Vísir - 11.12.1975, Síða 4

Vísir - 11.12.1975, Síða 4
4 / m Fimmtudagur 11. desember 1975. VISIR sjálf, eða þá aö dvelja þau heilu eða hálfu dagana á barnaheimil- um, og alast þar upp meö jafn- öldrum sinum. Nú á siðustu árum hefur togaraflotinn verið endur- nýjaður, og þeir sækja sjó allt áriö. Vlða er það af sem áður var, að gert var hlé á milli vertiða. Börn þeirra manna, sem eru á skuttog- urum, sjá varla föður sinn nema rétt i mýflugumynd meöan verið er að landa. Hiö stöðuga að- streymi I frystihúsin hefur það i för meö sér aö mæður vinna mun meira úti en áður var, ekki einungis I sjávarþorpunum. Hús- mæðrum býst nú fjölbreytilegri útivinna en nokkru sinni fyrr. Um dagvistun og eftir- spurn Mikill þrýstingur er af hálfú foreldra á sveitarstjórnir að sjá svo til, að nægt framboð sé á dag- vistun fyrir börn. Eftir þvi sem dagvistarstofnunum fjölgar fær- ist uppeldi barn æ meir til aöila utan fjölskyldunnar. Þeim er þvl fengin mikil ábyrgð I hendur. En þar sem eftirspurnin er mun meiri eftir rými á dagheimilum en unnt er að anna, er óhjá- kvæmilegt að nokkur f jöldi barna um allt land, sé annaö hvort I fóstri hjá ættingjum eða kunn- ingjum meðan foreldrar eru aö vinna, eða þá að þau eru bara að flækjast um á götunni. Börn sem þannig er ástatt um fá ekki þá umhiröu og umhyggju sem þeim er nauðsynleg til að þroskast eölilega. Þvi að svo vill bregða viö, að þegar móöirin er komin þreytt heim úr vinnunni þarf hún að sinna ýmsum störfum Allir foreldrar vilja, að bömum þeirra gangi vel I skóla. En hvað þurfa þeir aö gera til þess aö svo geti orðið? Fyrst og fremst tvennt: 1) að láta sér þykja vænt um þau og búa þeim umhverfi þar sem þau geta fundið öryggi og skilning. 2) Að kenna þeim að tala. Aö þykja vænt um börnin sín Um hið fyrra atriðið ætti ekki aö þurfa að fjölyröa. Það ætti aö liggja I augum uppi, að foreldrum þykir vænt um börn sln. Samt sem áður getur margur þrándur oröið I þeirri götu. Bæði utanaö- komandi aðstæður og huglæg af- staða foreldra geta valdið þar nokkru um. Slðustu þrjá áratugina hafa is- lendingar unniö af kappi að þvi aö afla sér fjár til þess að leggja þaö i steinsteypu og malbik og fleiri vörugæði, og með þvi móti hefur allt mannlegt umhverfi veriö endurskapað I landinu. Sá siöur hefur skapazt, að ungir foreldrar leggja sig fram til aö geta komiö sér upp slnu eigin húsnæði. Þeir standa venjulega i þvi strlði ein- mitt á þeim árum, þegar börn þeirra eru aö vaxa úr grasi. Óhjákvæmilega hefur þetta áhrif á uppeldi barnanna. For- eldrar hafa lítinn tima til að sinna þeim, þau verða að sjá um sig FORSKOLAKENNSLU innanhúss, og á kvöldin er sjón- varp eða ýmislegt annað til að stytta sér stundir við og þá gleymist að ræða viö börnin um viðburði dagsins. Að bæta upp með dýrum leikföngum Sumir foreldrar finna svo til þess að þeir sinna ekki börnunum nóg og bæta það upp með þvi aö kaupa handa þeim dýr leikföng og ýmiskonar dót. En það kemur ekki I staðinn fyrir eölileg sam- skipti viö foreldrana. Nú er ég ekki að halda þvl fram meö þessu, að útivinna móður komi endilega niður á börnunum. Þeim er það gagnlegt að vera stund úr degi með jafnöldrum sinum á dagheimili, og fóstrur flytja þeim ýmiskonar þroskavænlegt efni. Ennfremur er það I flestum til- fellum gagnlegt fyrir móðurina sjálfa að fara út fyrir veggi heim- ilisins stund úr degi. Hún kynnist öðru fólki á vinnustað og verður ekki eins einangruð eins og ef hún væri bundin viö börn og eldhús allan daginn. Það sem skiptir máli er, það, að þær stundir sem gefast til samvista við börnin séu notaðar bæði til þess að fá barnið til að tjá sig um það sem er að gerast I þess lifi og til að efla gagnkvæm tengsl foreldris og barns. i Gagnkvæmt trúnaðartraust foreldris og barns er sá grunnur sem uppeldið byggist á, þaö er framtiðar geðheilsa barnsins og geta þess til aö nýta hæfileika sina i námi og starfi þegar það vex úr grasi. Málþroski er mælikvaröi á uppeldi barns Þvi aðeins læra börnin málið að þaö sé fyrir þeim haft. Málþroski barns er mælikvaröi á uppeldi þess. Enginn getur talað um eitt- hvað nema hann geri sér grein fyrir þvl, og geta til að gera sér grein fyrir hlutum I umhverfinu er það sem barnið þarf fyrst og fremst að hafa til brunns að bera til að geta tileinkað sér það efni, sem skólar hafa fram að færa. Það er ofvaxið litlu barni að gera sér grein fyrir samhengi hlutanna I umhverfinu, að gera heillega mynd úr öllum þeim áhrifum sem þvi berast um skilningarvitin. En getan til þess, er einmitt kölluð þroski. Hér verður aðstoö hinna fullorðnu að koma til. Með þeirri aðstoö verður barn- inu smám saman kleift að mynda sér ákveðiö kerfi úr þeim grúa lita, forma og hljóða sem það sér og heyrir daglega. Fái barniö engar skýringar á þvi sem það upplifir dag hvern þroskast það ekki. Það verður heimskt. Of mörg börn hafa ekki fengið svör við spurning- um sinum. Það eru of mörg börn á íslandi I dag sem eiga I erfiðleikum meö að ná árangri I skóla sökum þess, að á þvi skeiði ævinnar, þegar þaö er hvað örast aö mótast og þrosk- ast, þ.e. á árunum innan við skólaskyldualdur, fékk það ekki skýringar viö þvi sem það gat ekki skiliö, ekki svör við spurn- ingum slnum, ekki hjálp til að móta sina eigin reynslu, til að gera sér grein fyrir sjálfu sér og umhverfinu. En þetta er allt inni- falið i þvi sem einu nafni er nefnt málþroski. Barnið lærir að tala um það sem það skilur, en skilningurinn kemur með þvi að það gerir sér grein fyrir samhengi hlutanna i tima og rúmi, lærir að skilja reynslu sjálfs sin og annarra og lærir að tjá þann skilning með orðum móðurmálsins. Fái barn ekki þá leiðsögn sem það þarf til þess að það öðlist skilning I sam- ræmi við getu á hverjum tima, verður erfitt eöa ókleift að vinna það upp síðar. Grundv.öllurinn aö allri framtíð hvers ' manns er lagður i æsku, á þvi skeiði ævinn- ar, þegar hann er að læra að tala. Of mörg börn fó ekki svör við spurningum sínum Arnór Hannibals- son skrifar Vísir mun á næst- unni birta greina- flokk um skólamál eftir Arnór Hanni- balsson. Hér birtist fyrsta greinin, er fjallar um forskóla- kennslu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.