Vísir - 06.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 06.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Laugardagur 6. desember 1975. 9 Vestfirðingar í fombréfum Arnór Sigurjónsson: VEST- FIRÐINGASAGA 1890-1540. Útg. Leiftur. Vestfirðingasaga er mikið rit að vöxtum og efnismikið, meginmál 460 siður, nafnaskrá á 25 þéttprentuðum siðum, og gefur nafnafjöldinn nokkra hug- mynd um yfirbragð bókarinnar. Með samningu þessarar bökar hefur Arnór unnið geysimikið starf á ósérhlifinn hátt og á þakkir skildar fyrir. Timabilið sem Arnór tekur fyrir, er heldur snautt af sögu- legum frásögnum, en heimildir um það mestar i skjölum af þvi saman i Fronbréfasafni, dóm- um og dómsögnum, erfða- skrám, kau'pbréfum, samning- um og þar fram eftir götunum. Að vinnasögu úr slikum gögnum er þvi likast að endurgera flókna atburðarás eftir strjálum oglitt samstæðum ljósmyndum, það er að vissu marki gerlegt, en krefst afar mikillar ein- beitingar og yfirlegu. I VESTIFRÐINGASÖGU tek- Bókmenntir Helgi Skúli Kjartansson skrifar ur Arnór til meðferðar fombréf er varða Vestfirðinga á áður- nefndu timabili, og leitast við eftir föngum að túlka þau og tengja. Er það vitaskuld hið þarfasta verk til að ýta rannsóknum áleiðis, en vanþakklátt að þvi leyti að bók- in verður að mestu safn smáat- hugana sem iitið tóm gefst til að tengja i stærri heildir eða gera að spennandi og samfelldri sögu. Raunar felst i bókinni kjarni að sögu höfðingjaættanna vestfirzku (og ekki siður höfuð- bólanna, þviað fornbréfin fjalla flestum togstreitu höfðingjanna um jarðeignir), en grafinn i þviliku flóði tilvitnana og út- legginga af skjölum að það þarf mjög fróðleiksfúsan og þolgóð- an lesanda til að lesa bókina sér til skemmtunar eins og reyfara. Þó ber við að Arnór litur upp til að lýsa almennum atriðum i sögu timabilsins (til dæmis um vandkvæðin á að finna höf ðinguabörnum hæfilegan maka og tilhneigingu þeirra til skyldmennagiftinga), og er það allt hið fróðlegasta eða hann skyggnist undir yfirborðið og leitar einstaklingsbundinna ein- kenna og örlaga að baki jarðabrasksins, ber þar ekki sizt að geta höfðingskvennanna ólafar Aradóttur og Kristinar Sumarliðadóttur, en miklu fleiri merkar persónur mætti einnig tilgreina. Um ályktanir Arnórs skal hér ekki dæmt i einstökum atriðum, sumar virðast fjótt á litið nokk- uð djarflegar, en flestar sann- færandi. Mikið mein er það hve litla grein hann gerir fyrir túlk- un þeirra er áður hafa ritað um viðfangsefni hans. Samt á VESTFIRÐINGASAGA eftir að verða ómetanlegt leiðarhnoða hverjum þeim er vill kynna sér til nokkurrar hlitar eitthvað af þvi svæði sögunnar sem Arnór hefur varðað svo myndarlega. ___Helgi Magnússon:_ Nú er tímabœrt að bylta skattakerfinu Það er liðinn rúmur mánuður frá því ég lagði til í grein i Morgun- blaðinu, að tekjuskattur yrði afnuminn en rikis- sjóði bættur tekju- missirinn í hækkuð- um óbeinum sköttum. Lagt var til, að söluskatt- ur yrði látinn víkja fyrir virðisaukaskatti. Bent var á, að tekjuskattur væri ekki áætlaður nema 12% af heiIdartekjum rikissjóðs, skv. fjárlaga- frumvarpi ársins 1976 og því væri afnám hans minna mál en virtist við fyrstu sýn. í greininni var f jallað um