Vísir - 11.12.1975, Side 24

Vísir - 11.12.1975, Side 24
VÍSIR Fimmtudagur 11. desember 1975. Harður árekstur r við Artúnsbrekku Haröur árekstur varð I morgun á brúnni viö Artúns- brekku, móts við Nesti. Slys á mönnuni urðu þó sem betur fer ekki mikil. Areksturinn átti sér staö klukkan 8 i morgun. Fólksbill kom akandi niður Ártúnsbrekk- una. Mun ökumaður liklega hafa misst stjórn á honum vegna mikillar hálku, og kom billinn þversum fyrir annan bil sem var á leið upp brekkuna. Bilarnir skullu saman og skemmdust mikið. ökumaður- inn sem ók niður brekkuna slasaðistá höfði og var fluttur á slysadeild. Hinn ökumaðurinn slapp ómeiddur. — EA Ekkert veitt vegna veðurs — Það var enginn við veið- ar i nótt, enda voru þá norð- vestan tiu vindstig á miðun- um, sagði Hálfdán Henrýs- son stýrimaður hjá Gæslunni við Visis i morgun. t morgun var það komið niöur i átta vindstig, og varöskipin voru að fara aö kikja á flotann. — ÓT. Vinnuslys í g Sundahöfn Vinnuslys vaarð i Sunda- höfn i nótt. Verið var að vinna við útskipun i Urriða- m fossi þegar slysið varð. Maður sem vann við út- skipunina varð fyrir þvi | óláni að klemmast undir stroffu og slasaðist við það á i hendi. — EA. 1 Nóvembermánuður i rys\óttur h\á | Vestfjarðabátum Þrátt fyrir mikla umhleyp- | inga i nóvembermánuði barst * nokkru mciri afli á land I Vest- firöingafjóröungi en á sama !■; tima i fyrra. Afli linubátanna var hins veg- " ar afar tregur, eða um 700 tonn- um lakarien i nóvember i fyrra. j', Heldur var tregt hjá togbátum | fyrri hluta mánaðarins enn giæddist heidur um miðjan a mánuðinn. Eftir það var sára- m tregt. I Þr játiu og einn bátur stundaði I bolfiskveiðar frá Vestfjörðum, og var heildarafli þeirra um m fjögur þúsund iestir. 22 bátar j| réru með Iinu og var afli þeirra M 1.334 lestir. Aflahæsti linubátur- I inn var Vestri frá Patreksfirði með 93.6 festir. Niu bátar stund- 1 uðu togveiðar frá Vestfjörðum. k Aflahæstur þeirra var Guðbjörg \j frá tsafirði með 447 lestir. I I I ) — EKG. Bráðkvödd á Sundlaugavegi Fullorðin kona varð bráð kvödd á Sundlaugaveginum gærkvöldi. Konan sem var á áttræðis aldri var að koma út úr strætisvagni og var á ieið heim til sin er hún hné niður örend. Atburðurinn átti sér stat um klukkan hálf tiu i gær ' kvöldi. — ea. „Við vorum að draga i sjö klukkustundir i gær, enda vinningarnir 31.500”, sagði Páll H. Páisson, framkvæmdastjóri Happdrættis Háskóla fslands i morgun. „Siðan fóru nokkrar klukkustundir i það að bera saman”, sagði hann. Einn maður fékk tiu milljónir, þegar dregið var i gær. Hann átti fimmfaldan trompmiða. Þá fengu tveir aðrir tvær milljónir hvor, annar i Þorlákshöfn, hinn i Vestmannaeyjum. Vinningaskrá happdrættisins verður birt í heild á morgun. lleildarverðmæti vinninga er tæplega 398 milljónir króna. Hæsti vinnfngurinn, niu tveggja milljón króna vinning- ar, komu á númer 10750. Trompmiðinn og tveir miðar tíi viðbótar voru seidir hjá Fri- manni Frimannssyni i Hafnar- húsinu. Einn miðinn var seldur i umboðinu i Vestmannaeyjum og annar i umboðinu i Þorláks- höfn. 500.000 krónur komu á númer 23818. Trompmiðinn af þessu númeri var seidur i Aðaiumboð- inu i Tjarnargötu 4. Tveir miðar af númerinu voru seidir hjá Fri- manni Frimannssyni i Hafnar- htísinu ogaðrir tveir hjá Arndisi Þorvaldsdóttur á Vesturgötu 10. 200.000 krónur komu á númer 11551. Trompmiðinn af numer- inu var seldur i Aðalumboðinu i Tjarnargötu 4, Arndis Þor- valdsdóttir, Vesturgötu 10, seldi tvo miða af númerinu. Þriðji miðinn var seldur hjá Frimanni Frimannssyni i Hafnarhúsinu og sá fjórði í umboðinu á Sel- fossi. Auk þess voru dregnir 2.430 vinningar á 50.000 krónur. 