Vísir - 06.12.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 06.12.1975, Blaðsíða 5
VISIB Laugardagur fi. desember 1975. 5 neita að rífa niður hús í Þá hefur formaður Kristjan- iunefndar danska þjóðþingsins, Sv. Haugaard, Radikale Venstre, lýst þvi yfir, að hann vilji segja af sér sem formaður nefndarinnar, vegna þess að hvorki varnarmálaráðuneytið, né borgaryfirvöld, hafi haft samband við nefndina, þegar á- kveðið var að rifa húsin 16, sem samþykkt var, þegar nefndin var sétt á laggirnar, að engar framkvæmdir yrðu ákveðnar i Kristjaniu, nema i samráði við nefndina. Skylt er að taka fram i þessu sambandi, að allir þeir, sem sæti eiga i þessari nefnd, eru mótfallnir fririkinu. Siðastliðið sunnudagskvöld, 31. nóvember, flykktist fjöldi ungra kvenna inn i Kristjaniu með reiðhjól og svefnpoka og tóku sér stöðu fyrir utan húsin „Kristjanía er ekki sjúkdómur heldur heilbrigöi”, stendur á lakinu, sem konurnar hengdu upp milli trjánna fyrir framan eitt af hinum dauðadæmdu húsum. Konurnar I œtla að verja Kristjaníu —á meðan mennirnir gœta barnanna Harðari deilur en nokkru sinni áður um fririkið Kristjaniu i Kaupmannahöfn. KONURNAR ÆTLA AÐ VERJA KRISTJANÍU — á meðan mcnnirnir gæta barn- anna. Verkamenn neita að rifa niður hús i fririkinu undir iög- rcgluvernd. Harðari deiiur en nokkru sinni áður, eru nú i Oanmörku urn fri- rikið Kristjaniu við Kristjáns- höfn i Kaupmannahöfn. Deii- urnar standa i fyrsta lagi um hvort leggja eigi fririkið niður eða ekki 1. april á næsta ári, og i öðru iagi standa deil- urnar um 16 hús i Kristjaniu, sem varnarm ála ráöuney tið hefur gefið yfirvöldum Kaup- mannahafnar leyfi til að rifa nú þegar, en borgaryfirvöldin telja þau óibúðarhæf. Fjöldi fólks i Kaupmannahöfn og annars staðar i nanmörku, hefur lýst sig reiðubúið, að koma inn i Kristjaniu, og verja húsin með ölium tiitækum ráðum, reyni borgaryfirvöldin að láta rifa þau. Borgaryfirvöldin hafa iýst yfir að húsin verði rifin undir lögrcgluvernd reynist það nauð- synlegt. Samtök jarðvinnu- og byggingaverkamanna og önnur samtök verkamanna i Kaup- mannahöfn og viðar i Pan- mörku, hafa hins vegar sagt, að ekki komi til greina aö menn úr þcirra samtökum rifi húsin undir lögregluvernd, og alls konar saintök fólks i Kaup- mannahöfn hafa iýst yfir samúö sinni með kristjaniubúum. dauðadæmdu. Lýstu konurnar þvi yfir, að þær væru staðráðnar i að verja húsin með öllum til- tækum ráðum. Menn þeirra ættu að gæta barnanna á með- an, en tækist borgaryfirvöldum að láta rifa húsin, myndu eigin- menn þeirra koma, og hjálpa þeim við að byggja upp húsin aftur. — Ég dey örugglega, ef Kristjaniu verður lokað. 1 sam- félaginu fyrir utan Kristjaniu, á ég og barnið mitt enga mögu- leika að komast af. Hér i fririk- inu erum við búin að lifa góðu lifi i þrjú ár, sagði ein þessara kvenna i viðtali við eitt dönsku blaðanna. Konurnar hengdu á sunnu- dagskvöldið upp stórt lak á milli trjánna fyrir utan eitt húsið, á lakinu stóð: „Kristjania er ekki sjúkdómur, heldur heilbrigði”. — Það er ÉG, sem hef ákveð- iðað láta rifa húsin i Kristjaniu. Ef þau verða bara rýmd, flytur fólk inn