Vísir


Vísir - 02.12.1975, Qupperneq 3

Vísir - 02.12.1975, Qupperneq 3
VISIR Þriðjudagur 2. desember 1975. 3 Nefndarálitið umdeilda Eins og sagt hefur verið frá i fréttum Visis hafa orðið tals- verð átök i bæjarstjórn Vest- mannaeyja .vegna athugunar, er gerð var vegna fullyrðinga bæjarstjórnar-minnihlutans um fjármálaóreiðu bæjarstjóra. í nefndaráliti rannsóknar- nefndar, sem tilnefnd var til að kanna málið, voru niðurstöður með þeim hætti, að bæjarstjórn sá ástæðu til að harma mistök og láta málið niður falla. Nú hefur það hins vegar gerst, að meirihluti bæjarstjórnar er klofinn i áfstöðu sinni til máls- ins. Á laugardag var haldinn Iokaður bæjarstjórnarfundur, þar sem málið var rætt, en ekk- ert hefur verið sagt um niður- stöður fundarins. Upphaflega fengu Reykja- vikurblöðin aðeins fyrrihluta álits rannsóknarnefndarinnar. Nú hafa heimablöö i Eyjum birt álitið i heiid, og hefur Visir fengið það til birtingar. — Alitið fer hér á eftir: ,,A fundi i bæjarstjórn Vest- mannaeyja 19. nóvember 1975 vorum við undirritaðir tilnefnd- ir i nefnd, tilgangur nefndarinn- ar var að kanna framkomna gagnrýni á störf og gerðir bæjarstjóra. Nefndin hefur nú lokið störfum og komist að sam- eiginlegri niðurstöðu. Eftirtald- ir menn komu fyrir nefndina: Sigfinnur Sigurðsson bæjar- stjóri, Gunnar Jónsson bæjar- gjaldkeri, Ingi T. Björnsson aöalbókari, Einar H. Eiriksson bæjarráðsmaður, Magnús H. Magnússon bæjarráðsmaður, Þórarinn Magnússon bæjarfull- trúi, Sigurgeir Kristjánsson bæjarráðsmaður, Reynir Guð- steinsson bæjarfulltrúi, Georg H. Tryggvason bæjarlögfræð- ingur. Alit' nefndarinnar fer hér á eftir: I. Nefndin telur eðlilegt að bæjarstjóri fengi greitt upp i væntanlegt kaup, meðan ósamið var um launakjör hans. Þann 4. nóvember sl. þegar gerð voru upp laun bæjarstjóra fyrir timabilið 1. ágúst-31. október, urðu þau mistök á milli launadeildar og fjármáladeildar að fyrir- Álit rannsóknar- nefndar vegna bœjarstjóra- móísins í Vesf- mannaeyjum framgreiðsla upp i laun var ekki dregin af launum bæjarstjóra fyrir timabilið. Þessi mistök urðu þess valdandi að viðskipta- mannaskuld bæjarstjóra kr. 900.000.00 stóð óbreytt og gaf það tilefni til getsaka um misnotkun á fjármunum bæjarsjóðs.Þann 18. nóvem- ber sl. greiddi bæjarstjóri kr. 600.000.00 inn á viðskipta- skuld og álitur nefndin að bæjarstjóri hafi þar með gert full skil á viðskipta- skuld sinni, þar sem fyrir liggur loforð meirihluta bæjarráðs (óbókað) að bæjarstjóri skyldi fá greidd sem svarar 1 mánaðar laun fyrirfram, auk þess á bæjar- stjóri eftir að fá greitt fyrir nefndarstörf frá 1. ágúst s.l. II. Nefndin yfirfór reikninga sem borist hafa bæjarsjóði og snerta gestamóttöku, ferðakostnað, og dvalar- kostnað ýmissa aðila sem vinna fyrir bæjarsjóð þ.m.t. bæjarstjóra. Þær upplýsing- ar um upphæðir einstakra reikninga og upplýst var um á bæjarstjórnarfundi 19. nóvember sl. reyndust veru- lega of háar. Nefndin treyst- ir sér ekki til þess að sundur- liða þennan kostnað, þar sem ekki liggur fyrir hvort eða að hve miklu leyti bæjarsjóður greiði uppi- haldskostnað bæjarstjóra. Nefndin gagnrýnir bæjar- stjóra og sérstaklega bæjar- ráð fyrir að gangast fyrir ýmisskonar gestamóttöku, án bókaðrar samþykktar i bæjarráði, einnig úttekt á vinföngum i blóra við fyrri samþykktir bæjarstjórnar. Nefndin gagnrýnir þann seinagang sem orðið hefur á þvi að semja endanlega um kaup og kjör bæjarstjóra og hefur þessi dráttur hugsan- lega haft aukaútgjöld i för með sér fyrir bæjarsjóð. Jafnframt bendir nefndin á að samningur sá um kaup og kjör bæjarstjóra sem nú liggur fyrir er stórgallaðui og ekki er nægilegt að semja eingöngu um bein laun, held ur einnig að semja um allar kostnað sem leiðir af ráðn ingu bæjarstjóra. III. Afstaða nefndarinnar til eftirtalinna orðsendinga bæjarstjóra til gjaldkera og aðalbókara er þessi: a) Ráðning kennara i auka- • vinnu á vegum bæjarsjóðs i sambandi við skóla sjávar- útvegsins i Vestmannaeyj- um var ekki formlega sam- þykkt i bæjarráði, né verk- svið hans ákveðið. Fram kom að bæjarráðsmönnum var öllum kunnugt um ráðn- inguna en málið aldrei bókað i bæjarráði. b) Ráðning á verkstjóra við væntanlega hraunhitaveitu var ekki borin undir sam- þykki bæjarráðs og