Vísir - 28.11.1975, Page 11
VISIR Föstudagur 28. nóvember 1975.
II
HEYRÐU
MANNI -
HVERNIG
ER
VEÐRIÐ
ÞARNA
UPPI?
Hver er staða
konunnar...?
Þrátt fyrir kvennaárið, sýnir
skoðanakönnun nokkur, sem
gerð var nýlega, i Bandarikjun-
um að flestir ungir menn og
konur telj? enn að staður kon-
unnar sé innan fjögurra veggja
heimilisins.
Unga fólkið, sem spurt var
taldi 2,510 manns og af þeim
svöruðu 59% játandi.
Bandariska liftryggingastofn-
unin framkvæmdi þessa könn-
un.
Borið saman við sósialistarik-
in, eiga konur i Vestur-Þýska-
landi enn langa leið fyrir hönd-
um áður en þær ná fullu jafn-
rétti á vinnumarkaði til jafns
við karlmenn. Tæplega
helmingur kvenna á aldrinum
milli 15 og 64 vinna úti, en ef
marka má könnun er gerð var
meðal drengja og stúlkna á
aldrinum frá ellefu til sextán
ára, munu þessi hlutföll aukast.
Ungt fólk leggur á það mikla
áherslu, að hjónin haldi
bæði áfram að vinna. Það eru
einkum stúlkurnar, sem reyna
að jafna byrðina milli vinnu og
húshalds á milli hjónanna. Pilt-
arnir eru einnig fylgjandi jafn-
rétti. Tveir af hverjum þremur
ætla að anna sinum skyldum á
heimilinu og ala börn sin upp
ásamt eiginkonum sinum.
Gertrud Schmidt hefur búið i
tuttugu ár i Nordhorn i V.-
Þýskalandi og ræktað korn til
manneldis. Loks hefur henni
tekist að rækta upp mjög arð-
bæra tegund byggs, er hún
nefnir Ogra. Tegundin hefur nú
verið skráð hjá EBE. Það er
mjög náskylt hveiti, og má
skera það upp og þreskja eins og
hveiti.
Það ber sex raðir axa, og fræ
þess eru sjaldan færri en 55. Það
er fremur ónæmt fyrir kvillum
og þarf vart meira en 250
teningsgrömm á hvern hektara.
Útsæði verður fáanlegt í stóru
magni á næsta ári. Landbúnað-
arsérfræðingar eru þess full-
vissir, að Ogra-byggafbrigðið
muni ná mikilli útbreiðslu um
allan heim.
Meðalaaldur meðlima í róðr-
arklúbbi kvenna i Oakland i
Kaliforniu — er um 75 ár.
Flestar þeirra eru ömmur eða
langömmur, en þær sjá ekkert
skrýtið við að fara út að róa á
Merritt-vatninu i Oakland i
hverri viku. Gertrude Camping-
ton situr við stýri, en hún er 75
ára. Ein kvennanna sem er
áttræð, segir: ,,Það er ekkert
vit i þvi, að sitja kyrr, þegar
ellin færist yfir. Maður fær lika
góða matarlyst af að róa.”
Hann ólst
upp meðal
dýra.
Hann á eftirtektarsömum ná-
grönnum lif sitt að launa. Saga
hans er ótrúleg.
Sinischa fæddist óskilgetinn i
þorpinu Suvi Do nálægt Vranje,
i Suður-Siberiu, sem eitt sinn
var sjálfstætt riki, en er nú eitt
hinna sex lýðvelda Júgóslaviu.
Hefði hann ekki verið óskil-
getinn, hefði lif hans liklega orð-
ið með eðlilegum hætti, en rétt
eftir fæðingu drengsins hvarf
faðir hans. Hann hugðist leita
gæfunnar annars staðar og eftir
stóð móðirin unga með korna-
barnið.
Hún var einmana og útskúfuð
og brátt gat hún ekki haldið það
út. Einn daginn fékk hún barnið
móður sinni i mestu kyrrþey og
hvarf siðan sjálf.
Afanum og ömmunni var
barnið þung byrði og hin mesta
smán. Þau voru gamaldags og
frumstæð i hugsun, og þvi
óhugsandi að þeirra dæmi, að
ala óskilgetið barn upp á bænum
— hvaða rétt átti hann til lifs-
ins?
Það var ekki þeirra að hugsa
um barnið, að þeirra mati og þvi
var barninu varpað til dýranna.
Þar mátti hann. lifa eða deyja.
Aðrir þorpsbúar vissu ekkert
um þetta, og ekkert fæðingar-
vottorð hafði verið gefið um
drenginn. Hann var gleymdur
af öllum og látinn sjá um sig
sjálfur, tæplega eins árs að
aldri.
