Vísir - 05.12.1975, Blaðsíða 14
14
Föstudagur 5. desember 1975. VISIR
LIF OG LIST UM HELGINA
Ingvar Þorvaldsson
sýnir í Hamragörðum
Undanfarna viku hefur
staðið yfir sýning á mál-
verkum Ingvars Þor-
valdssonar í Hamragörð-
um.
A sýningunni eru um 30
myndir, einkum frá sjávarsið-
unni, og eru þær unnar á siðustu
tveim árum.
Ingvar hefur stundaö listmál-
un lengi og var við n£m i
Myndsýn. Þetta er önnur sýning
hans i Reykjavik en hann hefur
einnig tekið þátt i samsýning-
um.
— Sýningunni lýkur á sunnu-
dagskvöld.
SKÍÐAFATNAÐUR
Finnski
skíðdfatnað
urinn er
kominn
nú sem fyrr er hann á
mjög góðu verði, lita-
úrvaliö er mikið og
fallegt, og allar stærðir
eru til.
Einnig mikið
úrval af:
skíðum,
skíðahönskum,
skíðahjálmum,
skíðagleraugum,
skíðahúfum og
CABER
skíðaskóm
„SÝNING ER EKKI SJÁLFS-
FRÓUN, HELDUR SÝNDARFÝSN,"
SEGIR DAGUR SIGURÐARSON
Dagur Sigurðarson opn-
ar á morgun aðra einka-
sýningu sína í Bogasaln-
um. Dagur er frekar
þekktur fyrir Ijóðagerð
en myndlist sem stafar
að hans sögn af því að því
að honum er lítið um að
láta mikið á málverkum
sínum bera nema þegar
hann heldur sýningar.
A sýningunni verða um 30
málverk flestallt akrilmyndir
og leynast nokkur oliumálverk
innan um. Myndirnar eru unnar
á siðustu 4-5 árum.
„Við röbbuðum litillega við
Dag á meðan hann var að velja
úr myndir á sýninguna:
Það getur verið að einhverjar
þessara mynda sem þú sérð
hérna verði ekki á sýningunni,
ég kem ekki öllum myndunum
fyrir. Þær eru „frekar” og taka
mikið pláss, og i gær varð ég að
fara með bilhlass af myndum
heim.”
Dagur sagðist hafa mestan
áhuga á að fjalla um mannlifið i
myndum sinum, ekki landslag
eða uppstillingar, annars kæmi
bestfram i myndunum, það sem
hann hefði áhuga á að koma á
framfæri. — Sýningin stendur til
7. desember og er opin frá kl.. 2-
10 daglega.
Dagur heldur á myndinni „Kona og maður” og viö hliðina stendur „Ólétt kona”.
Öldurhús,
diskótek,
Leikbrúðuland frumsýnir
„Jólasveinar einn og ótta„
ó sunnudaginn klukkan 15
táninga-
dansleikir
Ilótcl Saga. Lokað föstudag
vegna einkasamkvæmis. Á
laugardag leikur hljómsveit
Ragnars Bjarnasonar ásamt
Þuriði Sigurðard. og á sunnu-
dagskvöld heldur Styrktarfélag
vangefinna styrktardansleik.
Klúbburinn. Júdas og Kaktus
leika föstudag, Kaktus og ? á
laugardag Mexico og Júdas á
sunnudagskvöld.
Köðull. A föstudag leikur
Stuðlatrió. Hljómsveitin Alfa
Beta á laugardag og Stuölatrió á
sunnudagskvöld.
Tónabær. Peiican skemmtir á
föstudagskvöld.
Hótel Borg. Hljómsveit Arna
Isleifs og Linda Walker
skemmta.
Sigtún: Pónik og Einar
skemmta laugardag og sunnu-
dag. A sunnudag leika Drekar
fyrir gömlu dönsunum.
Glæsibær. Asar skemmta alla
helgina að venju.
Skiphóll Hljómsveit Birgis
Gunnlaugssonar skemmtir.
Leikhúskjallarinn. Skuggar
leika alla helgina.
Lindarbær: Gömlu dansarnir.
Hljómsveit Rúts Kr.Hannesson-
ar og Jakob Jónsson.
Sesar og Óðal. Diskótek.
Leikbrúðuland frum-
sýnir á sunnudaginn leik-
ritið Jólasveinar einn og
átta. Fjallar það um lít-
inn dreng sem er einn
heima með ömmu sinni á
jólanótt og kynnist þá álf-
um, grýlu og leppalúða.
Leikritið er eftir Jón
Hjartarson en Siguróli
Geirsson útsetti þjóðlögin
og annast undirleik
ásamt Frey Sigurjóns-
syni.
Brúðuleikhúsflokkurinn Leik-
brúðuland er nýkominn úr leik-
húsför frá Chicago þar sem
hann tók þátt i alþjóðlegri
kynningu á jólasiðum i ýmsum
löndum.
Við inntum Hallveigu Thorla-
cius ; eftir hvernig ferðin hafi
gengið: „Ferðin var ánægjuleg i
alla staði. Við sýndum einu sinni
eins og til stóð og fengum mjög
góða dóma. Auk þess sýndum
við ásamt hinum Norðurlanda-
þjóðunum sunnudaginn 30. nóv.
Þátttakendur voru frá yfir 30
löndum og sýndi ein þjóð á
hverju kvöldi,” sagði Hallveig.
Frumsýningin verður að Fri-
kirkjuvegi 11 á sunnudaginn og
önnur sýning sama dag kl. 5.
Leikritið veröur sýnt fram aö
jólum á þessum sama tima.