Vísir - 10.12.1975, Qupperneq 4
Miövikudagur 10. desember 1975. VISIR
íiii irnmi íini XWM MjMg ItíUl iMMk AÉiík *Utila AMltii M
Míf nfnli fflfflp mMn fmSW Wm mmn fflro fflww fflnw ffll
Eru Neytenda-
samtökin eitt-
hvað fyrir þig?
Hvaö gera Neytendasamtökin?
Hverjir vinna þar? Getur hver sem
er leitað til samtakanna, eða eru
þau einungis fyrir félagsmenn?
Með hvaða mál er hægt að snúa sér
þangað og hvernig er á þeim tekið?
Við heimsóttum skrif-
stofuna og forvitnuðumst
um starfsemina
Skrífstofan
or opm 10*13 oo
Sigriöur hefur nóg aö gera i kvörtunarmálunum.
Visir heimsótti skrifstofu
Neytendasamtakanna aö Bald-
ursgötu 12 hér i borg til að kynn-
ast einni hliö af fjölþættu starfi
samtakanna, þ.e. þeirri hliö
sem kannski einna mest snýr aö
almenningi.
Sigriöur Björnsdóttir, önnur
af tveimur starfsstúlkum sam-
takanna fræddi okkur um starf-
ið á skrifstofunni:
„Hjá Neytendasamtökunum
eru aöeins tveir launaöir starfs-
kraftar. Ég vinn hér siðari hluta
dagsins en fyrri partinn vinnur
hér Guörún Magnúsdóttir.
Flest önnur störf i þágu sam-
takanna svo sem stjórnar- og
nefndarstörf eru unnin i sjálf-
boöaliösvinnu.
Okííar starf hér auk venju-
legra skrifstofustarfa, er aö
taka á móti kvörtunum fólks,
bæöi simleiöis og einnig hjá þvi
fólki sem hingaö kemur beint.
Einnig vélritum viö bréf bæöi
innlend og erlend, sjáum um
innheimtu og félagaskráningu.
Fjöldi kvartana er misjafn, én
mér finnst hann hafa aukist
bara frá þvi i haust og að meðal-
tali koma svona þrjú til sex mál
á dag, en fer allt upp i þrettán.
Neytendur verða
að athuga málið
fyrst sjálfir.
„Þaö er best aö taka það skýrt
fram að við hér á skrifstofunni
höfum ekkert úrskurðarvald i
málum, sem til okkar berast.
Ef neytandi kemur hér með
kvörtun yfir gallaðri vöru sem
hann hefur keypt, eða kvörtun
yfir þjónustu er frumskilyrði aö
hann hafi sjálfur reynt aö leita
réttar sins hjá viðkomandi selj-
anda, fyrr er málið ekki til um-
ræðu af okkar hálfu.
Hafi neytandi þegar gert það
fyllir hann út þar til gert um-
kvörtunareyðublað i tviriti, þar
sem fram koma allar upplýs-
ingar um viðkomandi mál.
Annað blaðið sendum við sið-
an til þess stjórnarmanns sem
hefur með málið að gera eftir
þvi um hvað þaö fjallar, hús-
gögn, teppi fatnað o.s.frv.
Afritið setjum við númerað i
möppu yfir mál sem eru i gangi
og eftir það vinnum við eftir
fyrirmælum viökomandi stjórn-
armanns og við förum alltaf yfir
möppuna og fylgjumst með
hvað hverju máli liður og
reynum að flýta fyrir afgreiðslu
þess.”
Stundum nægir
eitt símtal.
„Úrlausn mála getur tekið
mjög mislangan tima, eftir þvi
hve umfangsmikil þau eru.
Stundum nægir eitt simtal til að
komast að samkomulagi, en i
öðrum tilfellum eru málin
flóknari.
Samtökin hafa aðgang að lög-
fræðilegri aðstoð þar sem þau
geta fengið leiðbeiningar og
svör við vafaatriðum sem upp
kunna að koma.
Stundum næst ekki samkomu-
lag og stundum hefur neytand-
inn ekki réttinn sin megin, en
segja má að u.þ.b. helmingur
þeirra mála sem hingað berast
leysist neytandanum i hag.
Þegar niðurstaða fæst i viðkom-
andi máli er númeraða afritið
fært inn i möppu yfir afgreidd
mál og þar getum við alltaf leit-
að samanburðar ef hliðstæð mál
koma upp aftur.
Neytandi getur alltaf
leitað hingað
„Það er ekki búið að taka
saman fyrir yfirstandandi ár
þær kvartanir sem borist hafa
en þær eru margvislegar.
Þaö er mikið leitað hingað
vegna heimilistækja og þá
kannski sérstaklega vegna við-
gerðarþjónustu, einnig út af
teppum, fatnaði og skóm og
vegna hreinsunarmála.
