Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 10.12.1975, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 10. desember 1975. 11 NÝJAR HLJÓMPLÖTUR GAGNRÝNI GAGNRÝND Reykjavik 6.12 ’75. Háttvirta Tónhorn (örn Peter- scn). Eftir að hafa lesið grein þina um hina nýútkomnu breiðskifu hljómsveitarinnar Júdas, fæ ég ekki sálarró fyrr en ég hef gert við hana nokkrar athugasemd- ir. Mér finnst þú full ljufur i gagnrýni þinni á þessa plötu „Júdas nr. 1”, er það kannski vegna samvinnu ykkar Magn- úsar K. i stjórn Klúbbs 32?? bvi heyrir þú ekki yfir- sprengdan söng Magnúsar, sem allir eru búnir að fá leið á fyrir löngu? Þvi heyrir þú ekki sifelldar endurtekningar á plötunni? Þvi heyrir þú ekki þá einföldu staðreynd að platan er drep- leiðinleg, og á litið erindi á is- lenskan markað? Þú ferð i skrifum þinum i kringum þessar staðreyndir, skrifar aðeins um misheppnaða strengi, sem i raun og veru breyta engu. Það er vandasamt verk að vera gagnrýnandi, og einnig hvilir mikil ábyrgð á herðum gagnrýnandans. Fjöldi fólks les þessa gagn- rýni, og bókstaflega trúir henni likt og bibliunni eða rauða kver- inu. Þó svo að um islenska vöru sé að ræða, þá má ekki segja „virðingarverð tilraun” eða „framtak”, heldur aðeins greina frá staðreyndum. Þetta á ekki aðeins við „Júdas nr. 1”, t.d. fannst mér hálf spaugilegt kapphlaupið sem þið gagnrýnendurnir háðuð, um að finna sem flest lýsingarorðin um plötu Spilverks þjóðanna til lofs. bar þorði enginn ykkar að greina frá þeirri einföldu stað- reynd, að platan er illa unnin tæknilega séð. Ef allar islenskar hljómplötur eru „bara framtak”, þá er al- veg eins hægt að skrifa um Os- monds, það kemur okkur jafn litið við. Með þökk og vinsemd (ekki birta nafn mitt ef bréf þetta verður gjört opinbert). Örlitið stytt af Tónhominu, sök- um plássleysis. A.K. svar „Enginn gagnrýnandi tifá islandi" Agæti A.K, til að byrja með þakka ég þér fyrir bréfið, þau máttu gjarnan verða fleiri. Varðandi skoðun þina á „Júdas nr. 1”, vil ég litlu við bæta, enda ræður þar persónu- legur smekkur hvers og eins. f grein minni lýsi ég ekki plöt- unni sem góðri né slæmri, sá dómur er lagður i lófa lesand- ans. Ég geri stuttlega grein fyrir skoðun minni á henni, og ein- stökum lögum hennar, svo og nefni ég galla þann er ég tel einna stærstan á henni. Varðandi samstarf okkar Magnúsar i Klúbb 32 get ég að- eins sagt, að frá minum baéjar- dyrum séð, kemur það skrifum minum EKKERT við. Flestir þeir menn er starfa innan popp-bransans hérlendis þekkjast meira og minna, það má kannski segja að það sé stærsti gallinn. Ég veit að allflestir popp- skrifarar landsins eru hálf ragir við að gagnrýna landann, sem er skiljanlegt, þvi margur land- inn þolir hreint og beint ekki gagnrýni. A islandi er þvi ekki til hljóm- plötugagnrýnandi sem uppfyllir allár þær kröfur sem til hans eru gerðar sbr. tónlistarmennt- un reynslu svo og að vera opinn fyrir hvers slags tónlist. Þvi ber ekki að lita á skrif min sem hreina gagnrýni, heldur fyrst og fremst lýsingu á þvi sem viðkomandi plata hefur upp á að bjóða. Þannig flokkast skrifin frekar undir upplýsinga- starfsemi en hitt. Að lokum vil ég taka það fram Á.K. að þér jafnt sem öllum öör- um standa allar dyr opnar i Tónhorninu, þannig að viljir þú vekja athygli á sólaróróa þinum aftur, þá skrifaðu endilega. Örp. Þokkabót er á meðal þeirra sem koma fram á hljómleikunum i Iiáskólabíói