Vísir


Vísir - 28.11.1975, Qupperneq 13

Vísir - 28.11.1975, Qupperneq 13
Föstudaefur 28. nóvemher 197í5 visrn VISIR Föstudagur 28. nóvember 1975. Umsjón: Kjartan L. Pálsson og Björn Blöndal Júgóslavar unnu með 40 marka mun — þegar þeir léku við Luxemborg í undankeppni Olympíuleikanna. Hvað gerir íslenska liðið ó sunnudaginn? islenska landsliöiö i handknattleik leikur sinn fyrsta leik i undankeppni Ólympiuleikanna n.k. sunnudags- kvöld, gegn Luxemborg. Fer leikurinn l'ram i La ugardalshöllinni og hefst kl. 20:30. Alls eru riðlarnir sjö i undan- keppninni.þrjú liö i hverjum og komast aöeins efstu liðin áfram. Þriðja liðið i riðlinum eru júgöslavar og leika þeir hcr eins og kunnugt er i desember og sker sá leikur væntanlega úr um áframhald istenska landsliðsins i keppninni. Við höfum tvivegis áður keppt við Luxemborg og unnið stórt i bæði skipt- in. Fyrst var leikið i Reykjavik 1970 og lauk leiknum með islenskum sigri 35:12og i fyrra var leikið i Luxemborg þá fóru leikar 29:14 fyrir tslandi. Islenska landsliðið ætti að vinna nokkuð auðveldlega á sunnudaginn, enda luxemborgarar ekki hátt skrifað- ir sem handknattleiksmenn. Það sést best á úrslitunum i leik þeirra gegn júgóslövum sem þeir töpuðu stórt fyrir 54:13 —og að sögn fróðra manna mun láta nærri að júgóslavarnir hafi sett heimsmet i markaskorun i þessum landsleik. Það væri kannski til of mik- ils mælst af islenska liðinu að sigra i leiknum á sunnudaginn með 40 marka mun, en 25 til 30 marka munur virðist ekki fjarstæðukenndur. Ekki verður mikil hvild hjá landsliðs mönnum okkar, þvi að á þriðjudag og miðvikudag leika þeir tvo landsleiki við norðmenn sem eiga nú sterku liði á að skipa og ætti þarna að fást nokkur visbending um styrkleika islenska liðsins. Að visu munu þeir Axel Axels- son og Ólafur H. Jónsson ekki leika með, en það ætti að verða mikill styrk- ur að fá Ólaf Einarsson. Mikið hefur verið deilt á stjórn HSl vegna undirbúnings isienska lands- liðsins og hvernig hefur verið staðið að vali liðsins, en hvort undirbúningurinn verður nægur mun væntanlega koma i ljós i leiknum gegn júgóslövum sem allt snýst um. Við höfum leikið sex leiki við júgóslava, tapað fimm — og gert eitt jafntefli. Leikinn á sunnudaginn dæma dóm- arar frá Vestur-Þýskalandi, Gies og Kupferschmidt, leikina við norðmenn dæma sænskir dómarar, Per Dahlöf og Lars — Eric Jersmyr og júgóslava- leikinn dæma norskir dómarar, Hugo Larsen og ölvin Bolstad. Miðnœturskemmtun í Reykjavíkurmótinu! Leikmenn Víkings og Þróttar voru farnir að biðja óhorfendur um mat þegar leikurinn stóð sem hœst en þó var klukkan að verða hólf tvö um nóttina „Þetta er í fyrsta sinn i öll þau ár, sem ég hef fylgst með iþrótt- um, að ég hef horft á meistara- flokksleik i opinberu móti klukk- an langt gengin i tvö um nótt” sagði einn áhugasamur iþrótta- unnandi, um leið og hann yfirgaf iþróttahús Kcnnaraháskólans i nótt — að loknum leik Vikings og Þróttar i Reykjavikurmótinu i blaki. Undir þessi orð