verður það að teljast óeðlileg vinnubrögð af hálfu bæjar- stjóra. c) Erindi vegna kostnaöar við utanlandsferðir vegna Herjólfs h.f., tekur nefndin fram að visa hefði átt reikningnum til umsagnar stjórnar Herjólfs h.f.. Ennfremur telur nefndin að visa beri öllum reikningum sem bæjarsjóður hefur greitt vegna Herjólfs h.f. til umsagnar og samþykktar stjórnar Herjólfs h.f, en bæjarsjóður hefur annast slikar greiðslur frá stofnum Herjólfs h.f. Starf nefndarinnar hefur leitt i ljós að ýmsar ákvarðanir um framkvæmd- ir og fjárútlát bæði fyrr og nú, hafa ekki hlotið löglega afgreiðslu i bæjarráði. Nefndin varar eindregið við slikum vinnubrögðum i framtiðinni. Vestmannaeyjum 23. nóv. 1975. Arnar Sigurmundsson, Jóhann P. Andersen, Jóhannes Kristinsson, Sigurður Jónsson.” Nefnd othugar útreikningsreglur vísHölubóta ó skyiduspomaði „Nú er veriö aö kanna máliö og væntum viö niðurstöðu fljótlega." Þannig svaraöi Hall- grimur Dalberg, ráðu- neytisstjóri, er viö spurð- um hann hvaö liði fram- kvæmd þeirrar yfir- lýsingar Gunnars Thor- oddsen að bætt skyldi úr misrétti gagnvart eigend- um skyldusparnaðar. Hallgrimur sagði að nú starf- aði nefnd á vegum félagsmála- VERÐUR NÝJUM AÐFERÐUM BEITT TIL VARNAR LANDHELGINNI? Einn skipherra landliclgis- gæslunnar lýsti þeirri skoðun sinni i viðtali, sem birt var i laugardagsblaði Visis, að land- helgisgæslan hefði ekki sýnt raunverulega hvers hún væri megnug. Kasta mætti t.d. blá- steini eða einhverju litarefni yfir þilför togaranna og eyði- leggja þannig allan fisk, sem um borð kæmi. Pétur Sigurðsson, forstjóri landhelgisgæslunnar kvað þessa aðferð ekki hafa verið rædda þeirra á meðal. Ýmsum aðferðum mætti þó hugsa sér að beita, eins og t.d. að nota sprengiefni og fleiri aðferðir auk þessarar. Á þessu mætti svo hver og einn hafa sina skoðun. —VS Pétur Sigurðsson. ráðuneytisins og Seðlabankans er ynni að endurskoðun þessara reglna. Höfuðviðfangsefni nefndarinnar er aö athuga hvort það eigi rétt á sér að „reikna visitölubætur tiðar, t.d. allt að fjórum sinnum á ári i stað einu sinni á ári eins og nú er gert. Hvort visitölubætur skuli reiknaðar af vöxtum og vextir af visitölubótum. Sagði Hallgrimur að könnun þessi hefði hafist i mai og væri hún afar-vandasamt og mikið verk. — EKG Myndin af Ásgrími Jóns- syni ó nýtt frímmerki Póst- og simamálastjórnin hcfur ákveðið fimm fri- merkjaútgáfur á næsta ári. Gefið verður út frimerki með mynd af Asgrimi Jóns- syni listmálara, en 4. mars á næsta ári verður liðin öld frá fæðingu hans. Gefið verður út Evrópufri- merki og verður myndaefnið þjóðlegir munir. Þá kemur út frimerki i tilefni af 200 ára af- mæli póstþjónustunnar á Is- landi, en 13. mai verða tvær aldir liðnar frá þvi að gefin var út konungleg tilskipun um að komið skyldi á póstferðum hér á landi. Gefið verður út frimerki með mynd af fyrstu islensku aurafrimerkjunum, en þau komu út 1. júli 1876 og voru sex. Þá verður gefið út olympiufrimerki i tilefni Olympiuleikanna i Montreal. Vetrarskókmót Mjölnis hafið Vetrarskákmót skákfélagsins Mjölnis er nú hafið. Mótið er skipulagt samkvæmt danskri fyrirmynd. Sá háttur. er hafður á að aðeins er teflt einu sinni i viku og auðvelt er að fá skákum frest- að. Þetta.er gert til þess að menn sem ekki sjá sér færi á að taka þátt i mótum, þar sem stutt er milli umferða, geti nú verið með. Alls keppa 12 keppendur i A riðli og hafa sjö þeirra teflt i landsliðsflokki. Mót þetta mun fara fram að Frikirkjuvegi 11 á þriðjudögum kl. 19,30 til 23,30. — EKG Velta SIS jókst um 60% fyrstu 9 mánuðina Fyrstu niu mánuði þessa ás jókst rekstrarkostnaður Sam- bands islenskra samvinnufélaga um 41%. Á sama tima jókst velta sex deild Sambandsins um 60%. Velta innflutningsdeildar, véla- deildar, sjávarafurðadeildar, bú- vörudeildar, skipadeildar og iðn- aðardeildar nam 15,6 milljörðum króna fyrstu niu mánuði ársins. Mest varð aukningin hjá sjávar- afurðadeild, 113%. Jóhann G. fram- lengir sýninguna sína fram yfir nœstu helgi Jóhann G. Jóhannsson opn- aði málverkasýningu að Skógarlundi 3 i Garðahreppi 22. nóv. s.l. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni og hefur Jóhann þvi framlengt hana fram til 7. desember.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.