i kvöld. Hljóðrita plötu á tónleikum í kvöld í kvöld má að öllum likindum búast við góðri upplyftingu frá skammdeginu á hljóm- leikum Steina h/f i Há- skólabió. Þar koma fram hinar at- hyglisverðu hljómsveitir Þokkabót spilverk Þjóðanna ásamt samsteypu Einars Vil- berg. Einar og Co. eru um þessar mundir að reka smiðshöggið á hljómplötu sem inniheldur frumsamin lög Einars. Tónhornið hefur lagt eyrum við tónlist þess á æfingu sam- steypunnar og getur fullvissað lesendur sina um það, að hér er um reglulega gott efni að ræða. Einar hefur til liðs við sig besta trommuleikara íándsins, Asgeir Óskarsson, hljómborðs- leikarann Lárus Grimsson, söngvarann og bassaleikarann Pálma Gunnarsson oj* væntan- lega gitarleikarana Þorð Árna- son og Hannes Jón, auk Spila- verks bjóðanna, sem mun að- stoða við raddir. Spilaverk Þjóðanna hefur aldrei brugðist á hljómleikum, og væntanlega fá aðdáendur Spilverksins að heyra eitthvað nýtt efni frá því i þetta sinn. Það má svo telja þau skipti á fingrum annarar handar sem Þokkabót hefur komið opinber- lega fram hér á höfuðborgar- svæðinu, svo margir fá nú fyrsta tækifærið til að hlýða á þennan athyglisverða söng- flokks. Steinar Berg forsvarsmaður Steina h/f sagði Tónhominu að verði aðgöngumiða yrði stillt mjög i hóf, eða 700.- krónur, og þeks ber að gæta að um 40% þessarar upphæðar rennur til rikisins i formi skatta, og um 100 þúsund renna til kvik- myndahússins, þannig að tekjur renna nærri óskiptar til þeirra sem fram koma. Yfirhljóðstjórn verður i hönd- um Jónasar R. Jónssonar en hann er nýkominn frá Ameriku, þar sem að hann hefur kynnt sér ýmiskonar tækni á sviði hljóð- upptöku, á vegum Hljóðrita h/f Jónas hefur sér til aðstoðar hljóö-tæknifræðing og Baldur „mixara” hljómsveitarinnar Júdas, svo vissulega gera menn sér góðar vonir um vel heppnaða tónleika að þessu sinni. Tónleikarnir hefjast klukkan hálf tólf, en forsala aðgöngu- miöa er hafin i Hljómdeild Faco, og Háskólabió. örp. TONHORNIÐ Umsjón: Örn Petersen „Hinn gullni meðaivegur” er aftur á móti mun betri plata en sú fyrsta, skiptir þar mestum sköpum hve hljóðflæraleikurinn allur er fágaður og góður, þó að ekki hafi hann verið lélegur á „Stuð-Stuð-Stuð”. „Heim i Búðardal”, lag Gunnars Þ. vakti hvað mesta athygli á „S.S.S.”, og eflaust kemur lag hans” Harðsnúna Hanna” til með að fylgja i fót- spor þess. Léttleikinn er ekki eins afger- andi á þessari plötu en hinni fyrri, hún er fjölbreytilegri og ber þess vott að um vandvirk- ann útsetjara hafi verið að ræða, (sum sé, Gunnar Þórðar- son). Að venju koma raddir mjög vel út þegar Hljómar eiga i hlut, sérstaklega er söngur Björgvins eftirtektarverður, t.d. i einu besta lagi plötunnar „Japanska stúlkan”. Engilbert kemur einnig sterk- ur út i titillaginu „Hinn gullni meðalvegur”. Þá ber og að geta mynd- skreytingar albúmsins. en hún hefur bersýnilega verið unnin af fagmanni, sem áður hefur feng- ist við slikt verkefni. „Hinn gullni meðalvegur” veldur engum Blú Bojs aðdá- enda vonbrigðum. örp. Ðe Lonlí Blú Bojs. „Hinn gullni meðalvegur Hljómar 015. Það þarf vart lengur að fara nokkrar grafgötur með það, að Lónli Blú Bojs eru Hljómar, og nú er kominn nú hljómplata frá þeim undir fyrrnefnda nafninu. Þeir fylgja sömu uppskrift- inni frá „Stuð-stuð-stuð”, sem margur hefði talið vandasamt verk. VELDUR ENGUM BLÚ BOIS AÐDÁENDA VONBRIGÐUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.