Vísir - 08.12.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 08.12.1975, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjórifrétta: Arni Gunnarsson Fréttastjófi erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siöumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasöl;u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Einarðleg framganga Landhelgisgæslunnar Framganga islensku landhelgisgæslunnar i viðureigninni við breta hefur vakið verðskuldaða athygli bæði hér heima og erlendis. Óhætt er að full- yrða, að varðskipsmenn hafa náð mjög góðum ár- angri við gæslustörfin að undanförnu við óvenju erf- iðar og hættulegar aðstæður. Það er ekki einvörðungu að breska rikisstjórnin hafi orðið sér til háðungar með þvi að senda herskip inn i islenska fiskveiðilögsögu, heldur hefur floti hennar hátignar orðið að athlægi fyrir klaufalega framgöngu. Þetta eru staðreyndir, sem vert er að vekja athygli á. Blöð i Bretlandi hafa mörg hver greint frá þvi, hversu vanmátta breski flotinn er i viðureigninni við islensku varðskipin. Starfsmönnum Landhelgis- gæslunnar hefur einnig verið hælt á hvert reipi fyrir afburða sjómennsku. Þrátt fyrir herskipavernd hefur varðskipunum hvað eftir annað tekist að klippa á togvira bresku landhelgisbrjótanna. Bretar eru dæmdir til þess að tapa þessu striði, hvernig sem á málið er iitið. En það er bæði fróðlegt og ánægjulegt að sjá breska flotann verða sér til minnkunar gagnvart islensku varðskipunum þegar i byrjun þessara átaka. Sá árangur sem við höfum náð lofar góðu um framhaldið. Ef að likum lætur verður þess ekki langt að biða, að bretar láti undan siga. En meðan þeir halda áfram uppteknum hætti verðum við að þrengja að þeim sem viðast, ekki aðeins á sjónum, heldur einnig innan þeirra alþjóðastofnana, þar sem tök eru á. Forneskjulegar hugmyndir Fyrir nokkru fóru fram allharðar umræður á Al- þingi um auglýsingar i útvarpi. Þær orðræður, sem þar áttu sér stað, báru keim af þeim hefðbundna sandkassaleik, sem allt of oft einkennir stjórnmála- umræður hér á landi. Þingmennirnir upphófu orðaskak sitt i tilefni af þvi, að útvarpið hafði ákveðið að framfylgja settum reglum um auglýsingar. Þeir belgdu sig út hver i kapp við annan og töluðu fjálglega um pólitiska misbeitingu, en engum flaug i hug að ræða efnislega um þær reglur, sem um þetta efni gilda. Slikir auglýsingaleikir þingmanna eru ekki nýir af nálinni. En af gefnu þessu tilefni er full ástæða til þess að vekja athygli á þeim ströngu reglum, sem útvarpinu er gert að hlita við birtingu auglýsinga. í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að setja ákveðnar reglur um auglýsingar i opinberum fjölmiðlum, en þær verða að vera innan skynsamlegra marka. Að baki þessum reglum liggja að ýmsu leyti forn- eskjulegar hugmyndir. öll dagblöð eru talin flokks- pólitisk og af þeim sökum má ekki auglýsa efni þeirra. Vikublöð eru hins vegar ekki undir þessa sök seld og þvi má birta endalausar auglýsingar um efni þeirra. í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að reistar séu nokkrar skorður við þvi, að stjórnmálaflokkar eða önnur samtök hafi uppi flokkspólitiskan áróður i auglýs- ingum útvarps og sjónvarps. Hitt er hneisa, þegar sjálfstæðum dagblöðum er meinað að auglýsa efni sitt. í þessum efnum þarf að ryðja ýmsum úreltum hugmyndum og fordómum úr vegi. Mánudagur 8. desember 1975. VISIR Umsjón: GP KOMMISSARAR KOMA SAMAN A fundi kommúnistaleiðloga Varsjá i næstu viku er húist við að Leonid Bresnef verði fundar stjóri. A fundi þessum sem fylg ir i kjölfar aðalfundar pólska kommúnistaflokksins, er lik legast að vcröi rætt uin upp skerubrcst sovétmanna, stefn- una gagnvart vesturlöndum, og efnahagsstefnu austurevrópu- rikjanna. Aðalfundur pólska kommúnistaflokksins er fyrsti fundur austurevrópskra kommúnistaleiðtoga siöan i Helsinki. Samband