Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 9
VISIR Miðvikudagur 10. desember 1975. 9 KANTORINN Á MIKL- AR ÞAKKIR SKILDAR Tónleikar i Háteigskirkju sunnudaginn 7. desember. - 0 — Efnisskrá: Bach: Fimm sálmforleikir Heinrich Schutz: Vegsamið Drottinn Brahms: Gjör dyrnar breiðar Willy Burkhard: Magnificat op 64a Bach: Erschallet, ihr Lieder — kantatata nr. 172. - 0 - Flytjendur: Margrét Bóasdóttir — sópran Rut Magnússon — alt Garðar Cortes — tenör Halldór Vilhelmsson — bassi Hörður Áskelsson — orgel Kór Háteigskirkju ásamt aðstoðarfólki félagar úr Sinfóniuhljómsveitinni - Stjórnandi: Marteinn Hunger Friðriksson. Ungur organisti, Hörður Áskelsson, lék sálmforleiki Bachs úr Orgelbæklingnum mjög snyrtilega og fallega. Þetta voru þeir sálforleikir sem Bach samdi um jólalög og að- ventusöngva, ákaflega mikil og djúp músik Þarnæst kom kórinn og flutti mótettuna Vegsamið Drottinn sem samin er við 100. sálm Daviðs, og söng kórinn verkið á islensku. Verkið er gert fyrir tvo kóra, stóran og litinn kór eða kvartett. Kórnum var stillt upp sitt hvoru megin i kirkjunni og hl’jómaði samsöngur þeirra ágætlega. Sama var að segja um mótettu Brahms Gjör dyrnar breiðar. Það var einnig sungið á islensku, sem að minu mati er mjög virðingarvert. Okkur ber að syngja sem mest á móðurmáli okkar, og sjálfsagt er að láta þýða söngtexta þegar þvi verður við komið. Kórinn söng hreint, innkomur voru skýrar og öruggar, túlkun öll i besta lagi og stjórn Marteins mjög skýr og örugg. En þvi miður — textinn skildist ekki nógu vel. Mér finnst að islenskt söngfólk yfirleitt mega taka sig til og bæta framburð sinn á is- lensku og á það bæði við ein- söngvara og kórfólk. Ég hef ekki heýrt Margréti Bóasdóttur syngja áður. Hún hefur háa og heilbrigða sópran- rödd, sem hún vonandi á eftir að þjálfa meira. Hún flutti Magnificat eftir svissneska tón- skáldið Willy Burkhard, einkar fallegt og innilegt verk. Burkhard er eitt frægasta tón- skáld Svissara, og margrómað- ur kennari, Jón Nordal var meðal nemenda hans ef mig minnir réttt. Margrét gerði margt vel, én mér fannst verkið vera henni ofviða. Hún hefði átt skilið viðráðanlégra verkefni i þetta sinn. Að lokum var flutt ein af kantötum Bachs Hljómið þér söngljóð. Flutningur þessa verks var mjög vandaður. Kór, einsöngvarar og hljómsveit, undir stjórn Marteins, komu tónhugsun Bach gamla hreinni og ómengaðri til skila. Einkum var samleikur trompetanna, Lárusar, Jóns og Sæbjörns, gælsilegur. Kantor Háteigskirkju Marteinn Hunger á miklar TONLIST Atli Heimir Sveinsson skrifar þakkir skildar fyrir að standa fyrir jafnvönduðum tónleikum og þessum. Var Guð að œfa sig þegar hann skapaði Adam á undan Evu? Arestófanes var einn mesti snillingur bókmenntanna, sem uppi hefur verið. Hann var eins konar eldgos i bókmenntaheimi samtiðar sinnar i Grikklandi. Fjörið og fyndnin ofurmannleg, enda var hann i sumum verkum sinum meðal guðanna i vitund þjóðar sinnar, hinna fornu grikkja. Og þvi var þá bókstaf- lega trúað, — að ætla