Vísir - 06.12.1975, Blaðsíða 11
Laugardagur (>. desember 1975.
VISIR
BLAA LAUFIÐ STOÐST
PRÓFIÐ EN NÁKVÆMN-
ISLAUFIÐ FÉLL...
Nú dregur til úrslita i sveita-
keppni Bridgefélags Reykjavik-
ur og er aðeins einni umferð
ólokið.
Sveit Stefáns komst á toppinn
eftir stórsigur gegn sveit Helga,
en sveit Hjalta, félagsmeistar-
arnir, réðu ekki við sveit Jóns,
íslandsmeistarana.
bað er ekki algengt, að á öðru
borðinu séu spilaðir fjórir, en
hinu sjö. Það kom samt fyrir i
leiknum milli sveita Stefáns og
Helga.
Staðan var allir á hættu og
suður gaf.
A G-7-6-5-3
V A-K-D-10-8-7
' ♦ enginn
* K-5
* D-9
V 9-5-3
* D-9-7-6
* 10-6-4-3
4 A-8-4
V G-2
♦ A-K-G-4-3-2
* A-G
A K-10-2
y 6-4
♦ 10-8-5
+ D-9-8-7-2
Sveit Stefáns er efst
hjá Bridgefélagi Rvíkur
Að sex umferðum loknum er sveit Stefáns orðin efst i sveita-
keppni Bridgefélags Reykjavikur. Orslit einstakra leikja f sið-
ustu umferð voru þessi:
Jón — Hjalti 19—1
Stefán — Helgi 20-^3
Einar — Alfreð 19—1
Benedikt — Gisli 20-r5
Gylfi — Lárus 20—0
Birgir — Ólafur H. 20-h5
Gunngeir — Ólafur V. 10—0
Esther — Þórður 11—9
Þórir — Gissur 15—6
1. Sveit Stefáns Guðjohnsen 91 stig
2. Sveit Einars Guðjohnsen 90 stig
3. Sveit Jóns Hjaltasonar 81 stig
4. Sveit Hjalta Eliassonar 76 stig
5. Sveit Gylfa Baldurssonar 74 stig
6. Sveit Benedikts Jóhannssonar 67 stig
7. Sveit Birgis Þorvaldssonar 63 stig
8. Sveit Gunngeirs Péturssonar 58 stig
I næstu umferð, sem jafnframt er úrslitaumferðin, spila sam-
an m.a. sveitir Stefáns og Gylfa, Einars og Jóns, Hjalta og Bene-
dikts, Birgis og Gunngeirs. Fjórar efstu sveitirnar eiga ennþá
möguleika á þvi að vinna mótið, en besta möguleika á Guðjohn-
sen.
Spilað er á miðvikudögum i Domus Medica.
Frá sveitakeppni BR. Sveit Helga Jóhannssonar að spila við sveit
Einars Guðjohnsen. Talið frá vinstri: Helgi Sigurðsson, Þorgeir
Eyjólfsson, Helgi Jónsson. Hinn kunni handknattleiksmaður Guð-
mundur Sveinsson snýr baki i ljósmyndarann.
I opna salnum sátu með n-s
spilin Guðmundur Sveinsson og
Þorgeir Eyjólfsson. Þar var
Precision sagnserian þannig:
Suður Norður
1*
2* 2 V
2G 3 A
3G 4 V
P
Mér er ekki full-ljóst hvor á
sökina, en alla vega á suður fyr-
ir einni sögn i viðbót.
t lokaða salnum sátu með n-s
spilin Hallur Simonarson og
Simon Simonarson. Nú var það
Bláa laufið og það stóðst prófið:
Suður Norður
1 * 2G
2 ♦ 3 V
4 + 4*
5G 7¥
Enginn vandi var að vinna al-
slemmuna, þvi að aðeins þurfti
að trompa tvo tigla. Það er at-
hyglisvert, að engin leið er að
vinna sex spaða, sem hæglega
gæti orðið lokasamningur. Af-
gerandi er, aö noröur tekur
strax þá stefnu að týna spaða-
litnum, ef makker getur ekki
sagt hann.
