annað kemst ekki
að. Siðan kemur reiðin, og þeg-
ar hann ætlar að reyna að setj-
ast hjá henni, æpir hún: „Snertu
mig ekki.”
Siðan tekur við hræðilegt
rifrildi. Það er eins og tilveran
hafi hrunið. Hún hafði treyst
honum, og nú er lifið þýðingar-
laust. Um leiö man hún eftir þvi,
að hún hefur hugsað um það
áður, hvernig hún brygðist við
ef eitthvað slikt henti.
f hverju hjónabandi má alltaf
eiga von á sliku hjá báðum, en
hún var viss um að hún tæki
sliku með ró. Samband þeirra
var of náið, til þess að slikt vixl-
spor mætti hafa slæm áhrif.
HVERNIG
MYNDIR ÞÚ
BREGÐAST VIÐ?
Það getur tekið langan tima
aö jafna sig á sliku. I sumum til-
fellum biöur makinn þess aldrei
bætur. Hvernig myndir þú
bregðast við? Kannski heldurðu
að þú sért róleg og skynsöm
persóna, sem tilheyrir nýjum
breyttum tima og getir tekiö
framhjáhaldi maka þins meö
mestu ró.
En þannig er það sjaldnast.
Þann dag sem þú kemst að þvi
aö maki þinn hefur veriö þér
ótrúr, mun tilfinningalif þitt
bregðast harkalega við.
Þú verður bitur yfir þvi að
hann eða hún hefur svikið þig.
Þú munt jafnvel hata maka þinn
og þessi reynsla skilur eftir sig
djúp spor. Skynsemi og tilfinn-_
ingar starfa ekki saman undir
þessum kringumstæðum. Það
eru tilfinningarnar sem hafa
yfirhöndina. Sumir reyna
kannski að dylja þær, en það er
rangt.
BITURLEIKINN,
HATRIÐ OG
VONBRIGÐIN...
Það er rétt og nauðsynlegt að
leyfa tilfinningum að koma i
ljós. Biturleikinn, hatrið og von-
brigðin verða að fá að koma
fram. Ef ekki, losnarðu ekki við
þær tilfinningar, og aðstaðan
verður enn erfiðari en hún þeg-
ar er.
Ef þú sýnir maka þinum ekki
tilfinningar þinar, mætti
kannski segja að þú værir að
koma honum i skilning um að
þér sé sama um hann. Og hverju
hefur hann þá verið ótrúr?
Það er ekki fyrr en tilfinning-
arnar hafa fengið útrás, sem
skynsemin tekur við. Stundum
hendir það þó að viðkomandi
verður að fá utanaðkomandi
hjálp.
HVERSVEGNA AÐ
VIÐURKENNA
FRAMHJÁHALD?
Daglega dylja hjón hvort ann-
að einhverju, að minnsta kosti i
mörgum tilfellum. „Þetta segi
ég honum ekki — hann yrði vit-
laus.” Eitthvað þessu likt
kannski. Stundum vita hjón
meira að segja litið um hvort
annað, þó þau telji sig þekkja
hvort annað vel.
En hversvegna þá að viður-
kenna framhjáhald? Það er
fyrst þá sem þú setur hjóna-
bandið i hættu. Konan þin viður-
kennir ekki fyrir þér að hún hafi
verið þér trú, þó tilefni hafi
verið til annars. Að minnsta
kosti ekki alltaf. Þvi skyldi hún
þá viðurkenna að hún var ótrú?
Kannski heldur sá aðilinn sem
hélt framhjá ekki út með sam-
viskubit sitt, og ef til vill hefur
hann, án þess að vita það,
löngun til þess að særa maka
sinn.
AÐ VERA SJÁLFUM
SÉR ÓTRÚR
viðurkenna fyrir sjálfúm sér, að
maður getur haft tilfinningar
gagnvart öðrum en þeim sem
maður er giftur. Hugsanir og
verknaður er tvennt ólikt.
EKKERT TIL AÐ
SKAMMAST SÍN
FYRIR..
Það er eðlilegt að finna hjá
sér löngun til þess að vera með
öðrum eða annarri og að hugsa
um það. Það er ekkert til þess
aö skammast sin fyrir. Með þvi
að leyfa tilfinningum að brjótast
fram, lærir maður einmitt
hvernig maður bregst við, og
hefur um leið möguleika til þess
að fást við og ráða tilfinningun-
um.
En hvers vegna er fólk hrætt
við að tala við hvort annað um
þessa hluti? Liklega eru báðir
aðilar hræddir við viðbrögð
hins. Við höfum lika aldrei lært
að tala um tilfinningar. Við
reynum að komast hjá þvi. Og
samt er það eina leiðin til þess
að ná virkilega til einnar mann-
veru.
