Vísir - 08.12.1975, Síða 11

Vísir - 08.12.1975, Síða 11
visrn Mánudagur 8. desember 1975. n Ásgeir skorar í hverjum leik mark Standard gegn Lokeren i Liege i deildarkcppninni i Belgiu i gær. Markið skoraði Asgeir á fyrstu min. siðari hálfleiks við mikinn fögnuð heimamanna, en leikið var i Liege. Heldur dofnaði þó yfir þeim minútu sið- ar er Lokeren, sem var i öðru sæti i deildinni fyrir þennan leik, jafnaði, en allir fóru þeir ánægðir útaf leikvanginum, þvi Ande Gorez skoraði siðar i leiknum og Standard sigraði 2:1. Er liðið komið nú i eitt af efstu sætunum með 19 stig — FC Bruges er efst með 23 stig en siðan koma fimm lið á undan Standard með 20 stig, þar af eru tvö lið búin að leika einum leik meir en Standard. Asgeir Sigurvinsson kom liði bragðið — eins og um siðustu sinu Standard Liege aftur á helgi — er hann skoraði fyrsta Bandarískur sigur í „World Cup" í golfi Bandarikin sigruðu i 23. heims- bikarkeppninni i golfi, sem lauk i Bangkok i Thailandi i gær. betta var i 13. sinn sem Bandarikin sigra i þessari keppni, sem nær eingöngu atvinnumenn komast i — og alls ekki allar þjóðir sem þess óska — þar á meðal Island, sem hefur sótt um aðgang að þessari keppni en ekki fengið inni — frekar en svo margar aðrar. 1 þetta sinn voru það 47 þjóðir sem byrjuðu keppnina á fimmtu- daginn var — 45 luku keppni þar á meðal júgóslavar, sem ætið hafa verið i sérflokki.......,i aftari hópnum”.... og er oft fylgst eins vel með þvi hvort þeim tekst að ná yfir 100 eins og hvort öðrum tekst að komast undir 65. 1 þetta sinn sáu júggarnir þrisvar 100 eða meir — mest 112 högg á 18 holurnar, en lægsta tal- an sem sást i keppninni var 65. Komu þeir inn á 779 höggum sam- tals — 67 höggum á eftir Nepal. Bandarikin — en fyrir þau léku þeir Johnny Miller og Lou Graham — voru á samtals 554 höggum, eða tiu höggum á undan næstu þjóð, sem var Formósa. Þar á eítir kom Japan á 565, þá Astralia á 566 og siðan Argentina á 571 höggi. — klp — Gestirnir settu met Fjögur islandsmet sáu dagsins ljós á Reykjavikurmeistaramót- inu i kraftlyftingum, sem háð var i gær. Tveir gestir á mótinu, Skúii Óskarsson og Friðrik Jósepsson, settu báðir met, svo og ólafur Emilsson KR. Nánar verður sagt frá mótinu i blaðinu á morgun. — klp — Ársþing KSÍ: Ellert kosinn formaður Ellert B. Schram var endur- kjörinn sem formaður KSÍ á ársþingi Knattspyrnusam- bandsins i gær. Ellert hlaut 118 atkvæði, en 7 seðlar voru auðir. Aðrir sem hlutu kosn- ingu i stjórn voru: Jens Sumarliðason 91 atkvæði, Gylgi Þórðarson 70 atkvæði og Hilmar Svavarsson sem hlaut 69 atkvæði. Þá voru kosnir fulltrúar úr hverjum iands- fjórðungi sem eiga aðild að stjórninni og eiga þeir að komasaman fjórum sinnum á ári. Ýmis mál voru rædd og reif- uð á þinginu og komu mörg þeirra óþægilega við suma. Má þar nefna „ársmiða” („boðskort?”) sem Keflvik- ingarnir gáfu út á s.i. sumri og komu hvergi fram i skýrslu. Þótti mönnum skrýtið að allstaðar skyldi verða aukning á aðsókn að lcikjum i 1. deild nema i Kcflavík. Þá má nefna „þóknun” til formanns KSÍ að upphæð kr. 200 þúsund fyrir að safna auglýsingaspjöldum á Laugardalsvöllinn — og kom þetta óþægiiega við Ellert þvi að stjórnin mun vinna öll sin störf i sjálboðavinnu. -Br Kom Standard ó bragðið í leiknum við Lokeren í gœr þegar Standard sigraði 2:1 — Guðgeir í fríi þegar Charleroi nóði jafntefli við Antwerpen Charleroi læddi sér úr botn- sætinu með því að gera jafntefli viö Antwerpen á heimavelli 1:1. Er Charleroi — eða Sporting eins og það er almennt kallað i Belgíu nú með 8 stig eins og Berchem — en með hagstæðari markatölu. Þar fyrir ofan koma 2 liö með 9 stig og siöan önnur 2 með 10 stig, svo þar er allt opiðeins og á „efstu hæðinni.” Guðgeir Leifsson lék ekki með Charleroi i' þetta sinn, átti við smá meiðsli að striða auk þess sem liðið varð að halda einum útlending fyrirutan liðið i þetta sinn — þeir eru fjórir hjá félag- inu en aðeins 3 fá að leika i einu. — klp —

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.