Vísir - 08.12.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 08.12.1975, Blaðsíða 4
4 Mánudagur 8. desember 1975. VISIR Ýmsar gjafir til Krabbameinsfélagsins Kiwanis klúbburinn Hekla af- henti Krabbameinsfélagi ís- lands fyrir skömmu afar vand- aða smásjá af ZEISS gerö. Verður smásjáin notuð við frumurannsóknir, en einkum við kennsiu. Er þetta mikill fengur fyrir starfsemi félagsins. Heklufé- lagar hafa oft áður styrkt Krabbameinsfélagið. Siguröur Þórðarson hefur gef- iö 40 þúsund krónur til minning- ar um konu sina Hildi Vil- hjálmsdóttur. í samráði við gef- endur hefur verið ákveðið að verja þessari upphæð til bóka- kaupa og er þetta fyrsti visirinn að bókasafni Krabbameinsfé- lagsins. Laugarnesapótek lét Krabba- meinsíélagið njóta launa þeirra kvenna sem tóku sér fri þann 24. október sl. Nam sú upphæð alls 13 þúsund krónum. Myndin er af forseta Heklu- klúbbsins, Jóni K. ólafssyni t.h., þar sem hann afhendir for- manni Krabbameinsfélags ts- lands, próf. Ólafi Bjarnasyni t.v. smásjána. — EKG. JÓLAKORT MiÐ HANDRITALÝSINGUM Stofnun Arna Magnússonar á islandi hefur hafið útgáfu á lit- prentuðum kortum með lýsingu úr islenskum miðaldahandritum. Nú munu koma út niu kort i tveimur. bá er á einu lýsing úr Skarðsbók Jónsbókar. Að lokum er á einu korti lýsing úr Flateyj- arbók. þremur gerðum með lýsingum úr fjórum handritum. A fimm þeirra eru lýsingar úr sögu heilags Nikulásar. Mynd af Jóhannesi guðspjallamanni er á Kortin verða til sölu á almenn- um markaði og verslunarstjórar sem óska eftir að fá þau til sölu geta snúið sér til Arnastofnunar. —EKG MEYVANT A EYÐI segir hressilega frá Endurminningar eins þekkt- asta ibúa Reykjavikur, Meyvants Sigurðssonar, bónda og bilstjóra á Eiöi eru nú komnar út. Margt hefur á daga Meyvants drifið á langri og starfssamri ævi. liann er einna fyrstur islendinga til þess að fá ökuskirteini og rak lengi eigin vörubilastöð eða allt til þess dags að forystumenn verka- lýösins knésettu þar einkafram- takið. Meyvants kann frá mörgu að segja allt frá þvi að hann stóð aldamótakvöldiö niður á Austur- velli og til þessa dags. Jón Birgir Pétursson skráði bókina en útgefandi er bókafor- lagið Örn og örlygur. —EKG sHán KJÖRGARÐI og SMIÐJUVEGI6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.