má — að hann hefði það úr griskum guðaheimi er hann hélt þvi fram að hinar fyrstu mannverur á jörðinni hefðu verið tviefldar að stærð og allri likamssköpun, rhaður og kona i senn, fjórir handleggir, fjórar fætur tvö höfuð voru á þessari risaveru og annað eftir þvi. Hún virtist ætlá að vera sjálfri sér nóg i að vera frjósöm og uppfylla jörð- ina. — En sjálfir grisku guðirnir frá Belveáere. Apollon STEFAN ÞORSTEINSSON SKRIFAR: mörgum árum siðar ákallaði vesalings útlenda skáldið Drott- inn aftur, þá að visu i nokkuð öðrum dúr - -: ,,Ég bið þig, gerðu rifbein, gerðu reifbein úr öllum minum konum”. Góð eiginkona styður mann sinn og örvar hann til dáða. Stórt hlutverk og mikilsvert hvernig með það er farið. Og nú heyrast raddir um að nafn kon- unnar sé ekki skráð nógu ofar- lega i leikskrá lifsins. Kristur, Michelangelo og Bach, standa kannski ofar öllum þeim mannanna nöfnum, sem við þekkjum i dag. Hvar stendur svo konan i lifi þeirra. Hér má aðeins benda á að Maria guðsmóðir er upphafin hjá katólskum, og vitað er að seinni kona Bachs var honum mikill styrkur, einmitt þegar mest á reyndi. Þá er þrautseigla og um- burðarlyndi eiginkonunnar ómetanlegur þáttur i lifi og starfi mannsins, þótt ekki sé alltaf árangur sem erfiði. Nefna má eitt dæmi, i þessu sambandi, sem mun hafa átt sér stað á Norðurlandi um aldamótin og ekki er rétt að falli i gleymsku, þvi það segir sina sögu og mætti vera við hæfi að rifja upp á kvenna-ári: hræddust hana og láir það þeim enginn. í eilífri leit að betri helmingnum Þvi var það að æðsti himna- guðinn Zeus tók sig til og hrein- lega sagaði, eða klauf þessa fyrstu mannveru i tvennt. En sólguðinn Apollon, hinn listræni sonur Zeusar var þá lika guða visastur til að flikka þannig upp á hvorn helminginn fyrir sig að frammi fyrir honum stóðu fullsköpuð konan og karlmaður- inn. Og á þann hátt heldur þessi sögn þvi fram að hin raunveru- lega ást milli karla og konu hafi myndast, allar götur frá þeim timum hafi annar helmingurinn verið að leita að hinum. Það mætti gjarnan, á kvennaári rekja hugtakið ,,betri helming- urinn” til þessara fornu gisku heimilda. Nú er það vitað að frá okkar trúfræðilega hlaðvarpa séð er konan hreint og beint ,,hönnuð” úr rifi karlsmannsins. Kvenréttindakonan Laufey Valdimarsdóttir var eitt sinn i bil með nokkrum kenréttina- konum. Þær töluðu margt um sin áhugamál og þótti bilstjóranum þær halla all-mjög á karlmennina. Hann sagði þvi: ,,En Guð skapaði þó Adam á undan Evu”. ,,Já”, svaraði Laufey, ,,en það var bara af þvi að hann var að æfa sig”. Ljósmyndirnar eru teknar á kvennafrideginum 24 október sl. ,Gerðu konur úr öllum minum rifbeinum" ,Ég verð þó alltaf að skreppa og skíra" öðlingsmaðurinn landskunni Steingrimur heitinn Jónsson, rafmagnsstjóri — eins og hann var tiðast nefndur — sat á efri árum veislu og borðdama hans var miðaldra frú. Hún spurði: „Steingrimur, nú hefur þú náð háum aldri, hvað finnst þér vera dásamlegasta timabil ævinn- ar?” Hvislaði þá hinn lifsreyndi heiðursmaður