Vísir - 11.12.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 11.12.1975, Blaðsíða 11
VISIR Fimmtudagur 11. desember 1975. flugmál Umsjón Óli Tynes Flug árið 1925 Til þess að laða til sii farþega keppast flugfé lögin auðvitað við að geri vélar sínar sem þægileg- astar að ferðast met þeim, hversu mikið pláss sé fyrir lappirnar væntanlegum ferðalöng um og þar frameftir göt unum. Risaþoturnar Boeing 747 hafa auðvitaö vinninginn þvi þær eru stærstar og i þeim er mest pláss. Það hafa þó verið til miklu þægilegri vistarverur i flugförum. Þessi mynd er frá árinu 1925 og er úr itölsku loftskipi. Þeir kunnu að ferðast i þá daga. Mimósa yfir speglinum, damask áklæði, leslampi myndir af hans hátign og hennar hátign...og tveir dag- ar eftir til áfangastaðarins. Þá kunnu menn að hlúa að flug farþegum. Iskinder skrúfuþota Britten Norman Islander þekkja margir hér á landi þvi Vængir nota tvær slikar til innanlands- flugs. Þetta eru tveggja hreyfla tiu sæta vélar sér- hannaðar til notkunar á stuttum og lélegum flug- brautum. Flestar eru þær knúnar tveim 260 hestafla Ly- coming bulluhreyflum, þótt sumar séu með 300 hf. Nú eru Britten Norman að senda frá sér Islander með 400 hestafla turbp hreyflum. Þessi vél verður miklu hraöfleygari en bullu- systur hennar, farflughraðinn á aö vera vel yfir 200 milur. Þar að auki veröur viðhaldskostnaður mun minni og turbo hreyflar hafa ýmsa kosti fleiri sem gera þá æskilegaT Eini gallinn er sá að veröið er meira en helmingi hærra. Afhending Turbo Islander véla hefst ekki fyrr en 1977 en verðiö er lauslega aætlað um 400 þúsund dollarar. Flugsíðu- brandarinn Fyrir nokkrum flugsiðum fann ég upp nýja aðferð við að stöðva þotur eftir lendingu. Það var ein- faldlega að breyta skurði hverfl- 'nna I hreyflunum og beina út- æstrinum fram.” 'lafur Ág. Þorsteinsson, kannað- ikki við þessa aðgerð og sendi teikningu af „thrust reverser”. Ég varö að vonum rjóð- ur mjög i kinnum þegar ég upp- götvaði „bommertuna”. Ég kann enga skýringu á henni aðra en þá að turboproppar hafi verið að snú- ast eitthvað i kollinum á mér þegar ég var að skrifa þetta. Mér til varn- ar verð ég þó að segja að ég vissi um blásturbreytinn áður en Ólafur benti mér á villu mins vegar. Þetta var bara einhver meinloka. Alla- vega þakka ég honum ábendinguna og við tökum að sjálfsögðu með þökkum fleiri slikum. Hvort sem það er eitthvað sem betur má fara eða efnishugmyndir. — óT Concorde í nœsta mánuði Concorde hefur heimsótt ísland nokkrum sinnum. Bragi tók þessa mynd í Kefíavík á síöasta ári. Áœtlunarflug með Air France hefur áætlunar- flug með Concorde i næsta mán- uði og auglýsir grimmt eins og lög gera ráð fyrir. Flugfélagið leggur að vonum áherslu á að Concorde stytti flugtímann um heiming.Hún flýgur með 1350 milna hraða, en það er rúmlega tvöfaldur hljóðhraði. Með Concorde tekur ekki nema þrjár og hálfa klukku- stund að fljúga milli Parisar og New York. Þotan er lika i svo mikiili hæð að loftið er ákaflega kyrrt og Air France lofar far- þegum að það skuli ekki einu sinni sjást gárur á kampavins- glösunum þeirra. Concorde er liklega umdeild- asta flugvél allra tima. And- stæðingar hennar hafa fundið henni flest til foráttu: Hávaða, mengun, eyðileggingu gufu- hvolfsins og þar frameftir göt- unum. Stuðningsmenn hafa hins- vegar ekki látið bilbug á sér finna. Þeim þykir augljóst að Concorde og afkomendur henn- ar séu framtið farþegaflugsins. Kaupendur að Concorde eru enn sem komið er mun færri en búist var við i upphafi. Ekki er það vegna þess að þetta tækni- undur standist ekki öryggis- kröfur, heldur vegna þess að hún er óhemju dýr. Flest heimsins flugfélög eru illa stödd fjárhagslega og þar sem þau efast um að hægt sé að reka þessa vél með hagnaði, hafa þau haldið að sér höndun- um. Samkeppni samt. Þau hafa þó að sjálfsögðu búið sig undir samkeppnina við „hljóðfráu flugfélögin” með ýmsu móti. Pan American hefur t.d. fest kaup á nokkrum eintök- um að styttri gerðinni af Boeing 747. Hún er nokkuð hraðfleygari en stærri þoturnar og þvi er haldið fram að Pan Am ætli að búa til sérstakan SP-pakka (Special Performance) til að keppa við Concorde. Allavega kemur I ljós á næstu mánuðum, hvort farþegar vilja borga meira til að komast hraðar. Og flugfélögin býða spennt. —O— Eldsneytis- taka á flugi Það er algengt I dag að herflugvélar fái eldsneyti úr öðrum her- flugvélum á flugi. Þetta er þó ekki nein tækninýjung. Arið 1939 var þegar byrjað á þessu og þá voru tilraunir geröár til að nota þetta i millilandaflugi. Það gafst ágætlega og var notaö viö póstflutninga milli South- ampton og New York. Efri vélin er tveggja hreyfla Handley Page Harrow og hún er að dæla eldsneyti I fjögurra hreyfla Short S.30 flugbát.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.