ranglætið, sem núverandi tekjuskatts- álagning hefur í för með sér og lýst vantrú á að bótum yrði þar við komið. Ennfremur lagði ég áherslu á þá grundvallar- skoðun mín, að óbein skattlagning væri.heppi- legri en bein. Flestir sammála Það er að heyra á flestum, sem siðan hafa tjáð sig um skattamálin, að þeir séu sama sinnis. Fólk telur að núverandi kerfi hafi gengið sér til húðar, að vankantar þess séu svo æpandi — þrátt fyrir itrekaðar lagfæringatilraunir — að ekki verði lengur við unað. 1 umræðum um aðrar hugsanleg- ar leiðir við tekjuöflun rikis og sveitarfélaga virðast mér flest- ir hallast að fráhvarfi frá bein- um sköttum yfir i óbeina skatt- lagningu. Þeir einu, sem ég hef heyrt tjá sig með ólund, um hugsanlegt afnám tekjuskatta eru fáeinir sérfræðingar og ráðgjafar hins opinbera i skattamálum. En það eru menn sem á máli dag- blaðanna væru liklega nefndir „gæslumenn kerfisins”. Ekki er mér ljóst, hvort sú tregða stafar af meðfæddri ihaldssemi, eða þvi að núverandi fyrirkomulag sé fullgott. En ég fæ ekki trúað þvi, að þær séu óframkvæmdan- legar þessar hugmyndir, sem uppi hafa verið að undanförnu um afgerandi breytingar eða jafnvel umbyltingu skatt- kerfisins hér á landi. Hlé á smá- viðgerðum Stöðugar breytingar á skatta- iögum og álagningarreglum, hafa m.a. leitt til þess að allur almenningur á orðið erfitt með að átta sig á framvindunni. Þeir sem að skattamálum vinna eru eru lika mjög óánægðir með þessi vinnubrögð sem gera þeim oft mjög erfitt fyrir. Auk þess eru breytingar á skattalögum iðulega látnar virka aftur fyrir sig, samþykktar vorið eftir árs- lok þess árs, sem þær eiga að gilda um. Þetta hefur að sjálf- sögðu i för með sér hvimleiðan rugling og óvissu. Margt bendir til þess að áfram verði haldið að ,,lag- færa” skattalögin á þennan hátt. En það leysir ekki vandann með þessum breytingum. Það þarf að standa að breytingum á annan hátt: Nú þegar þarf að hefja allsherjar úttekt á skatta- kerfinu I heild i framhaldi þeirra athugana sem vinnu- hópar fjármálaráðherra hafa þegar gert á vissum þáttum skattamálanna, en sumir þess- ara hópa hafa þegar skilað áliti Þessari heildarathugun þyrfti að hraða eins og frekast er unnt, svo marka megi nýja heildarstefnu i þessum málum og siðan að koma öllum breytingum á um leið. Hlé þarf að gera á „lagfæringum” á meðan til að forðast enn frekari rugling en orðinn er. Annars legg ég tiL. Til þess að orðlengja þetta ekki frekar. vildi ég að endingu leggja til að rikisstjórnin skipi nú þegar nefnd til að vinna að Þannig lítur álagningarseðill Jðns Jðnssonar út. 20.719 kr. en ekki 100.719 krónur FHÁ þvf að byrjað var að bera út skattseðlana hefur sfmi skattstofunnar ekki þagnað og allar Ifnur þangað verið rauðglóandi, Astæðan er sú, að allmargir viröast ekkert hafa botnað f álagn- ingarseðlunujn. Starfsfðlk skattstofunnar hefur því haft œrinn starfa við að skýra út uppsetn- ingu skattseðilsins og f flestum tilfellum hafa þeir sem hringdu farið ánægðari úr sfmanum en f hann, þar sem f Ijðs hefur komið að skattar þeirra hafa verið lægri en menn héldu eftir að hafa litið cinu sinni yffir seðilinn. Ekki er auðvelt að útskýra útreikninga álagningarseðilsins svo viðhlfðandi sé, enda eru þeir margbreytilegir, t.d. eítlr fjölskyldustærð o.s.frv. \ skattsofunni var okkur gefinn álagningarseðill, sem Jón Jónsson, Laugavegi 506, R., fékk f hendur og við fyrstu sýn mætti halda að honum bæri að borga kr. 100.719 samtals f gjöld. Svo er þð ekki. Jón þarf aðeins að borga kr. 20.719 eftir að liðir nr. 16 og 17 á álagningarseðlinum hafa verið dregnir frá. A skattseðlinum stendur að vergar tekjur Jóns til skatts hafi verið kr. 1.000.000.