með bros á vör: ,,Ég er ekki i neinum vafa um það, dásamlegasti timinn er skottiminn. Og ekki lék neinn vafi á þvi við hvaða timabil hann átti. Á skottlma sinum orti skáld nokkur, útlent, einu sinni eitt- hvað á þessa leið og ávarpaði þá Drottinn sinn: ,,Ég bið þig, gerðu konur, gerðu konur úr öll- um minum rifbeinum”. — All- Heiðursklerkurinn i kauptún- inu átti það til að fá sér i staup- inu og nú hafði hann verið á nokkra daga túr. Hann vaknaði siðla dags, klæddist og gerði sig liklegan til að labba út. 1 þvi lá einmitt hættan, fannst prests- frúnni, nú fannst henni nógu langt gengið, á hinni hálu braut flöskunnar og sagði stopp, ,,nú verður þú heima góði minn, og jafnar þig.” Þetta var góur eiginmaður, virti konu sina og orðin hennar gátu verið honum lög, sem ekki kom til greina að brjóta. — En nú skeði nokkuð óvænt, þvi prestur sagði af sinni alkunnu hógværð: „Heyrðu elskan min, ég verð þó alltaf að skreppa og skira blessað barn- ið”. Að svo búnu tók hann nauð- synleg „embættisgögn” og hvarf út um dyrnar. Frúin vissi af óskirðu barni i húsi einu i þorpinu, svo ekki var neitt við þetta að athuga, þótt fólkið vildi nú láta skira það. Um miðnættið komu „félagarnir” með prestinn á milli sin all-hreifann og mjök- uðu honum alla leið upp i hjóna- rúmið. Slöguðu siðan á brott. Sjálfsagt þótti nú frúnni að stumra yfir sinum vindrukkna maka og tina af honum spjar- irnar. Það er ekki umtalsvert þótt konur séu forvitnar og nú spurði þá prestmaddaman mann sinn: „Og hvað hét svo barnið?”. Það var engin hætta á þvi að presturinn skrökvaði að konu sinni, og nú umlaði i hon- um: Ég veit það ekki. ----ég var þar ekki”. 1 dag hringja kirkjuklukkurn- ar i kauptúni hinna mikiu heiðurshjóna lagstúf úr alkunnu lagi þessa dáða klerks, með vissu millibili. Hér vann hann' mikið ævistarf og ómetanlegt i einum þætti menningarlifs i þessu landi, i skjóli eiginkon- unnar. Og frúin sýndi svo mikinn manndóm... Fyrir skömmu stofnaði Kvenfélagið i Ólafsvik til kvöld- skemmtunar i tilefni kvenna- ársins. Kaffidrykkja var þar og kræsingar, veitt af rausn. og viðeigandi dagskrá, en konur buðu körlum sinum með i fagnaðinn. i veislulok gengu þar fjórar frúr á senu, með handrit vélrit- uð, en þær lásu til skiptis áf miklum myndugleik upp úr ýmsum málflutningi kvennanna frá „dagskrám” kvennafri- dagsins á dögunum, er þær höfðu fengið léðar af þessu til- efni. Var þar margt spaklega mælt. Konurnar höfðu valið nokkra kafla úr þessum efnivið til að flytja þarna og fengið karl einn i kauptúninu til að vélrita hand- ritin. Hafði hann bætt við stöku. frá eigin brjósti, sem stóð á handriti þeirrar konu, sem upp- lestrinum lauk þarna á leiksviðinu. Og frúin sýndi svo mikinn „manndóm” að láta þá stökuna fjúka með. en hún hljóðar svo: Þið seint munuð jöfnuð fullan fa. þótt fridaga eignist þið marga slika. nema þið kunnið að koma þvi a. að karlarnir gangi með börnin lika. Ólafsvik, I des. 1975. Stefán Þorsteinsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.