Vísir - 28.11.1975, Page 24
VÍSIR
Föstudagur 28. nóveniber 1975.
Borgin greiðir
bœtur fyrir
unglinga
Borgarráð hefur
samþykkt að heimila bóta
greiðslur til tveggja
starfsmanna Tónabæjar
vegna tjóns/ sem þeir urðu
fyrir í starfi s.l. sumar.
Er hér um a& ræða tvö óskyld
atvik, annars vegar lenti starfs-
maður i ryskingum utanhúss, og
hlaut af þvi meiðsli svo hann var
frá vinnu um tima, og auk þess
urðu skemmdir á fötum hans.
Ekki bar hann kennsl á viðkom-
andi ungling, og fór þvi fram á að
borgin greiddi sér bætur.
1 hinu tilvikinu var starfsmaður
sleginn með þeim afleiðingum að
rándyr gleraugu hans brotnuðu.
Gesturinn sem að þessu var vald-
ur var tekinn til yfirheyrslu af
lögreglunni og lofaði að greiða
tjónið, en hefur ekki staðið við
það.
Að sögn Jóns Tómassonar
skrifstofustjóra hjá borginni mun
upphæð þessara bóta samtals
vera eitthvað um hundrað
þúsund.
-EB.
FÁGÆT I
frímerki
boðin upp
á morgun
A morgun verður fyrsta fri-
merkjauppboð Félags fri-
inerkjasafnara haldið f Hótel
Loftleiöum. Mörg fágæt fri-
merki veröa seld, meöal ann-
ars flest skildingafrimerki,
bæöi almenn og þjónustu. IJau
eru óstimpluð eins og mikill
hluti uppboö.séfnis.
A uppboðinu eru tvö yfir-
prentuð frimerki frá 1897, og
fylgja þeim vottorð frá Grön-
lund. Þá verða boðin upp öll
þrjú merkin úr Hópflugi itala
1933. Segja má að á uppboðinu
verði frimerki allt frá merkj-
um Kristjáns IX. 1902-04 og
fram undir 1970. Einkum má
geta Alþingishátiðarmerkj-
anna frá 1930.
Þá verða boðin upp nokkur
sjaldgæf fyrstadagsumslög.
Merkin verða til sýnis á
morgun á hótel Loftleiðum frá
klukkan 10 til 14.
Skoskir þjóð-
ernissinnar
mótmœla
Fulltrúi Skoska þjóöernis-
sinnallokksins á lslandi hefur
sent breska sendiherranum i
Reykjavik, K.A. East, bréf
þar sem harðlega er mótmælt
innrás breska flotans I is-
lenska landhelgi.
Þá segir að Skoski
þjóðernissinnaflokkurinn
muni styðja allar aðgerðir is-
lenskra stjórnvalda til að reka
innrásarherinn af höndum
sér,— Minnt er á, að þetta sé i
þriðja sinn á 17 árum, að
enska hernum sé beitt gegn Is-
lendingum. Þess er krafist að
öllum hernaðaraðgerðum inn-
an 200 milna verði hætt þegar i
stað.
IðRNINN
IFLEYGUR
OG FÆR
Á NÝ
Kof bátof erðirnar eru
hernaðaHeyndarmál
— Því miður f lokkast allur
árangur af kafbátaeftirlití
okkar undir hernaðar-
leyndarmál/ sagði tals-
maður varnarliðsins í
morgun, þegar Vísir spurði
um þjóðerni kafbátsins
sem gæsluvélin TF-SÝR sá
í gærdag.
— Ef við skýrðum opinberlega
frá þvi að við hefðum fundið
einhvern ákveðinn kafbát á
ákveðnum stað á ákveðnum tima,
værum við að gefa upp hernaðar-
leyndarmál sem „aðrir” myndu
taka fegins hendi.
Talsmaðurinn taldi ekki úti-
lokað að rússneskur kafbátur
kæmi upp á yfirborðið þó breskt
herskip væri i nánd. Þetta væri
alþjóðleg siglingaleið og diesel-
knúnir kafbátar frá Sovétrikjun-
um sæjust iðuiega á siglingu
ofansjávar. -ÖT.
Oliuataður örn fannst i fjöru
vestur i Helgafeilssveit i haust.
Mjög var af fuglinum dregiö og
var hann fluttur á vegum
Náttúrufræðistofnunarinnar til
Reykjavikur og þaöan upp á
Keldur, þar sem hann var
tekinn til meöferöar.
Dr. Finnur Guðmundsson sá
um fuglinn, mataði hann á
hrossakjöti, fiski og hjörtum. Er
fuglinn var kominn i gott stand
var hafist handa með að losa
hann við oliuna.