- Sfðan hefur hann 300 þús. kr. f beinan frádrátt, sem reiknað er út eftir framtali hans. 20% tekju- skattur er sfðan lagður á 700 þús. kr., sem þýðir að Jón á að borga 140 þús. kr. f tekjuskatt. Jón og kona hans fá sfðan fullan persónufrádrátt hjóna. sem er 145 þús. kr. þannig að Jón hefur nú 5 þús. kr., sem ónýttan persónuafslátl Þessar 5 þús. kr. koma þvf til góða sem greiðsla á útsvari og er fært upp f lið nr. 16 á álagningar- seðlinum. I lið nr. 17 er sfðan greint frá þeim barnabótum, sem Jón á að fá með 2 börnum og kemur það einnig til frádráttar. Jón hefur þvf alls 80 þús. kr., sem hann getur dregið frá gjöldum, sem eru 100.719, og þarf þvf Jón að greiða kr. 20.719 kr. f gjöld. 20.719 kr., en....... Þessi úrklippa úr Morgunblaöinu frá i sumar, skömmu eftir aö skattskráin kom út, er dæmi um þaö, hvernig þessar endalausu breytingar á skattalögum og álagningu opinberra gjalda gera það að verkum að fólki er fyrirmunaö að átta sig á hvaö er aö gerast. Eillft fikt, sem dugar skammt. Alla vega er talað um aö halda áfram: Breyta fyrningarreglum, tvisköltun hjóna, öðurvisi meðferð söluhagnaðar,, breyttir frádráttarliðir, breyttar álagningarprósentur. —Meiri tilraunastarfsemi? Eftir allt saman er svo ekki hægt að gera skattgreiðendum ljóst, hvað þeir eiga að borga, þvi álagningarseðillinn er krossgata! tillögugerð um nauðsynlegar breytingar i skattamálum. Þar skyldi m.a. stefnt að: 1. Afnámi tekjuskatts. 2. Upptöku virðisaukaskatts i stað söluskatts. Þá skyldi nefndin kanna gaumgæfilega: 1. Hvort unnt væri að fella alla tekjuöflun rikis og sveitar- félaga i einn lagabálk. 2. Hvort ennfremur væri mögu- legt að afnema tekjuútsvör og aðstöðugjöld, en afla sveitar- félögunum tekna með hækkuðum fasteignagjöldum. en þar er um öruggan skatt- stofn að ræða, sem ekki er háður sveiflum. Með fast- eignargjöldum næst til flestra núverandi skatt- greiðenda. þar sem meginþorri almennings á eigið húsnæði og sama er að segja um flest atvinnufyrir- tæki. :i. Hvort ástæða væri til að fella niður persónuskatta en hækka launaskatt þess i stað. 4. Hvort framkvæmd framan- greindra breytinga — sem væri mikið fráhvarf frá bein- um sköttum — leiddi ekki til þess að upptaka staðgreiðslu opinberra gjald yrði óþörf. Möguleikar Fullvist má telja að fjölmörg önnuratriði kæmu til athugunar og breytinga. þegar farið væri að hrófla við þessu öllu og kafa til botns i skattamálunum. Það eru ótal möguleikar fyrir hendi og þeir eru allir þess verðir að vera kannaðir. Það er von min að ráðamenn og ráðgjafar þeirra fáist til að hugsa um skattamálin i stærri einingum en smáskömmtum. :t. desemher 1975 llelgi Magnússon. viðskipta- Iræðingur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.