Hann lifði í um eitt og hálf ár
meðal svina, geita og kúa. Afi
hans og amma hentu við og við
til hans einhverju ætilegu af ein-
skærri meðaumkun. Þau undr-
uðust það stórlega að hann
skyldi enn halda lifi.
En loks sprakk blaðran, Ná-
grannana fór að gruna ýmis-
legt, þegar þeir voru ekki lengur
velkomnir gestir á bæ gömlu
hjónanna. Að visu voru þau
álitin sérvitur, en af hverju ein-
öngruðu þau sig allt i einu svona
alveg að ástæðulausu?
Dag einn kom lögregluþjónn
þorpsbúa og knúði að dyrum.
Þegar ekki var opnað, braust
hann inn og hræðileg sýn mætti
honum: i
t miðjum skitnum skreið
agnarlitil vera um á f jórum fót-
<um. Hann gat ekki staðið upp-
réttur — hann hreyfði sig mjög
svipað og dýr.
Bak hans var kreppt, hann
minnti mest á smáapa. Hann
var nakinn með öllu og þakinn
þykku lagi af óhreinindum.
Ef nokkur kom nálægt rak
hann upp undarleg hljóð — hann
kunni ekki að tala og neitaði að
koma, þegar lögrégluþjónninn
kallaði á hann.
Handleggir hans og fætur
voru afmyndaðir, handleggirnir
óeðlilega langir, og fæturnir
snúnir þannig, að allt benti til
þess, að hann gengi alltaf á fjór-
um fótum.
Hann var að breytast í dýr.
Yfirvöld gripu strax i
taumana, og drengurinn var
sendur á sjúkrahús i Belgrad,
en þar vissu læknarnir fyrst i
stað ekki, hvað þeir áttu að gera
við veruna litlu, sem skreið
hrædd við fætur þeim.
Siðan var byrjað að gera
uppskurði. Smám saman réttist
úr bakinu og honum var kennt
að standa uppréttum.
Færustu skurðlæknar
landsins umbreyttu höndum
hans og fótum — það varð að
gera mannveru úr Sinischa.
Yfirvöldin rannsökuðu
uppruna hans og gátu að lokum
haft samband við hina réttu
foreldra.
Þau bjuggu nú i sitt hvorum
landshluta og áttu maka og
börn. Hvorugt þeirra vildi
kannast við „grisinn” Sinischa.
„Við getum ekki eyðilagt
hjónabönd okkar, með þvi að
þurfa að sjá fyrir honum.”
Læknarnir auglýstu i blaði
eftir fólki sem væri tilbúið að
taka hann i fóstur. 17 hjón svör-
uðu auglýsingunni og snáðinn
valdi sér foreldra sjálfur.
Petrkovic-fjölskyldan sem tók
drenginn að sér er meðal þeirra
auðugustu i þorpinu — þau eiga
dráttarvél.
„Þegar ég verð búinn með
skólann, ætla ég að aka dráttar-
vél allan daginn. Enginn skal
mega snerta hana, þvi ég ætla
að eiga hana,” segir Sinischa, og
sest i ökumannssætið.
„Hún er svo kraftmikil,
skilurðu.” bætir hann við.
Dýravernd-
unarmenn
vilja banna
refaveiðar
í Englandi
Klukkustundum saman,
þeystu rauðklæddir refa-
veiðimenn hrópandi um engj-
arnar, en fundu engan refinn.
En á undan þeim lilupu dýra-
verndunarmenn með lúðra, og
rugluðu þá allt hvað þeir gátu,
með hvellum og blæstri.
Að áliti margra dýravina, eru
refaveiðar „blóðug iþrótt” og
ber að stöðva þær.
En þetta endaði þó með skelf-
ingu einn daginn, þegar með-
limir veiðifélagsins Ticham
Hunt i Kent, réðust á dýravinina
og börðu þá suma illilega með
svipum sinum.
„Við vorum rétt búnir, að
skilja hundana frá veiðimönn-
unum” sagði Ðave Wetton,
rafavinur „þegar þeir urðu allt
i einu óðir, og réðust á okkur.”
Samtök dýravina hafa nú sett
á fót sérstakt félag, sem hefur
það fyrir markmið að eyði-
leggja ánægju yfirstéttarfólks-
ins af refaveiðum.
Lögreglan lætur skærur þess-
ar afskiptalausar. „Þetta er
þeim báöum að kenna” segja
þeir, en þegar hafa nokkrir
verið fluttir á spitala með
skrámur og önnur meiðsl.