Vísir - 28.11.1975, Síða 9
vism Föstudagur 28. nóvember 1975.
cTyienningarmál
Pylsur með öllu
Sagan af Dúdúdú
eftir örn Snorrason
Halldór Pétursson teiknaði
myndir
Bókaútgáfa Þórhalls Bjarna-
sonar.
Ég tek ofan hattinn fyrir
þeim, sem skrifa bækur handa
börnum. Þótt það sé ekki í min-
um verkahring að skrifa um
Örn Snorrason.
þær bækur, þá vill svo til að á
minar fjörur hefur rekið söguna
af DUdúdú eftir örn Snorrason
fyrrum kennara. örn er gaman-
málahöfundur og gerði i þrjú ár
samfleytt ársúttektina Skugga-
baldur, ásamt Halldóri Péturs-
syni, en hann hefur einnig áður
skrifað fyrir börn og unglinga.
Þvi fólki er mikill vandi á
höndum, sem skrifa svonefndar
barnabækur. Börn eru vitrir
lesendur fyrir utan að vera þeir
þakklátustu. Og góðar barna-
bækur geta gert ungviðið að
bókavinum ævilangt. Leiðinleg-
ar bækur geta gert annan eins
hóp andstæðan rituðu máli og
vantrúaðan á skemmtun i bók-
um. Lögð hefur verið áherzla á
uppeldisgildi barnabóka, og
sýnist sitt hverjum. Og satt er
það, að óþarft virðist vera að
halda mjög fram fallegu og
góðu kóngafólki og prúðum
prinsessum, einkum af þvi litið
er orðið um sh'kt fólk, og svo
hitt, að slfkt fólk hefur ekki sýnt
af sér nein gæði umfram aðra
nema siður væri á stundum. Þá
eru börn of vitur til að meðtaka
bjálfaleg ævintýri, og þau seil-
ast furðu fljótt eftir lesningu
fullorðinna, þar sem þau álita
að alvaran búi.
örn Snorrason hefur i þetta
sinn skrifar ævintýri um
dverga. Það er fólk að skapi
barna. Allir eru þessir dvergar
með mismunandi stór kartöflu-
nef eða gulrótarnef, og sögu-
hetjan, Dúdúdú, er með nef úr
gullauga eða það bintjenef eða
kannskigulrótarnef. Það skiptir
ekki svo ýkja miklu máli. Sagan
segir frá foreldrum hans og
ferðum hans og mannraunum i
riki Bi konungs i Dvergabyggð
27, þar sem hann reynir að ná
ástum konungsdótturinnar.
öðru hverju slær fyrir kunn-
uglegu efni, eins og pylsum og
sinnepi, sem er mikil dverga-
fæða. Aftur á móti sakna ég
frensfræ og túmatsósu, sem er
llka dvergafæða, eins og börn
ættu gerzt að vita. Það er svo
ekki um að villast að sagan fær
góðan endi, þótt ekkert kóngs-
riki fylgi. enda veit nú enginn
lengur hvernig svoleiðis riki lit-
ur út.
Örn Snorrason er gaman-
samur höfundur og fer dverga-
saga hans ekki varhluta af þvi.
Jafnframt treystir hann vel á
skilning barna, vegna þess að
hann gerir nokkrar kröfur til
þeirra, eins og gjarnan er rétt.
Sú var tíðin að börn lærðu að
lesa á fullorðinna bækur og lásu
kannski Knyttlingu um átta ára
aldurinn og bibliuna (Esekiel)
og Heimskringlu um fermingu.
Nú er öllu skipað á bása kyn-
slóðabila og barnstiðar.
Dvergasaga Arnar hokrar ekki
að slikum tilskipunum. Barna-
bókahöfundum ætti að vera nóg
að þykja vönt um börn. örn er i
hópi slikra höfunda og kann á
ævintýrið. Teikningar Halldórs
Péturssonar eru mjög við hæfi,
þótt hann hafi ekki alfarið tekið
sér til fyrirmyndar þær tegund-
ir kartaflna eða gulræturnar,
sem örn nefjar með persónur
sinar. Og þar sem myndirnar
eru ekki i litum sjást ekki hin
bláu skegg. En imyndunarafl
lesandans þarf enga hvatningu i
myndum. Það yrkir hvort sem
er i sífellu.
Indriði G. Þorsteinsson
1BOKMENNTIR
Indriði G.
Þorsteinsson
skrifar
Fyrirrennarar frímúrara
Efraim Briem:
LAUNHELGAR OG LOKUÐ
FÉLÖG.
Björn Magnússon islenzkaði.
Útg. Leiftur.
