Vísir - 10.12.1975, Page 6

Vísir - 10.12.1975, Page 6
6 Miðvikudagur 10. desember 1975. vísm Klippingar - Klippingar Ilárgreiðslustofan VALHOLL Laugavegi 25. Simi 22138 ^fréttnnar vism PASSAMYIVDIR feknar í lifturtt tilbúnar sftraxl barna & f íölskylcflu ALA OSMYNDIR TURSTRÆTI 6 S.12644 MYNT já|lS|N Myntalbúm Allt fyrir myntsafnara FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavöröustíg 21 A-Simi 21170 REUTER í MORGUN ÚTLÖND É MORGUN ÚTLÖND Nóbelsathöfninni lýkur með blysför og kröfum um aukin mannréttindi Eiginkona Andrei Sakharovs/ fyrsta rúss- ans sem hlýtur friðar- verðlaun Nóbels, mun i dag veita viðurkenning- unni viðtöku. Sovésk yfir- völd hafa meinað bónda hennar að taka við verð- laununum í eigin persónu. Meðal háttsettra gesta sem viðstaddir verða setningu hi nn- ar hefðbundnu verðlaunaat- hafnár i marmarasalnum i Oslóarháskóla verða Ólafur Noregskonungur og Trygve Bratteli forsætisráðherra. Eftir athöfnina er ráðgerð kröfuganga baráttumanna fyrir auknum mannréttindum, og er blysför þeirra heitið til Grand hótels þar semYelena Sakharov mælir til þeirra nokkrum oröum ofan af svölum hótelsins. Maður hennar sem hlaut verðlaun fyrir mannréttinda- baráttu sina i Sovétrikjunum, lét þau orð falla á sinum tima þegar hann frétti af verðlauna- veitingunni að hann vonaðist til þess að hún mundi koma póli- tiskum föngum i heimalandi hans til góða. Hann reyndi að fá inngöngu i réttarsal, þar sem fjallað var um mál vinar hans, Sergei Kovalevs, en var meinaður að- gangur. — Sakharov og 58 andófsmenn aðrir i Sovétrikjun- um létu frá sér fara i gær áskorunarskjal undirritað af þeim öllum þar sem áréttuð var krafan um að pólitiskir fangar hvar i landi sem þeir væru yrðu látnir lausir. Möguleikar Coneorde- þotunnar til þess að komast i áætlunarflugið á Atlantshafs- leiöinni þykja i dag minni en nokkru sinni. Slikt er þó forsenda þess að þessi dýra tilraunasmið Breta og Frakka geti nokkru sinni borgaö sig. Þessi umdeilda flugvél sem kostað hefur stjórnir Bretlands og Frakklands rúmlega 2,000 milljón dollara er nú skotspónn um- hverfisvarnarráðs Banda - rikjanna, eða alla vega fram- kvæmdastjóra þess Russell Train. Train skyrði þingnefnd svo frá i gær, að concordeþotan væri tæknilega úrelt orðin, og að mælingar stofnunar hans sýndu að hávaði frá henni væri svo mikill að flugferðir hennar til JFK-flugvallar og Dulles-flug- vallar (annar við New York og hinn við Washington) eins og lagt hafi verið til, væru óæskilegar. Þessar upplýsingar Trains færa þeim umhverfisverndarmönnum og þingliðum sem verið hafa and- snúnir flugi Concorde i Banda- rikjunum ný vopn i hendurnar. Stuðningsmenn Concorde efndu strax i gær til blaðamannafundar til að svara fullyrðingum Trains. Nú dregur óðum að þvi að sam- göngumálaráðuneyti Banda- rikjanna taki af ..skarið um það hvort leyfa eigi flug Concorde I Bandarikjunum. Upp úr 5. janúar næstkomandi má vænta ákvórðunar r-áðuneytisins, og örugglega fyrir 4. febrúar. Þreytast ó ríkisrekstri Hið opinbera hefur nú varað stjórn og starfslið bresku Leyland-verksmiðjanna, stærsta bilaframleiðanda Bretlands, við þvi að þeir verði að leggja harðar að sér, ella verði rikisaðstoð hætt við fyrirtækið. Vinnudeilur og vinnu- stöðvanir hafa dregið veru- lega úr framleiðslu British Leylands sem voru teknar i rikiseigu og þjóðnýttar i ágúst i sumar. Ryder lávarður, formaður þeirrar nefndar þess opinbera sem umsjón hefur með rikis- rekstri, sagði á fundi með 650 starfsmönnum Leylands að aukin framleiðni væri for- senda fyrir þvi að fyrirtækið ætti einhverja framtið fyrir sér. Sagði hann að rikissjóður mundi hætta að veita fé i verk- smiðjurnar ef framleiðnin ykist ekki. „Víkja hægri! Vikja til hægri!” í M

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.