Var fuglinn úðaður með efni
sem samsett var hérlendis, og
tókst þannig eftir nokkrar
tilraunir að losa hann við oliuna
og koma honum i sæmilegt
ástand.-
Nú er búið að fara með örninn
vestur á Snæfellsnes og sleppa
honum á sömu slóðum og hann
fannst, og er það von þeirra,
sem að meðferð hans unnu, að
hann nái sér eftir þetta áfall en
sem kunnugt er er arnar-
stofninn mjög fáfuglaöur. -EB.
við
Nokkur ólæti uröu við bústað
breska sendiherrans eftir úti-
fundinn á Lækjartorgi i gær.
Björn Jónsson, fundarstjóri
hvatti menn til að fara með friði
af fundinum,en nokkur hundruð
unglingar söfnuðust saman við
bústað sendiherrans.
Þar var fyrir mikið lögreglu-
lið sem tókst ágætlega að halda
hópnum friðsömum. Tvær rúður
voru að visu brotnar og nokkr-
um eggjum kastað, en lögreglan
tók sjö af aðalmönnunum i sina
vörslu, og leystist þá hópurinn
fljótlega upp. -ÖT.
Einn óróaseggjanna fjarlægður.
Myndir Jim.
, ■ L....
breska sendiráðinu.
Ólœti
breska
sendiráðið
| „Guð hef-
iur gefið
I fslandi
þorskinn"
Margt og mikið hefur veriö
| ritaðlbresk blöð um landhelgis-
málið. Stundum hafa þessi skrif
Iveriö meö miklum ólikindum.
Eitt dæmi. iná nefna úr The
Daily Telegraph. Þar skrifar
David Adamson frá Reykjavik.
Hann kveðst hafa komið i
ILandsbanka tslands, og þar á
ein starfsstúlkan að hafa sagt
við hann: „Takið ekki þorskinn
frá okkur. Guö hefur gefið
Itslandi þorskinn”. Síðan segir
hann aö hversannur islendingur
telji aö allt sem syndi eða skriöi
innan 200 mílna frá strönd
landsins sé heilög og siöferðileg
Ieign hans.
Adamson segir siðan að is-
lendingar hafi kynnst þvi að það
sem Guð hafi gefið geti hann
Ieinnig tekið ótrúlega fljótt.
Hann nefnir i þvi sambandi
ýmsar náttúruhamfarir, sildina
og þorskinn. Hann getur þess,
og hefur eftir breskum sjó-
Imönnum að islendingar sjálfir
veiði á friðuðum svæðum þar
sem séu hrygningarstöðvar
þorsksins. — AG.
Kópavogsbœr skuldor Rvík-
urborg sextún milljómr kr.
Bœjarritari mótmœlir
„Gjaldfallnar viöskiptaskuld-
ir viö Reykjavfkurborg voru 1.
nóvember þær aö Kópavogur
skuldaöi rétt um 16 milljónir,
Seltjarnarnes 4,4 milljónir og
Mosfellshreppur 2,4 milljónir.
Þetta eru skuldir vegna
ýmissa viðskipta, t.d. mal-
bikunar, vatnslagna og auk þess
t.d. skuldir Selt jarnarness
vegna þátttöku i rekstri heilsu-
verndarstöövar,” sagöi Jón
Tómasson skrifstofustjóri er
Vísir innti hann eftir útistand-
andi skuldum borgarinnar.
„Aö sjáifsögöu hefur borgin
ekki efni á þvi aö eiga svona
miklar útistandandi skuldir,”
sagöi Jón Tómasson.
Visir hafði samband við Jón
Guðlaug Magnússon ritara
Kópavogsbæjar og spurði hann
hvernig stæði á þessum skuld-
um:
„Ég mótmæli þvi harðlega að
Reykjavikurborg gefi upp svona
tölur til fjölmiðla án þess að út-
skýra þær nánar,” sagði Jón
Guðlaugur.
„Við teljum að við eigum
svipaða upphæð hjá hitaveitu
Reykjavikur, þannig að það
hefur ekki komið til að þetta
yrði borgað.
Kópavogskaupstaöur hefur
frá 1. mars ’73 að hitaveita Rvk
yfirtók rekstur hitaveitu Kópa-
vogs og fór að hirða tekjur af
henni, lagt út fyrir afborgunum
og vöxtum af skuldum, sem
hitaveita Rvk á að gera.
Ef þetta dæmi væri reiknað
upp, tel ég að talan yröi
svipuð,” sagði Jón Guðlaugur
Magnússon.
Að endingu sneri Visir sér til
Jóhannesar Zoega hitaveitu-
stjóra og lagði málið fyrir hann:
„Þetta er i engu sambandi
hvað við annað. Er hitaveita
Rvik yfirtók hitaveitu Kópavogs
var gerður samningur um að
HR keypti eignir HK á mats-
verði. Greiðslan færi þannig
fram að HR yfirtæki skuldir
HK. Kópavogsbær áfrýjaði
matinu til yfirmats og það ligg-
ur ekki fyrir enn.
Hins vegar þykir mér óliklegt
að afborgarnir og vextir af
þessum skuldum séu komnar I
þessa upphæð sem um ræðir,”
sagði Jóhannes Zoega.
-EB.+