Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 8
VÍSIR tJtgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davió Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjórjerl. frétta: Guðmundur Pétursson Augl'ýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Askriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. t lausasöl;u 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Víðtækur stuðningur við afnám tekjuskatts l Umræður þær, sem upphófust siðastliðið haust um skattamálin, hafa rutt braut ýmsum nýjum hugmyndum um þessi efni. Mesta athygli hlýtur þó að vekja i þvi sambandi, að ýmsir þeir aðilar, sem hvað harðast hafa barist gegn óbeinum sköttum, hafa nú tekið undir kröfuna um afnám tekjuskatts- ins. Óánægjualda i kjölfar útgáfu skattskrár er nær árviss viðburður. Sú gagnrýni, sem fram kom á liðnu hausti, var þó borin fram með öðrum hætti en oftast nær áður. Mótmæli ibúa i nokkrum byggðar- lögum vestur á fjörðum og sunnan fjalla vöktu óneitanlega mikla athygli. Þau vörpuðu að ýmsu leyti nýju ljósi á þetta vandamál. í kjölfar þessara mótmæla ritaði prófessor Ólafur Björnsson grein i Visi, þar sem hann benti með skýrum rökum á, að tekjuskatturinn væri i raun og veru sérskattur á launþega. Stighækkandi tekju- skatt má nota til tekjujöfnunar milli launþega, en hann kemur að litlu sem engu haldi til tekjujöfnun- ar milli launþega og atvinnurekenda. Verkalýðshreyfingin og vinstri flokkarnir hafa fram til þessa righaldið i hinar gömlu hugmyndir um tekjuskatta. Andstaða þessara afla við óbeina skatta hefur þó smám saman verið að hjaðna á und- anförnum árum og nú virðast vera að koma upp ný viðhorf gagnvart tekjuskattinum. Ungur hagfræðingur Helgi Magnússon hefur i vetur vakið athygli á ýmsum vanköntum núverandi skattakerfis. Hann hefur sýnt fram á, að itrekaðar tilraunir stjórnvalda til lagfæringar á rikjandi kerfi i skattamálum, hafa komið að ákaflega litlu haldi. Hér er einnig á það að lita að sifelldar bráða- birgðaaðgerðir i skattamálum leiða til óþolandi óvissu fyrir skattgreiðendur. öllum má ljóst vera, að ógjörningur er að búa við þær aðstæður, að skattalögum sé breytt svo til i hvert sinn, sem endurnýja á kjarasamninga. Núverandi rikisstjórn hefur haft það á stefnuskrá sinni að lækka svo tekjuskatta, að þeir leggist ekki á það sem kallað hefur verið almennar launatekjur, án þess að það hugtak hafi verið skilgreint. Þessi stefna var itrekuð á flokksráðsfundi Sjálfstæðis- flokksins fyrir skömmu, en þar var hafnað tillögu um afnám tekjuskatts. Félag ungra sjálfstæðismannai Reykjavik og Alþýðuflokkurinn hafa á hinn bóginn samþykkt yfirlýsingar, þar sem krafist er afnáms tekju- skattsins. Þetta er mjög athyglisverð staða i stjórn- málum. Engum vafa er undirorpið, að afstaða þess- ara tveggja stjórnmálasamtaka til þessa máls nýt- ur viðtæks stuðnings. Það verður aldrei unnt að byggja fullkomið skatt- kerfi, sem allir verða ánægðir með. En engum vafa er undirorpið, að það er spor i rétta átt að afnema með öllu þann anga kerfisins, sem mestum ójöfnuði hefur valdið. Einmitt fyrir þær sakir fær krafan um afnám tekjuskattsins æ meiri hljómgrunn. Óbeinir eyðslu- eða neysluskattar eru að mörgu leyti eðlilegri en stighækkandi tekjuskattur. Við eigum óhikað að fara inn á þá braut i rikari mæli en gert hefur verið. Það hefur verið stefna frjáls- hyggjumanna i stjórnmálum og ánægjulegt er að sjá, að sú stefna nýtur nú miklu viðtækari stuðn- ings. Miövikudagur 10. desember 1975. VISIR Umsjón: GP Slikar svipmyndir i Portúgal, sem þessar tvær, heyra nú minning- unum til.... aö minnsta kosti I bili. \P0RTÚGAL \ \SVEIGIR \ \ofurhægt\ \TIL HÆGRl\ Eftir hina misheppnuöu upp- reisn vinstrisinna i Portúgal, sveigir landiö hægt yfir á hægri hliöina á öldum ljósvakans þar I landi. Vonsviknir erlendir vinstri- menn hverfa nú úr landi, og hárskerar hersins eru i óöaönn aö snyrta til