milli hagvaxtar Austur- Evrópulandanna Ef til vill ræðir Bresnef á fundinum um horfurnar i hagvexti Sovétrikjanna eftir uppskerubrestinn, um leið og fyrrnefnd atriði verða tekin fyrir. Leiötogar Sovétrikjanna verða nú að einbeita sér að landbúnaðinum og matvæla- framleiðslunni. Ef hörgull verður á framleiðsluvörum frá Sovét- rikjunum, gætu tilraunir til nánari efnahagssamvinnu kommúnistarikjanna runnið út i sandinn. Uppskerubrestur i Sovétrikj- unum hefur leitt til þess, að áætlanir um aukna neyslu i Austurevrópu hafa verið lagðar á hilluna. Ef til vill gæti hann leitt til þess, aðeinhverskriður kemst á samkomulag um afvopnun milli Bandarlkjanna og Sovét- rikjanna. Tito sendir mann i sinn stað. Viðrœður við Ford Ýmsir Bandarikjamenn hafa leitt hugann að þvi, hvort Brésnef væri ekki viljugur til viöræðna við Ford forseta, eftir að hann hefur setið aðalfund kúbanska kommúnistqflokksins siöar i þessum mánuði. En Bresnef mun liklegast ræða eftirfarandi málefni á fundinum i Varsjá: 1) Aðalfund helstu manna Varsjárbandalagsrikjanna til að hleypa einhverju lifi i Vinar- fundina um minnkun herstyrkja NATO og Varsjárbandalagsins i Evrópu. 2) Efnahagsmálafund helstu manna til að koma á ákveðnu veröi á Utflutningsvörur Sovét- blokkarinnar fyrir næsta ár, auk viðræöna um breytta stefnu gagnvart Efnahagsbandalags- löndunum i Vestur-Evrópu. 3) Alheimsráðstefnu kommúnistarikja með sérstöku tilliti til Kina og öryggissátt- mála fyrir Asiu. Ceausescu kemur ekki Ráðstefnuna munu sækja flokksleiðtogar frá Búlgariu, Tékkóslóvakiu, Ungverjalandi, Austur-býskalandi og Mongóliu — auk Brésnefs. Gestgjafi henn- ar verður Edward Gierek leið- togi pólska kommúnistaflokks- ins. Vafasamt er hvort leiðtogi rúmenska kommúnistaflokks- ins, Nicolas Ceausescu muni sækja ráðstefnuna. Embættismaður innan kommúnistaflokks JUgóslaviu mun verða fulltrúi JUgóslava, og búist er við fulltrúum frá stærstu kommúnistaflokkum Evrópu, þeim italska og þeim franska. Gierek mun gera grein fyrir fimm ára áætlun Pólverja sem taka mun gildi næsta ár og gilda til 1980. Hún mun leggja áherslu á forgangsrétt neytenda, að svo miklu leyti sem hagsmumr þeirra stangast ekki á við hags- muni útflutningsiðnaðarins. Pólverjar hafa hækkað laun, hækkaðverðá frosnum matvæl- um, bætt lifskjör og yfirleitt aukið hagvöxt. En allt hefur þaö verið að þakka vestrænum inn- flutningi og eru þvi gjaldeyris- viðskipti þeirra illa liðin orðið meðal annarra þjóða Austurevrópu. Neytendur teymdir ó asnaeyrunum Meginmarkmiðið með Ut- flutningnum er þvi að greiða Bresnef mun leggja linuna. fyrir innflutningsvöru frá Vesturlöndum og hráefni sem áttu svo mikinn þátt i efnahags- framförum Pólverja frá árinu 1971. Pólverjar sjálfir eru gagnrýn- ir á ákvarðanir flokksráöstefna, sem þeir álita geta haft i för með sér hægfara kauphækkan- ir, frekari verðhækkanir auk aukinna krafna um meiri vinnu. En Gierek væntir mjög traustsalmenningsoghefur sett velferð neytendá mjög á odd- inn. Það verður raunar ekki annað sagt en hann hafi að miklu leyti staðið við þau loforð, er hann gaf þjóðihni, þegar hann tók við stjórn eftir uppþotin i desember árið 1970. Þegar á heildina er litið, hefur Pólland undir forystu Giereks rétt mjög Ur kútnum á sl. fimm árum, og velferðarþjóðfélagið hefur birst neytendum i sýn, þótt það sé enn ekki innan seil- ingar. En það hefur ekki unnið Gierek mikilla vinsælda innan Comecon, aö hann hefur sótt 50% af innflutningi Pólverja til Vesturlanda. Viðskiptin byggjast ó vinóttu En ekki er hann litinn svip- uðum augum og Ceausescu sem hefur reynt að auka viðskipti við Vesturlönd, og styrkja þarmeð. sjálfstæði Rúmeniu gagnvart RUssum. EnGierek hefurhamraðá þvi viö erlenda gesti, að viðskipti sin við Vesturlönd byggðust á vináttu. „Bandamenn okkar ganga fyrir.”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.