Frimúrarar eru mjög milli
tannanna á Islendingum (stutt
siðan ein stjórnmálasamtök
ungs fólks mæltu með ofsóknum
á hendur reglunni) og fátt sem
kitlar meira forvitni fólks en
pukur þess virðulega félags-
skapar. Honum er þessi bók að
vissu leyti tengd. Höfundurinn
dáir mjög hinn trúarlega þátt
frimúrarastarfsins, en hann er
lika hálærður guðfræðingur og
trúarbragðafræðingur.og I bók-
inni notar hann lærdóm sinn til
að rekja og túlka þá þætti trúar-
bragðasögunnar er honum
þykja sambærilegir við hætti
nútimafrlmúrara eða benda
fram til þeirra. Þetta gerir hann
á sjálfstæðan og fræðilegan
hátt, rökræðir mikið og vitnar i
heimildir, setur fram eigin
kenningar og setur að bókarlok-
um formlega tilvitnanaskrá
með um 350 númerum.
Kjarni bókarinnar fjallar um
leynifélög og launhelgar i Mið-
jarðarbotnum i fornöld, sér-
staklega ósirisdýrkun
Forn-Egypta, launhelgar
BOKMENNTIR
Helgi Skúli
Kjartansson
skrifar
Grikkja i Elevsis.og launhelgar
goðanna Attisar, ísisar og
Miþra sem breiddust út um
heimsveldi Alexanders mikla og
siðan Rómverja. Auk þess sem
lesandinn fræðist um launhelg-
arnar sjálfar, fær hann tals-
verðar upplýsingar um annað
trúarlif þessa tima og um trúar-
legt umhverfi frumkirkjunnar i
Rðmaveldi. í leiðinni er rætt um
musterisrústir Mesopótamiu
(Babelsturninn m.a.), firrur
pýramiðaspekinnar, margar
skemmtilegar goðsagnir og fjöl-
margt annað.
A undan þessu aðalefni er
fjallað um skyld eða áþekk
fyrirbæri i trú og siðum
frumstæðra þjóða og viða komið
við, en óhjákvæmilega á nokkuð
sundurlausan hátt.
Siðustu karlar bókarinnar eru
svo um gyðingleg og kristin
leynifélög. Þar segir frá Esse-
um (Essenum), sem e.t.v. má
kalla munkareglu skylda
Fariseum, frá vissum laun-
helgaeinkennum frumkristn-
innar og munkareglnanna, frá
musterisriddarareglunni og
hinum sögulegu endalokum
hennar, frá Rósakrossreglunni
(sem nú er orðin samvaxin fri-
múrarahreyfingunn), og loks
frá þróun frimúrarafélagsskap-
arins sjálfs fram á 18. öld, er
hann hafði tekið á sig nokkurn
veginn nútimalega mynd. 1 öllu
þessu er höfundur gagnrýninn
og ályktar varlega. Hann visar
á bug sögnum um dularfulla
hjáguðadýrkun misterisridd-
ara, svo og öllum hinum leynd-
ardómsfullu arfsögnum Rósa-
krossriddara (semm hann telur
hafa soðið reglu sina upp úr
reyfarasögum frá 17. öld!) og
Frimúrara.
LAUNHELGAR OG LOKUÐ
FÉLÖG er mikil bók vöxtum og
heil náma af fróðleik, en þar eð
höfundurheldurfræðilegaá efni
sinu og gerir sér litið far um að
matreiða það á léttlæsilegan
hátt, þarf nokkra fróðleiksfýsn
til að lesa hana sér til skemmt-
unar.
Galli er það á bókinni hve
gömul hún er, gefin út á frum-
máli (sænsku) 1932, en það er
eðli fræðirita að úreldast. Sér-
staklega er fyrstu köflum bók-
arinnar hætt við að eldast illa,
þvi að þeir fjalla um efni fyrir
utan eiginlega sérfræði höfund-
arins þar sem miklar framfarir
hafa orðið á siðustu áratugum.
Um Essea hafa komið fram nýj-
ar heimildir (Dauðahafshand-
ritin frá Qumran) sem þýðandi
birtir valda kafla úr, en gerir
ekki grein fyrir þvi hvaða áhrif
þær hafi á túlkun höfundar.
Þýðing Björns Magnússonar
er bókinni samboðin, yfirleitt á
vönduðu og kröftugu máli, en
ekki lipru. Stundum eru þó ein-
stök orð óheppilega valin, jafn-
vel rangt (visundur kallaður úr-
uxi) eða gagnstætt venju (t.d.
Hugleiðingar Markúsar Areli-
usar nefndar Sjálfshugsanir
eftir sænskri venju), og hefði
þýðingin þurft góðan yfirlestur
vegna slikra hnökra.