siðhæröa hermenn. Nú leiðast hægrisinnaðir her- menn og unnustur þeirra um stræti Lissabon framhjá máö- um kröfuspjöldum kommún- ista. Áróðursrit vinstrisinna eru horfin úr bókabúðum, og þar fást nú eingöngu dagblöö er styðja rikisstjórnina, auk klám- rita. Hinum hrjáðu meðlimum sin- umtil uppörvunar, hefur portú- galski kommúnistaflokkurinn haldið hundruð áróðursfunda. Yfirráð fjölmiðla „örvæntingin fæðir sjaldnast af sér góðar ráðleggingar” stóð i forystugrein eins af málgögn- uk rikisstjórnarinnar, Avante, eins og blaðið heitir, gefur nú út tvær útgáfur á dag, nú þegar út- varpsstöðvar kommúnista hafa þagnað og dagblöð þeirra hætt að koma út. Allt frá byltingu hersins i april I fyrra, hefur meginstriðið milli hinna tveggja megin póli- tisku afla staðið um yfirráðin yfir fjölmiðlunum. örlög uppreisnarmanna voru ráðin, þegar herstyrkir stjóm- arinnar náðu útvarpi og sjón- varpi á sitt vald á fyrsta degi. Siðan hafa vinstrisinnar kvartað undan þvi, að almenn- ingur væri heilaþveginn af opin- berum tilkynningum og dægur- lögum. Byltingarsöngvum hefur fækkað stórlega og bliðari tón- list er nu alls ráðandi á öldum ljósvakans. Vinsæl hljómsveit, Fados hefur aftur náð sér á strik. Gamanmynd í stað œsingarœðu Þjóðlög höfða frekar til al- mennings en baráttuslagorð. Milljónir sjónvarpsáhorfenda fengu sannanir fyrir þvi, að yfirvöldin höfðu brotið upp- reisnina á bak aftur, þegar bandarisk gamanmynd birtist skyndilega á skerminum i stað byltingarsinnaðsherforingja, er var að halda æsingaræðu. Siðan hefur létt skemmtiefni verið allsráðandi i sjónvarpinu i stað áróðurs vinstrimanna, sem dunið hafði yfir stanslaust sið- ustu 19 mánuðina. Gamlir góðir siðir, eru aftur i heiðri hafðir, og löng upptaka var sýnd frá útför tveggja her- manna stjórnarinnar, sem fallið höfðu f einu orrustunni, sem háð var i uppreisnartilrauninni. „Dulce et Decorum est pro Patria Mori” („það er ljúft og sætt að deyja fyrir föðurland sitt”) er slagorð það, er helst heyrist nú i sjónvarpinu. Þulir útvarps og sjónvarps hafa haldið orðbragði vinstri- sinna i fréttaflutningi sinum, til þess að umskiptin verði ekki of snögg fyrir almenning. „Gakktu í GNR" Hermenn leita i verksmiðjum og á sveitabæjum að vopnum, og lýðveldisvörðurinn gamli (GNR) sem i fyrri tið bældi upp- þot og verkföll á bak aftur, er að komast aftur i gagnið. „Gakktu i GNR, og þin biða 10.000 faðmlög” segir i sjón- varpsauglýsingu. Þeir bilfarmar bænda og her- manna, sem sveifluðu rauðum fánum við kröfugöngur, eru horfnir svo og götuvigi vinstri- sinna. En þótt hægfara og ihalds- sinnar herforingjar hafi öll völd I hendi sér og andkommún- isku flokkarnir hrósi óspart sigri, virðast margir uggandi um framtiðina. Nurl og hamstur Þeir sparsömu nurla hvað óð- ast saman erlendum gjaldeyri, ef ný gengisfelling kynni að verða gerö og innanrikisráðu- neytiö hvetur fólk dag hvern til að hamstra ekki mat. Hinn almenni borgari fylgist náið með loftvog efnahagslifs- ins, en sem betur fer hefur engin stórvægileg breyting orðið á lifskjörum hans, siðan einræð- inu var steypt. En með auknu atvinnuleysi, minnkandi birgðum og minnk- andi framleiðni eru sparnaðar- aðgerðir — eins og fæðu- skömmtun — óumflýjanlegar. Vinstrisinnar viðurkenna sjálfir, að þeir hafi tapað orr- ustu, en ekki striðinu sjalfu. Þeir binda vonir sinar við nei- kvæð viðbrögð almennings viö sultarólinni. Eins og korkurinn Þótt enn hafi ekki komið til kröfugangna verkalýðsins, hafa þeir herskáustu, byggingar- verkamenn, þegar mótmælt sveiflunni til hægri. Samtök þeirra, sem hvað mest lögðu sig fram um að draga kreppuna á langinn, með þvi aö halda forsætisráðherra innilokuðum i húsi sinu i tvo sól- arhringa, hafa sagt meðlimum sinum, að málstaður sinn sé likt og aðalframleiðsluvara Portú- gala,korkur: „Sama hve mikill stormur er, hann sekkur aldrei”.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.