Vísir


Vísir - 11.12.1975, Qupperneq 8

Vísir - 11.12.1975, Qupperneq 8
8 Fimmtudagur 11. desember 1975. VISIR vísir Ctgefandi: Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Davið Guðmundsson Ritstjóri og ábm: Þorsteinn Pálsson Ritstjóri frétta: Arni Gunnarsson Fréttastjóri erl. frétta: Guðmundur Pétursson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiðsla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Siðumúla 14. simi 86611. 7 linur Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innaniands. i lausasöl;u 40 kr. eintakið. Biaðaprent hf. Ber bankaráðið enga ábyrgð? i Vafasöm lánaviðskipti Alþýðubankans hf. hafa nú þegar valdið meira fjaðrafoki i viðskiptalifi lands- manna en dæmi eru til um i seinni tið. Þrátt fyrir yfirlýsingar og aðgerðir opinberra aðila, eftir að Visir upplýsti málið, er enn mörgum spurningum ósvarað. Á margan hátt virðist vera einkennilega staðið að aðgerðum i málinu. Bankaeftirlit Seðlabankans á lögum samkvæmt að fylgjast með starfsemi innlánsstofnana og það á að gera athugasemdir, ef um er að ræða óeðlilegan hag eða rekstur. Þessar athugasemdir á að réttum lögum að tilkynna viðskiptaráðherra þegar i stað. Siðasta athugun bankaeftirlitsins á Alþýðubankan- um fór fram i lok október. Um leið og niðurstaða þeirrar athugunar lá fyrir hefur ráðherrann fengið skýrslu um málið. Alþýðubankinn heyrir stjórnarfarslega undir viðskiptaráðuneytið en ekki Seðlabankann. Eigi að siður verður ekki séð af opinberum yfirlýsingum, að ráðuneytið hafi aðhafst neitt i málinu, þrátt fyrir þessar alvarlegu upplýsingar i skýrslu bankaeftir- litsins. I kjörfar upplýsinga Visis um þetta skuldamál hófust hins vegar samningaviðræður milli Alþýðu- bankans og Seðlabankans um lánafyrirgreiðslu i þvi skyni að bjarga bankanum og tryggja hag inni- stæðueigenda. Þetta var i sjálfu sér skynsamleg ráðstöfun og eðlileg af hálfu Seðlabankans. En það vekur hins vegar athygli að það er fyrst við þessa samningsgerð, sem bankaráð Alþýðubankans óskar eftir opinberri rannsókn og leysir bankastjórana frá störfum um sinn. Bankaráðið er kosið á hluthafafundi og við það kjör hefur gilt hefðbundin flokkspólitisk jafnvægis- regla. Nú virðist það vera einn þátturinn i þvi sam- komulagi sem gert var um siðustu helgi að halda bankaráðinu fyrir utan þá rannsókn, sem fram á að fara á viðskiptum bankans að undanförnu og fela þvi endurreisnarstarfið. Þegar litið er á lög og reglugerðarákvæði um Alþýðubankann kemur i ljós, að stjórn bankans annast bæði bankaráð og bankastjórar. Bankaráð á samkvæmt reglugerð að halda fundi eigi sjaldnar en tvisvar i mánuði og fylgjast með útlánum bank- ans. Auk þessara ákvæða er formanni bankaráðsins ásamt einum öðrum úr hópi bankaráðsmanna skylt að hafa -stöðugt eftirlit með starfsemi bankans. Samkvæmt reglugerð eiga bankastjórarnir aðeins að ráðstafa fé bankans i samræmi við fyrirmæli bankaráðs. Ekkert hefur komið fram, sem bendir til þess að bankaráðið hafi ekki gegnt þessum lögboðnu skyld- um. Eigi að siður er það látið óátalið, að það fari með stjórn bankans meðan á dómsrannsókn stendur. Hér er einkennilega staðið að málum. f fljótu bragði hljóta menn að ætla að bankaráðið beri fulla ábyrgð á rekstri bankans samkvæmt lögmæt- um starfsskyldum. í framhaldi af þessu vaknar sú spurning, hvort það sé með samþykki eða að vilja æðstu yfirvalda i banka- og peningamálum, viðskiptaráðuneytisins og Seðlabankans, að núverandi bankaráð fari áfram með æðstu stjórn Alþýðubankans, eftir það sem á undan er gengið. Spurningum sem þessum þarf að svara, ef eyða á óvissunni um starfsemi bankans og tryggja hag heiðarlegra viðskipta- manna hans. Umsjón: GP Tíminn vinnur með Froser l LU$ Svo mjög hefur al- menningsálitiö snúist i Ástraiiu, að þar ganga menn orðið út frá þvi sem gefnum hiut, að samsteypustjórn frjálslyndra og lands- flokksins, sem sett var til bráðabirgða, snúi aftur i ráðherrastól- ana eftir kosningarnar 