getum við tekið — a.m.k. man undirritaður aldrei eftir þvi að hann hafi setið og krotað hjá sér ýmsar upplýsingar um „svona leik” á þessum tima sólarhrings fyrr en þarna. Leikurinn hófst á fimmtu- dagskvöldið — nokkuð seint að visu — og lauk ekki fyrr en kom- inn var nýr dagur. Þarna átti sér stað hörku viður- eign, sem náði hámarki sinu um miðnætti!! — en þá stóð yfir önn- ur hrinan af fimm, sem leiknar voru. Þessum fimm hrinum lauk þannig, að Vikingur hafði sigur i þrem en Þróttur i tveim, og varð þvi Vikingur sigurvegari i leikn- um 3:2. AHt besta sund- fólc Njarðvíkur skiptir um félag Stærsti hlutinn af hinum efni- lega sundflokki Njarðvikinga, sem hefur vakið mikla athygli á sundmótum á undanförnum mánuðum —aðallega unglinga- mótunum —hefur nú ákveðið að ganga úr félaginu og keppa fy rir íþróttabandalag Keflavikur frá og með næstu áramótum. Astæðan fyrir þessu mun vera sú, að þjálfari hópsins, Friðrik ólafsson, sem verið hefur þjálf- ari njarðvlkinga i sundi undan- farin ár og manna mest unnið að uppbyggingu liðsins, hefur gerst þjálfari keflvikinga, og fylgir meirihluti hópsins honum þangað. Þegar hafa einir tiu unglingar tilkynnt félagaskipti, og eru i þeim hópi flestir af þeim, sem mesta athygli hafa vakið á undanförnum mótum. Hafsteinn Guðmundsson, for- maður Iþróttabandalags Kefla- vikur, staðfesti þessa frétt er við höfðum tal af honum i gær. Hann sagði að Friðrik hefði ver- ið ráðinn þjálfari ÍBK i haust, og krakkarnir hefðu ákveðið að fylgja honum. Hafsteinn sagði að þarna væri um að ræða njarðvikinga og einnig keflvik- inga, sem hefðu æft hjá Friðrik eftirað nýja sundlaugin i Njarð- vikum hefði verið tekið i notkun. — klp — Þróttur, sem kvöldið áður hafði leikið við 1S, og tapað 3:1, sigraði i fyrstu hrinunni 15:11 eftir að Vikingur hafði komist i 6:1 i byrj- un. Var sú hrina geysilega jöfn og spennandi, en þó sló önnur hrinan henni alveg við — þar urðu loka- tölurnar 17:15 fyrir Viking, en um tima var jafnt 15:15. Þriðja hrinan gaf hinum tveim ekkert eftir hvað spennu snertir — henni lauk með sigri Vikings 15:13 — og var staðan þá 2:1 fyrir Viking. Nægði þvi Vikingi að sigra i næstu hrinu til að sigra i leiknum — en þá náðu Þróttar- arnir sér mjög vel á strik og sigr- uðu 15:2, þannig að staðan var 2:2. Siðasta hrinan, sem hófst rétt fyrir klukkan eitt, var þvi úrslita- orusta leiksins. Vikingarnir náðu þar strax forustu og héldu henni út, og urðu lokatölurnar 15:7 fyrir þá. Munaði mest um i þessari hrinu, eins og flestum hinna, góðan leik Páls ólafssonar, en annars áttu leikmenn beggja liða marga skemmtilega spretti. Menn voru orðnir bæði svangir og þreyttir þegar á leikinn leið — sumir svo svangir, að þeir voru farnir að biðja áhorfendur um að gefa sér eitthvað að borða. En Þrjú lönd vilja sjú um mótið Þrjár þjóðir hafa þegar sótt um að fá að halda 4ra liða úrslita- keppnina i Evrópukeppni lands- liða i knattspyrnu, sem á að fara fram i júni á næsta ári. Þessar þjóðir eru