Neytandi getur i öllum tilvik-
um sem honum finnst á rétt sinn
gengið leitað hingað, þó með þvi
skilyrði sem fyrr er getið, að
hann hafi fyrst reynt að fá leið-
réttingu sjálfur.
Ef um er að ræða mál sem
ekki heyrir undir okkur gefum
við neytandanum upplýsingar
um hvert hann skuli snúa sér.
Það ber nokkuð á þvi að fólk
misskilji starfsvið samtakanna,
það hringir e.t.v. hingað og
biður okkur að mæla með ein-
hverju ákveðnu merki af tiltek-
inni vörutegund.
Slikt getum við auðvitað ekki
gert. En það eru ekki alltaf
neytendur sem til okkar leita,
það ber við að seljendur snúa
sér til okkar til þess að fá upp-
lýsingar um rétt viðskiptavina
sinna.
1 sumum kvörtunartilfellum
út af einstökum vörum verðum
við að sjá vöruna, ef ekki er
hægtað koma með hana hingað,
t.d. gólfteppi sendum við ein-
hvern á staðinn til að athuga
vöruna.”
Líka fyrir
landsbyggðina
„1 Neytendasamtökunum eru
nú liklega um 3.000 manns viðs-
vegar um landið. Félagsmenn
ganga fyrir i þjónustunni en það
getur hver sem er leitað til okk-
ar hvort sem hann er i samtök-
unum eða ekki, en þeir sem
standa utan þeirra, verða aö
greiöa ákveðiö gjald fyrir þjón-
ustuna, nema um sé að ræöa
kvartanir vegna matvæla,
drykkjar, lyfja, hættulegra efna
og opinberrar þjónustu.
Neytendasamtökin starfa
aðallega hér i Reykjavik, en
neytendur hvar sem er á land-
inu geta leitað til okkar og gera
þaö lika.
Ég held það fari sifellt i vöxt
að fólk leiti til samtakanna, og
það er yfrið nóg að gera hér
bara við að sinna kvörtunum,
þótt ekki væri annað,” sagði
Sigriður Björnsdóttir. —EB
UíUx iiiió. tttiit íiiu uu mm iim utm
frS™ Sraivfifllm IumiA míI ™lni "nM mlfi
LÓÐAÚTHLUTUN - REYKJAVÍKUR
1. Reykjavikurborg mun á næsta ári, 1976, úthluta lóðum fyrir
iðnaðogþjónustustarfsemi við Vesturlandsveg (Borgarmýri),
Súðavog, milli Kleppsmýrarvegar og Holtavegar og Vatna-
garða.
Áætlað er, að hluti lóðanna við Vesturlandsveg verði byggingar-
hæfur á hausti komanda, en lóðir við Súðavog á árinu 1977/1978.
Greiða skal 1/3 hluta áætlaðs gatnagerðargjalds við úthlutun,
en eftirstöðvar á 2 árum. Gatnagerðargjald miðast við 650-750
kr/rúmmetri.
2. Reykjavikurborg mun ennfremur úthluta lóðum til ibúðabygg-
inga aðallega á eftirgreindum stöðum:
a. Fjölbýlishús i 1. áfanga Eiðsgrandahverfis.
b. Fjölbýlishús i Breiðholti III, Hólahverfi 3. áfangi.
c. Fjölbýlishús við Hólmgarð.
d. Einbýlishús i Breiðholti II, Stokkaselshverfi.
e. Einbýlishús i Breiðholti III, Hólahverfi 2. áfangi.
Helming áætlaðs gatnagerðargjalds skal greiða innan mánaðar
frá úthlutun, en eftirstöðvar áður en byggingarleyfi er gefið út.
Gatnagerðargjald er sem hér segir:
Einbýlishús fyrir fyrstu 550 rúmm. kr. 1.434/rúmm.
Einbýlishús rými umfram 550 rúmm. kr. 1.972/rúmm.
Rað- og tvibýlishús kr. 717/rúmm.
Fjölbýlishús 4 hæðir og minna kr. 358/rúmm.
Fjölbýlishús yfir 4 hæðir kr. 268/rúmm.
Umsóknir og allar nánari upplýsingar um lóðir til ráðstöfunar svo
og skipulags- og úthlutunarskilmála verða veittar á skrifstofu
borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð.
Umsóknarfrestur er til og með þriðjudeginum 30. desember n.k.
Eldri umsóknir þarf að endurnýja.
Lesstofan á Baldursgötunni er opin tvo tima á dag og þangaö geta
neytendur sótt sér fræöslu.
Myndir Jim
kkiii ikiiik ik
BSM nra iA rafflra IBI