i þau aftur. Húsin eru gjörsamlega óibúðrhæf, segir Orla Möller, varnarmálaráö- herra Danmerkur, i viðtali við danskt blað á mánudaginn, 1. desember. Kristjania hefur verið þrætu- epli dana frá þvi fyrstu ibúarnir fluttu þangað inn siðsumars 1971. Það er t.d. almennt talið, að nokkrir þeirra, sem nú eiga sæti i danska þjóðþinginu, hafi hlotið sætin beinlinis vegna þess, að þeir lögðu mikla á- herslu á það fyrir siðustu kosn- ingar i Danmörku, að Kristjaniu yrði lokað. íslenskir fjölmiðlar hafa stundum minnst á Kristjaniu og þá einkum i sambandi við eitur- lyfjaneyslu islenskra ungmenna i Kaupmannahöfn, enda mun Kristjania vera vel þekkt meðal hassneytenda á íslandi. Um 700 manns hefur haft fast aðsetur i Kristjaniu frá ársbyrjun 1972, flestir eru að sjálfsögðu danir, en einnig hópur ungs fólks frá hinum Norðurlöndunum, og nokkrir ibúðar viðs vegar að úr heiminum. Stór hluti af þessu fólki er fólk sem á i miklum erfiðleikum að komast af i þjóð- félaginu fyrir utan grindverkið. Þarna er um að ræða eiturlyfja- neytendur, sem af einhverjum ástæðum hefur verið komið af hjálparstofnunum, og hefur ekki annan stað til að búa á. Þá er þarna hópur fólks með alls kyns geðveilur, sem ekki hefur getað fundið annan iverustað, vegna þess að enginn i velferð- arþjóðfélaginu, hefur viljað skipta sér af þvi. Einnig býr i Kristjaniu fólk, sem setið hefur i fangelsum, og ekki getað ann- ars staðar fengið þak yfir höfuð- ið, þegar það kom út. Þá býr þarna hópur fólks, sem flutt hefur inn i Kristjaniu til þess að byggja upp nýtt þjóðfélag, mannúðlegra þjóðfélag, heldur en velferðarþjóðfélagið Dan- mörk er. Það er þetta fólk sem nú berst gegn þvi að húsin 16 verði rifin og Kristjaniu lokað 1. april nk. Það var sumarið 1971, að nokkrir ibúar úti á Kristjáns- höfn, brutu niður hluta af grind- verki þvi sem varnarmálaráðu- neytið hafði látið setja upp um- hverfis Kristjaniu, án þess að á- kveða hvað gera skildi við hinar mörgu tómu byggingarsem þar voru. Kristjánshafnarbúar vildu hafa þetta fallega svæði sem leikvang fyrir börnin sin, sem höfðu ekki haft aðra staði til að leika sér á, en götuna og subbulega bakgarðana. íbúarn- ir skiptu sér ekki af hinum tómu byggingum. En þá var það smá- blað eitt i Kaupmannahöfn, sem komst að þvi, að ástæðulaust var að láta hinar tómu bygging- ar standa auðar á meðan hús- næðisskortur var i Kaupmanna- höfn. Blaðið hvatti þvi unga sem gamla, að flytja út i Kristjaniu. Eftir þrjá mánuði höfðu 300—400 manns komið sér þar fyrir, þar á meðal nokkir ungir islending- ar. Lengi vel hafa 5—8 ungir Is- lendingar haft fast aðsetur i Kristjaniu, en nú mun enginn búa þar lengur. Þá höfðust þar við til skamms tima tveir eða þrir miðaldra islensir drykkju- rónar. ebé — Kaupmannahöfn, 2. desember. Hópur ungra kvenna tók sér stööu fyrir utan húsin 16 i Kristjaníu, sem borgaryfirvöld Khafnar ætla að láta rifa. Þær kváðust vera tilbúnar til að taka á móti lögreglunni. Harðari deilur en nokkru sinni óður um friríkið Kristjaníu í Kaupmannahöfn: Verkamenn fríríkinu undir lög- regluvernd

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.