Reykjavíkurmeist-
aramótið hefst í dag
i dag kl. 13,30 hefst Reykjavikurmót i tvimenning og er spilað í
Domus Medica. Rétt tii þátttöku hafa 28 pör — tuttugu og sjö úr
undankeppni sem er nýlokiö og núverandi Reykjavikurmeistar-
ar Stefán Guðjohnsen og Slmon Simonarson frá Bridgefélagi
Reykjavikur.
Úrslit undankeppni urðu annars þessi:
1. Gylfi Baldursson — Sveinn Helgason BR 395
Ásmundur Pálsson — Hjalti Eliasson BR 380
Guðmundur Sveinsson — Þorgeir Eyjólfsson BR 379
Guðlaugur R. Jóhannsson — Orn Arnþórsson BR 376
Daniel Gunnarsson — Steinberg Rikarðsson BR 375
Jón Ásbjörnsson — Sigtryggur Sigurðsson BR 374
Guðjón Kristjánsson — Þorvaldur Matthiasson BDB 373
Sigurður Sverrisson — Sverrir Ármannsson BR 356
Jóhann Jónsson — Þráinn Finnbogason BR 356
Hörður Arnþórsson — Þórarinn Sigþórsson BR 353
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
Ólafur og Vigfús
efstir hjú TBK
Hjá Tafl- og bridgeklúbbnum
stendur vfir jólatvímen»ings-
keppni og er staðan þessi cftir
fyrstu umferð:
Ólafur Lárusson — Vigfús Páls-
son 215
Sigurjón Tryggvason — Sig-
tryggur Sigurðsson 209
Bragi Jónsson — Dagbjartur
Grimsson 197
Hilmar Ólafsson — Ingólfur
Böðvarsson 193
Gisli Viglundsson — Þórarinn
Árnason 183
Hrafn
Gunnlaugsson
skrifar
SNÆLDA
Fyrir tveim árum kastaði ég
fram gamalgrónu islensku orði,
sem þýðingu á kassetu — hér á
ég við orðið snælda. Siðan hef ég
séð orðið á við og dreif á prenti i
þessari merkingu. Hugmyndin
byggir á þvi að snældan snýr
upp á sig þræði og sama gerir
kassetan. Snældan sem eitt sinn
var hluti i lifi flestra heimila, er
nú orðin rykfallið safnorð, en
gæti fengið nýtt lif með breyttri
merkingu.
Það væri gaman að heyra
skoðun málvisindamanna á
þessari hugdettu.
Að tjó sig
Sú var tiðin, að lestur og rit-
mál voru einkaeign hástétt-
anna. I dag er lestrarnám og
skriftigerð skylda i uppeldi
hvers einstaklings. Ritmálið
hefur smám saman orðið eign
allra þjóðfélagsþegna. En rit-
málið er aðeins eitt af tján-
ingarformum mannsins, hljóð
og mynd eiga einnig sitt mál.
Þvi miður er myndmálið samt
enn einkaeign örfárra einstakl-
inga og stofnana. Hér ræður
stöðnuð hefð. bvi ekkert er auð-
veldara en að læra þetta mál og
beita þvi.
Myndmálið teygir sig inn á æ
fleiri svið og viða erlendis hafa
menntaskólar tekið upp mynd-
málið sem valgrein. Allt stefnir
að þvi, að innan fárra ára þyki
jafn sjálfsagt að geta sett fram
hugmyndir sinar i mynd og i
orði. Æskulýðsráð og æskulýðs-
samtök hafa forystuhlutverki að
gegna i þessu máli og eiga að
efna til námskeiða i 8 mm kvik-
myndun og beitingu myndmáls-
ins.
Tjáning flestra manna er rig-
bundin við orðið, enda hafa allar
aðstæður miðast við það.
Áþreifanlegt dæmi um þetta eru
islensk sjónvarpsleikrit. Höf-
undum hættir til að hugsa ein-
ungis i orðum en ekki athöfnum.
