Vísir - 10.12.1975, Síða 19

Vísir - 10.12.1975, Síða 19
Miðvikudagur 10, desember 1975. 19 INIM SÍÐAN Eins gott að þvo sér vel um hendurnar, svo maður nái málningunni af... Og hvað skyldi þetta eiga að vera? Jú, þetta eru jólasveinaháfur. A þær er svo lfmt skegg og búið til andlit. Ljósm: BG. Farið að hugsa til jólanna strax í september... í leikskólunum búa krakkarnir- til jólaskó, jólasveina, jóla stjörnur og ekki mó svo gleyma jólagjöfinni Þau voru að mála jólaskóna sem eru búnir til úr dagblöðum. Krakkarnirá leikskólunum láta ekki sitt eftir liggja i jólaundirbúningnum. Þau eru þegar farin að föndra sitt og hvað fyrir jólin, og i Alftaborg f Safa- mýrinni sagði forstöðukonan okkur, að tveir hefðu þegar verið farnir að hugsa til jólanna i september: Við kfktum þangað i gær og heim- sóttum lika krakkana i Holtaborg i Sólheímtmum. Jólaundirbúningur stóð sem hæst þegar okkur bara að garði. Og jólastemningin minnkaði ekki þeg- ar plötum með jólalögum var brugðiðN á fóninn. J 1 Alftaborg eru 108 börn. Spenning- urnn fyrir jólunum er farinn að gera vart við sig, og einn litill snáði hafði með sér jólasvein i leikskólann þennan dag.Hannhaföi verið prjónaður handa honum, enda var hann ekkert á þvi að sleppa þessum skrautlega karli. Búa til jólakort og jólagjafir Yngri krakkarnir bjuggu til alls kyns jólaketti, jólatré og annað slikt, sem þau siðan skreyta að vild. Þau eldri voru hins vegar i óða önn að búa til jólakort, og klipptu þá út alls kyns mynstur úr alla vega lituðum pappir, og limdu á kortin. Og svo má ekki gleyma jólagjöfun- um. Krakkarnir búa til gjafir t.d. handa pabba og mömmu, og auðvitað eru gjafirnar leyndarmál þangað til á jólunum. Ekki má gleyma jólaskónum! Það er vist eins gott að gleyma honum ekki, þvi að þá fæst ekkert i skóinn fyrir jólin. Þeim siðað setja skó i gluggann fyrir jólasveininn eða jóla- sveinana, er vel viðhaldið. Krakkarnir eru ekkert á þvi að gleyma honum, og þau búa núna til sérstaka skó. Þau voru einmittt að þvi þegar við litum inn i Holtaborg. „Jólaskórinn er búinn til úr dagblöð- um”, sagði fóstra sem við spjölluðum við. Krakkarnir móta siðan holuna i skóinn með hnefanum, og i það far sem þá kemur, má svo setja góðgætið sem jólasveinninn kemur með. Skóna máluðu krakkarnir rauða, og það var ekki laust við að það gengi á ýmsu þegar málunin stóð sem hæst. Siðan var glimmeri stráð yfir allt saman. Skórnir verða svo að fá að þorna, en 11. desember mega krakkarnir fara með þá heim, þvi þá eru einmitt 13 dagar til jóla. Og er það ekki þá sem fyrsti jólasveinninn kemur til byggða? En þau búa til ýmislegt fleira, svo sem jólastjörnur, jólagjöf og jólapoka. 1 annarri deild var svo verið að búa til jólasveina, og i þeirri þriðju voru krakkarnir að ljúka við jólatrén sin, sem þau máttu svo taka með sér heim siðar um daginn. Jólaamstrið fer þvi ekkert fram hjá krökkunum, enda hafa þau mest gaman af þvi! — EA Nú fœr einhver vatn í munninn í nýju bókinni „Matreiðslu- bókin þín" fjallar einn kaflinn eingöngu um hótíðarétti „Tileinkuð fslensk- um húsmæðrum I tilefni kvénnaárs- ins” segir I for- mála bókarinnar „Matreiðslubókin , þfn”, sem nú er ný- komin út. Bók þess er sérlega glæsileg og þeir sem fletta henni fá áreiðan- lega vatn i munn- inn, þvi auk upp- skrifta er einnig sýnt hvernig rétt- ina á að bera fram. Litmyndir eru af öllum réttunum 535 að tölu. Þó svo bókin sé tileinkuð hús- mæðrum, þá á hún erindi til allra sem þurfa og vilja búa til mat, og við skul- um ætla að það séu ekkert siður karl- arnir. Bókin er þýdd og staðfærð af Ib Wessman. Margir eru farn- ir að hugsa fyrir jólamatnum nú þegar og þeir eru ekki ófáir sem þeg- ar hafa bakað eitt- hvað af þvi sem baka á. Við ætlum að birta tvær upp- skriftir úr nýju matreiðslubókinni úr einum kaflanna sem heitir „Hátið- armatseðlar”. Fólk fær þvi um leið að sjá brot af þvi fjölmarga sem bókin hefur að geyma og svo kannski einhverja uppskrift fyrir jól- in. Kjúklingasmásteik eða Marengo-kjúklingar (handa 8 manns) 3 stórir eða 4 litlir kjúklingar 1/2 kg kjörsveppir 1/4 1 soð 1 1/2 dl rjómi hveiti smjör eða smjörliki - salt pipar paprika Jarðarberjaterta 150 g smjör eða smjörliki 125 g (2 dl) hveiti 1/2 tsk lyftiduft 2 dl haframjöl 125 g (1 1/2 dl) strásykur 1/2 dl mjólk 1/2 dl siróp Fylling: 1/2 kg ný jarðarber eða sama magn af frystum eða niðursoðnum jarðarberjum, 3 dl rjómi eöa 1 1 rjómais. sy Kljúfið kjúklingana I tvennt, kryddið þá og steikið i glóðarofni I um 30 min. eða i venjulegum ofni viö 250 gráðu hita. Penslið þá með oliu eða smjöri fyrir steikinguna og á meðan á henni stendur. Kæliö þá ofurlitið og skiptið þeim i hæfilega stóra bita. Steikiö i smjöri i potti heila smálauka og sveppi. Bætið hveiti út I og siðan soöinu og rjómanum. Bragðbætið með kryddinu. Kjúklingabitarnir eru settir út I sósana og látnir sjóöa hægt i 15 min. Þá er sósan bragöbætt með sérrii eða portvini. Beriöá borö með kartöflum steiktum I smjöri eða hrisgrjónum og belgbaunum. Bræðið smjörið og kælið það. Bætið þurrefnum, mjólk og sirópi út i smjörið og hrærið I. Skiptið deig- inu i þrennt. Stráið hveiti á vel smurða bökunar- piötu og búið til 3 hringi i hveitið á stærð við matar- disk og látiö deigiö innan marka hringjanna. Bakist I um 10 min. við 175 gráðu hita. Kæliö botnana ofur- iitið, áöur en þeir eru teknir af plötunni, þvi að þeir eru stökkir. Rétt áður en tertan er borin fram, eru botnanir lagðir saman með þeyttum rjóma og hálfum jarð- arberjum. Fallegustu berin eru notuð til að skreyta tertuna með. Einnig má setja Is á milli botnanna, og er isinn þá skorinn I sneiðar með hnif, sem dýft er i sjóðandi vatn. Stráið flórsykri á kökuna, og skreytiö hana með jarðarberjum. Nota má hvaða ávexti sem er I staö jaröarberja.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.