Belgia. Vest- ur-Þýskaland og Júgóslavia, sem sótti um i gær. Þær slá þó allar þann varnagla við, að þær treysti sér aðeins til þess, ef þeirra landslið verði i 4ra liða úrslitun- um. —klp — leikgleðina vantaði ekki hjá hvor- ugu liðinu, og var hrópaðfaðmast og kysst allan timann. í gærkvöldi léku einnig kvenna- lið sömu félaga i Reykjavikur- mótinu, og má segja að það hafi verið úrslitaleikurinn i kvenna- flokki. Lauk honum með sigri Þróttar — 3:0 — (15:11, 15:10 og 15:12) Er þetta i fypsta fyrsta sinn i langan tima sem kvennalið Vik- ings tapar leik —-og móti — en lið- ið hefur tekið flesta titla, sem um hefur verið keppt nú siðari ár. Einn leikur er eftir i karla- flokki, 1S—Vikingur, og verður það úrslitaleikur mótsins, en ekki er enn búið að finna stað né stund fyrir hann. — klp — Það hafa margar góðar fimleikasýningar verið haldnar undanfarin ár i Laugardalshöllinni. Ein slik verður á dagskrá á sunnudaginn kemur kl. 15.00. Er sú sýning á vegum Fimleikasambands tslands og tþróttakennarafélags tslands og taka þátt I henni um 300 manns viðs- vcgar að af iandinu. Sýningaratriði verða sautján og sýna flokkar frá skólum og félögum. Stærsti sýningarhópurinn er frá Reykjaskóla i Hrútafirði, en i honum eru á milli 40 og 50 piltar og stúlkur. Mjög mikil aðsókn hefur ætiö verið að þessum sýningum, og er ekki að efa að svo verður einnig á sunnudaginn, en að þessu sinni verður aðeins ein sýning. BECKENBAUER VILL FARA FRÁ BAYERN! Franz „keisari” Beckenbauer skýrði frá þvi i sjónvarpsviðtali i Vestur-Þýskalandi i gær, að hann hefði ekki lengur áhuga á að leika með liði sínú Bayern Munchen og sagði að hann hefði mestan áhuga á að leika með erlendu liði. „Ef ég fengi gott tilboö, myndi ég hugsa mig vandlega um áður en ég hafnaði þvi”, sagði Becken- bauer sem nú er 30 ára og hefur leikið með Bayern i 17 ár. Þá var hann spurður að þvi hvort þessi Þœr norsku góðarí fimleikum Noregur var alveg i sérflokki á Norðurlandamótinu í fimlcikum kvenna, sem háð var i Rönneby i Sviþjóð fyrir nokkru. Fengu norsku stúlkurnar þrenn af fyrstu fjórum verðlaununum, og höfðu mikla yfirburði i kcppni milla landanna, þar sem sex stúlkur frá hverju landi kepptu. Það var Unni Holmen Berg, sem bar af öllum öðrum i keppn- inni — tók fimm af sex gullverð- launum i einstaklingsgreinunum og svo guliið og Norðurlanda- meistaratitilinn i samanlögðu. Hún var nálægt þvi að taka öll gullverðlaunin — en féll af slánni, og það nægði til þess að Susanne Lundvall frá Sviþjóð náði gullinu þar — þó að hún h afi einnig dottið I gólfið. Keppendur á mótinu voru mjög ungir, flestur á aldrinum 12 til 15 ára, og sáust þarna mörg efni frá ölium Norðurlöndunum nema tslandi — sem ekki sendi neinn keppanda I mótið. — klp — yfirlýsing væri sögð í reiði eftir stórtap Bayern um siðustu helgi fyrir bikarmeisturunum Ein- tracht Frankfurt 6:0, þvi að eftir þann leik hefði hann lýst þvi yfir að hann myndi ekki leika með Bayern til ársins 1979 eins og samningur hans segði