13. desember og þá með yfirgnæfandi meirihluta fylgi að baki sér. Skoanakannanir að undanförnu sýna all- ar, að flokkarnir, sem styðja bráðabirgða- stjórnina, njóta allir fylgis langt umfram verkamannaflokkinn. Ennfremur að vand- lætingin, sem greip um sig meðal fólks, þegar landstjórinn vék stjórn Gough Whitlams frá, hefur smám saman gufað upp að mestu. Þessi þróun mála kemur alls ekki á óvart. Meira að segja Gough Whitlam var það sjálfum ljóst, áður en til stórtiðindanna dró, að meirihluti kjósenda mundi vilja stjórnarskipti. Ýms- um ráðherrum stjórnarinnar hafa orðið á of mikil og of mörg mistök. — Þvi var það, að hann vildi ekki láta undan kröf- unni um að efna til nýrra kosninga. Þeir, sem sögðu Malcolm Fraser, leiðtoga stjórnarand- stöðunnar fyrrverandi og nú forsætisráð- herra bráðabirgða- stjórnarinnar, allt of bráðan, þegar hann knúði á um nýjar kosningar, sjá nú, að þeir höfðu misreiknað dæmið. — í þeirra augum fór álit Whitlams út á við silækkandi og að þvi stefndi, að kjósendur hefðu fengið meira en nóg af honum og stjórn hans. Þegar Whitlam var sparkað frá mest fyrir atbeina Frasers, hlaut hann samúð margra, sem töldu hann beittan órétti. Þar með var honum rétt vopn i hendur, þegar hann hafði ekkert með að berjast annað. Timinn hefur þegar leitt i jós, að bitið end- ist illa i þessu vopni Whitlams. MOLUKKA OG INDÓNESÍA Að baki vitfirringarinnar um gislana i Hollandi liggur ör- vænting litillar og næstum gleymdrar þjóðar. Hermdar- verkamennirnir, sem hertóku lestina og sendiráð Indónesiu i Amsterdam og hafa drepið fjölda saklausra manna, kalla sig frelsisliða. Þeir hafa lært af heppni PLO-hreyfingarinnar og reyna þeir að vekja athygli um- heimsins á málefni sinu og beita öllum meðulum til að fá vilja sinum framgengt. t fréttaskeytunum eru þeir kallaðir Mólukkaeyingar. Það er rétt þvi allir eru þeir frá hin- um litla Mólúkkaeyjaklasa, sem liggja austast i Indónesiu, rétt hjá Nýju Gineu. En sjálfir kalla þeir sig Ambónesa, sem er samheiti yfir fimm þjóðflokka, sem telja til saman tæpra hálfa miljón sálir. Þeir búa á smáeyju Ambon og Mólúkkaeyjum þar i kring. Þeir eru óskyldir indónesum bæði frá kynþátta- legu sjónarmiði og menningar- legu. Mótmæla harðlega Þegar Hollendingar veittu Austurindium sjálfstæði árið 1945, og Indónesia varð til, þótti Ambónesum hlutur sinn hafa veriðskertur. Eyjar þeirra voru innlimaðar i indónesiska rikið. Samkvæmt óskum hollendinga var Indónesia i byrjun sam- veldi, sem hafði að nokkru leyti innbyrðis sjálfstæði. En þvi var brátt breytt i miðstýrt lýðveldi án tillits til hagsmuna minni- hlutahópa. Ambónesar mót- mæltu þvi harðlega. Árið 1950 lýsti neðanjarðar- frelsishreyfing yfir stofnun sjálfstæðs lýðveldis er nefndist Maluku Selatan. Indónesar svöruðu þvi með harkalegum hernaðaraðgerðum. Frá þvi um miðjan sjötta áratuginn hefur komið til margra og blóðugra uppreisnartilrauna. Enn er háður skæruhernaður i frum- skógunum. En þessi litla vanþróaða þjóð hefur ekkert að segja i hið mikla indónesiska stórveldi, sem telur 130 milljón- ir ibúa. Harmleikur Margir ambónesar hafa orðið að flýja land, og 30-^10.000 hafa leitað hælis i Hollandi, sem þeir telja eiga hlutdeild i harmleikn- um. 1 útlegð sinni hafa þeir árangurslaust reynt að vekja athygli umheimsins á málstað sinum. En þeir eru ekki teknir alvarlega á þingi SÞ, þar sem fjölmargar þjóðir þriðja heims- ins eiga við sömu vandamál að etja. Þvi er það, sem nokkrir öfga- sinnaðir ambónesar hafa gripið til örþrifaaðgerða. Árið 1970 gerðu þeir áhlaup á bústað sendiherra Indónesiu i Haag kvöldið áður en Suharto forseti kom í opinbera heimsókn. Fyrir skömmu komust þeir i sviðs- ljósið þegar þeir gerðu mis- heppnaða tilraun til að ræna Júliönu Hollandsdrottningu. Nú eru sakleysingjar myrtir. Allt vegna reiði út af afskiptaleysi. Enn einn þjóðarharmleikurinn. Berlingske Tidende

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.