Hér erum við komin að kjarna
málsins: myndmálið getur sýnt
athafnir sem orðið nær aldrei að
lýsa.
1 heimi aukinnar tækni er
myndmálið oft hentugra til
kennslu en talað eða ritað orð.
Myndin ryður sé æ viðar til
rúms innan skóla og mennta-
stofnana.
Hingað til hefur sá mikli
kostnaður er fylgir kvikmynd-
um háð framsókn myndmáls-
ins. Framfarir á þessu sviði
hafa hins vegar orðið glfurlegar
á fáum árum. Mjög ljósnæmar
filmur, fullkomnar smámynda-
vélar og ný hljóðsetningar-
tækni, hafa lækkað kostnaðinn
margfalt. Það er ekki meira
fyrirtæki að eiga góðan 8 mm
útbúnað en fullkomið segul-
band . Myndmáliö á að verða
eign allra og islenska sjónvarp-
inu er i lófa lagt að flýta fyrir
þeirri þróun, ef vilji er fyrir
hendi.
Til allra
Erlendis er mjög algengt, að
útvarpsstöðvar kaupi upptökur
á útvarpsefni frá sjálfstæðum
einkaaöilum og sendi það meðal
fastra dagskrárliða. A siðustu
árum hafa komið á markaðinn
ódýr segulbönd, sem uppfylla
öll þau skilyrði um hljóðgæöi
sem útvarp gerir til talaðs máls
og einfaldari tónflutnings.
Sænska útvarpið hefur fastan
þátt á dagskrá sinni, sem nefn-
ist Bandet gat, en þar eru ein-
ungis spiluð hljóðbönd, sem fólk
sendir inn jafnt frá landsbyggð-
inni sem borgunum. Hér er um
að ræða útvarpsefni, sem unnið
er á mjög ólikar gerðir segul-
banda, allt frá fullkomnum
stereoböndum til einfaldra
snældurokka (kassetubanda).
Þátturinn nýtur mikilla
vinsælda, enda afkvæmi fólks-
ins sjálfs.
Auk þess kaupir sænska út-
varpið inn stærri þætti og flytur
þá á dagskrá sinni. Fram-
leiöendur þáttanna fá þá greitt
visst gjald fyrir upptökuna. 1
þessu felst um leið mikill sparn-
aður, þvi stór hluti i útgjöldum
hverrar útvarpsstöðvar er
rekstur upptökuherbergja.
Islenská rikisútvarpið berst i
bökkum vegná húsnæðisleysis
og ónógra upptökuherbergja.
Það ætti þvi að standa þvi miklu
nær en þvi sænska að reka dag-
skrárpólitik er miðaðist við að
örva sjálfstæða framleiðslu á
efni fyrir utan veggi stofnunar-
innar sjálfrar. Slikt yrði lika til
að veita gamalgróinni dagskrá
og stirðnuðum formum strangt
og heilsusamlegt aðhald.
En til að þessi hugmynd verði
að veruleika þarf að hleypa af
stokkunum sérstökum þætti.
þar sem veittar yrðu almennar
upplýsingar um upptökutækni
mismuriandi hljóðnema. ólikar
gerðir hljóðbands. segulbands-
tæki, hljóðstyrkleika o.s.frv.
Útvarpið þyrfti að koma sér upp
fullkomnum snælduútbúnaði
(kassetutækjum) og kynna sið-
an fyrir hlustendum hvernig
hægt er að vinna efni á snældur.
Liklega þyrfti árs undirbún-
ing til að hleypa af stokkunum
þætti, sem byggist eingöngu á
innsendum upptökum. en aðal-
atriðið er. að nú þegar verði
hafinn undirbúningur sliks þátt-
ar og aö útvarpið endurskoðaði
dagskrárpólitik sina með tilliti
til þess að örva einstaklinga til
sjálfstæðs framtaks á sviði
upptöku og dagskrárgerðar.