til um. Franz Beckenbauer — reiðubúinn að fara frá Bayern Munchen, ef hann fær gott tilboð. „Nei, þetta er ekki sagt i neinni reiði, það hlýtur að liggja i augum uppi að Bayern getur ekki reikn- að með mér um alla eilifð”. Reiknað er meðað seldi Bayern Beckenbauer, myndi hann kosta ekki minna en Johan Cruyff sem seldur var frá hollenska félaginu Ajax til Barcelona á Spáni fyrir eitt þúsund sterlingspund. Þjálfari Barcelona er vestur-þjóðverjinn Hannes Weis- weiler, sem áður þjálfaði Bo- russia Munchengladbach og sagði Weisweiler þegar hann frétti af yfirlýsingu Beckenbauer að hann tæki honum opnum örmum ef hann yrði til sölu. — BB OPPSAL TAPAÐI STIGI! Norska handknattleiksliðið Oppsal, sem FII tapaði fyrir i fyrri leik liðanna i Evrópukeppni bikarliafa i handknattleik á dögunum, tapaði sinu fyrsta stigi i 1. deildinni i Noregi um helgina. Þá lék liðiö viö Elverum og endaði leiurinn með tafntefli: 17:17. Þetta var 11. leikur Oppsal i deildinni, en liöið hafði sigrað i 10 leikjum i riið. Það er nú i öðru sæti með 21 stig, en hefur leikið cinum leik minna en Refstad, sem er með 22 stig. tr þessum tveim liðum er kjarni landsliðs Noregs — sem hér leikur á þriðjudag og mið- vikudag — myndaður, og Oppsal fáunt við svo aö sjá i siðari leikn- um við FH um aðra helgi. — klp — LESIÐ UM ÍSLENSKU ATVINNUMENNINA i nýútkomnu iþróttablaði er fjallað um islensku atvinnumenn- ina i knattspyrnu og rætt er við Asgeir Sigurvinsson, Jóhannes Eðvaldsson og Guðgeir Leifsson. Viðtal er við Helga Danielsson, formann mótanefndar KSt, Spjallað við Steinar J. Lúðviksson i þættinum um íþróttafrétta- menn. Olympiuleikarnir i Montreal eru á dagskrá. Torfi Tómasson scgir frá starfsemi Sundsambands tslands. t þættinum Af úrslitatöflunni er sagt frá heistu úrslitum sumarsins i öllum iþróttagreinum. iþróttablaðið er málgagn ÍSt og vettvangur 50 þús. meðlima iþrótta- og ungmennafélaga viðsvegar um landið. Skotið í mark! Skotfélag Reykjavikur gekkst fyrir hinni árlegu blaðamanna- keppni i skotfimi i gær. Keppt var i Baldurshaga og skaut hver keppandi 20 skotum úr liggjandi stöðu á mark I 50 metra fjarlægð. Arangur var mjög misjafn, en besta útkomuna fékk Björn Birgisson (Alþýðublaðinu) sem var nærri 60 stigum á undan næsta manni. Annar varð Sigur- ddr Sigurdórsson (Þjóðviljanum) og þriðji Sveinn Þormóðsson (Morgunblaðinu). Ekki gekk öll- um jafnvel að hitta skifuna og fékk t.d. einn keppandinn eitt stig af 200 mögulegum. Vel af sér vik- ið! Þeir hjá skotfélaginu æfa tvis- var i viku, á mánudögum og fimmtudagskvöldum og sögðu þeir að alltaf væri hægt að bæta við nýjum félögum. ( Hvorátti Balmer kallaBi mig '\ '■ upptökin? skoska geit — og ég kall- Til Iþróttablaðsins. pósthóif 1193, Rvik. Óska eftir áskrift. Nafn Heimilisfang Simi Striöinu í nglands og Skotlands er 1 löngu lokift strákar! .Afram meöæfinguna! ÍÞRÓTTABLAÐIÐ íþróttir og útilíf Laugavegi 178 — Símar 82-300 og 82-302

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.