ÞEIR SEM BÚA
„FRJÁLST” SAMAN
Við lesum og heyrum um fólk,
sem býr saman ógift. Báðir
aðilar hafa fullt leyfi til þess að
vera með hverjum sem þeim
sýnist. Þú reynir að setja þig i
þeirra spor og imyndar þér
hvernig það væri i þinu hjóna-
bandi.
En það eru fáar manneskjur
sem geta búið þannig saman. 1
mörgum tilfellum er slikt sam-
band dæmt til þess að slitna fyrr
eða siðar. Það sýnir reynslan.
Svona samband gengur kannski
stuttan tima hjá ungu fólki, en
oft sýnir það, að ástin er ekki
svo sterk, og jafnvel alls ekki
fyrir hendi.
Finnst þér að maki þinn megi
gera hvað sem hann vill, nema
það að sofa hjá öðrum?
HVAÐ ER AÐ
VERA ÓTRÚR?
Ef til vill hefur þig einhvern
tima langað til þess að halda
framhjá með einhverjim sér-
stökum, En þú gerðir það ekki
þó þig langaði ákaflega mikið til
þess. En þá varstu einmitt ótrú
eða ótrúr! Þú varst það gagn-
vart þinum eigin tilfinnginum.
Og það var ekki skynsemi sem
kom i veg fyrir framhjáhaldiö
heldur hræðslan við það sem þú
hélst að það kynni að leiða af
sér.
Að vera eigin tilfinningum
ótrúr er kannski nauðsynlegt til
þess að setja gott hjónaband
ekki i hættu. Það er ekki hægt að
fá allt. En það er nauðsynlegt að
, Þú færð að vita að konan þin
hefur um langan tima hitt
vinnufélaga sinn sem er karl-
maður. Þau hafa ekki eingöngu
boröað saman i hádeginu,
heldur hafa þau verið saman á
kvöldin, þegar hún hefur sagst
vera að gera eitthvað annað.
Þau hafa farið i bió, á veit-
ingastaöi, eða setið heima hjá
honum og talað saman. Þau
hafa sést saman og virst ást-
fangin.
Konan þin viðurkennir þetta,
þegar þú spyrð hana. En hún
sver að hún hafi aldrei sængað
með manninum eða að sér hafi
nokkurn tima flogið þaö i hug.
Hún vill aðeins tala við ein-
hvern, sem er eitthvað sem þið
gerið orðið mjög litið af.
Mundir þú anda léttar, vegna
þess að hún fór ekki i rúmið með
honum, eða verðurðu sár og
finnst þér þetta enn verra
heldur en að vera ótrúr likam-
lega?
LANGVARANDI SAM-
BAND ER ÞAÐ
ERFIÐASTA
„Andlegt framhjáhald” er
oftast miklu verra en það
likamlega. En makinn verður
að hafa visst frelsi. Sá sem
maður elskar, fullnægir ekki
alltaf öllum manns þörfum.
Ef eiginmaðurinn hefur t.d.
áhuga fyrir tónlist, sem þú
hefur alls ekki og reynir ekki
einu sinni að hafa áhuga fyrir
þessu áhugamáli háns. þá er
það ekki að vera ótrúr, þó hann
fari endrum og eins með konu á
tónleika.
Hún hefur sama áhugamálið,
og þau hafa gaman af að ræða
það. Það er hins vegar að vera
ótrúr, þegar hann fer með ann-
arri konu, þó svo þú viljir fara
og sýnir áhuga fyrir tónlistinni.
En það versta sem fyrir kem-
ur, er langvarandi samband
manns eða konu við hitt kynið,
þegar hjónabandið er þegar
fyrir hendi.
AÐ LIFA MEÐ FRAM-
HJÁHALD SEM
STÖÐUGAN MÖGU-
LEIKA GETUM VIÐ
EKKI
Ef þú kemst að langvarandi
sambandi maka þins og annarr-
ar konu eða karlmanns, og maki
þinn segir þér að- hann elski
þennan aðila jafnt og þig, og að
hann geti ekki valið, er það eina
rétta, að slita sambúðinni.
Sumir kysu kannski frekar að
biða og lifa i voninni um að
makinn yröi þreyttur á hinum
eða hinni, og það er kannski
eðlilegt, en leysir engin vanda-
mál. Það er betra að flytja i
burtu. Það er þá hægt að segja
maka sinum að ef hann verður
þreyttur á hinum aðilanum, þá
megi hann athuga hvort sam-
band ykkar geti gengið áfram.
Þaö er ekki fyrr en þið hafiö
slitið samvistum, sem hann eða
hún getur tekið ákvörðun.
En framhjáhald, sem kemur
fyrir einu sinni, er hægt að kom-
ast yfir og gleyma að mestu, en
að lifa með framhjáhald sem
stöðugan möguleika, — það
getur enginn i dag. Við erum
ekki nógu sterk til þess að við
getum til lengdar unnt hinum
aðilanum að lenda i „ævintýri”
endrum og eins.
— EA