21.015 1 vinningar á 10.000 krónur og I 8.010 vinningar á 5.000 krónur. | Skrá yfir þessa mörgu vinninga I kemur út á morgun. I Þar hitna menn og kólna á víxl Veðurguðirnir virðast ekki vera búnir að gera það upp viö sig ennþá hvort vikja eigi sumar- eða vetrarveðrátta á Austurlandi. Hitamismunur liefur mestur orðið sautján stig á einum sólarhring. Við hringdum i Eriend Magnússon, vitavörð á Dala- tanga, og inntum hann eftir veðurfari þar eystra að undan- förnu. Hann sagði að hitinn hefði komist i fjórtán stig á Celslus, i gær en i morgun kl. 6 Hitamismunur 17 stig á einum sólarhring hefði verið komið 3 st. frost. Vestanáttbefðiveriði gær en nú væri hann kominn á norð-austan og léttskýjað. Á Egilsstöðum sagði bann að hitinn he'fði verið sex stig um k 1. 18 i gær, en þriggja stiga.frost kl. 6 i morg- un. 1 Hann sagði að mikil veðra- 1 brigði hefðu verið að undan- I förnu og hitasveifiur tiðar. Mest I hefði hitinn komist i tiu stig að I kvöldi 6. des. — en morguninn I eftir var komið þriggja stiga I frost. 1 Það má þvi segja að þar bitni 1 menn og kólni á vixl og fari úr I 1 og i vetrarfötin. I * -vsf I Vilja stöðva innflutning á bruggefnum Landssambandið gegn áfengisbölinu vill láta stöðva innflutning á bruggefni þvi sem lengi hefur verið hægt að fá i búðum hér á landi. Þetta kom fram á fulltrúa- fundi þess sem haldið var nú fyrir skömmu. í ályktun fundarins er lögð rik áhersla á að öll áfengissala frá A.T.V.R. verði skráð á nafn. Og skorað er á stjórnvöld að stöðva tollfriðindi á áfengi og tóbaki. Þá er þess krafist að vin- veitingar verði ekki hafðar um hönd á sumarhótelum skólahús- næðis. Ennfremur er skoraö á menntamálaráðherra að hann hlutist til um að vinveitingar verði bannaðar i skólahúsnæði á hvaða árstima sem er. Loks lýsti fundurinn þeirri skoðun sinni að nauðsynlegt væri að hækka gjald fyrir vin- veitingaleyfi. — EKG Vill ekki láta bendla sig við Alþýðu- bankamál „Við eruni mjög óhressir yfir þvi hvernig okkur hefur veriðblandað inn i þetta mál Alþýðubankans og Air Vik- ing”, sagði einn af forráða- mönnum fyrirtækisins Breið- holts hf. i morgun. „Lánafyrirgreiðsia okkar i Aiþýðubankanum er 25 milljón króna yfirdráttur. Fyrir þessu er 100 milljón króna trygging, og auk þess erum við að byggja fyrir bankann og bann tengist einnig smiði okkar á verka- mannabústöðumsagði við- komandi. Hann bætti þvi við, aö Breið- holt væri eitt stærsta atvinnu- fyrirtæki landsins. Launa- greiðslur á mánuði næmu 60 til 70 milijónum króna, skattarn- ir væru svipaðir og Eimskipa- I félags-skattarnir. 1,,Við viljum ekki láta bendla \ okkur við þetta mál bankans. \ Okkar hlutur þar er á engan I hátt óeðiiiegur” sagði hann. I „Það getur enginn skip- að neinum neitt..." „Ég ræddi við Joseph Luns, framkvæmdastjóra N ATO i morgun. Hann hefur fylgst náið með landhelgisdeilunni, og kvaðst skilja serstöðu okkar vel. Hins vegar ber þess að gæta, að þetta er bandalag frjálsra þjóða, og þab er ekki hægt ab skipa nein- um neitt”. Þetta sagði Einar Agústeson, er Vísir ræddi við hann / Briissel i morgun. Hann kvaðst myndu ræða við breska utanrikisráðherrann nú fyrir hádegi, en ekki hefbi verib ákvebib hvenær bann bitti Fry de- lund, norska utanrikisráðherr- ann, sem nú er heiðursforseti utanríkisráðherrafundar NATO. Einar sagði, að fréttamenn hefbu ekki virst neitt sérstaklega ábugasamir um máliö, eu væntanlega béldi hann blaba- mannafund á morgun-að lokinni ræðu sinni. ,,Þá vcrður áhuginn kannski meiri”, sagði hann.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.