Vísir - 15.12.1975, Page 17

Vísir - 15.12.1975, Page 17
VISIR Mánudagur 15. desember 1975. 25 Sjónvarp kl. 21,20: ÞRÓUNARKÍNNING DARWINS - LtlÐIN TIL FULLKOMNUNAR Leiðin til fulikomnunar nefnist þátturinn um vegferð mannkynsins í kvöid. Verður þar f jallað um þróimarkenningu Darwins. Reyndar var það annar samtíðar- maður Darwins, sem uppgötvaði þessi þróunarlögmál fyrstur, þó Darwin fengi seinna allan heiðurinn af því. Sá maður hét Alfreð Wallace. Verður meira fjallað i myndinni um þennan Wallace. Meðal annars verður fjallað mikið um ferðir hans til Suður- Ameriku. Margar fallegar landslagsmyndir sýndar frá Amazonsvæðinu. Ekki sakar það að sýnd verða atriði úr Surtseyjarmynd Ós- valdar Knudsen, en Surtsey er einmitt ágætis dæmi um hvernig lif haslar sér völl og skapár sér lifsskilyrði á nýju lif- vana landi. Þar reyndist kjörið tækifæri fyrir liffræðinga að fylgjast með framþróun lifs frá upphafi. Það er ekki að efa að margir fylgjast af áhuga með þessum fræðslumyndaflokki um upphaf og þróunarsögu mannsins, enda málið okkur skylt. -VS. Sjónvarp kl. 22,20; „Hlýddu og vertu góð" Sjónvarpsleikrit kvöldsins er úr breska myndaflokknum „Country matters”. Þaö segir frá ungri sveitastúlku eins og lög gera ráð fyrir. Hún býr hjá foreldrum sinum öldruðum. Karlinn er frekur og ráörikur og beygir þær mæðgur undir vilja sinn. Orð hans eru lög. Svo kemur að þvi að honum þykir dóttirin vera orðin full þurftarfrek. Hann ákveður þvi að ráða hana i vist. Fyrir valinu verða gömul hjón sem búa i gamalli myllu. Myllan er búin að syngja sitt siðasta, en hjónin lifa á þvi að karlinn kaupir og selur gamlan varning. Konan er sjúklingur. Þar sem karlinn er mikið að heiman vegna vinnu sinnar er stúlkan ráðin til að annast konuna. Hún leggur rikt á viö stúlkuna aö hún verði að þóknast karlin- um i einu og öllu. Aumingja stúlkan tekur þetta vist of bók- Atriöi úr leikritinu Mylian. Holland hjónin leika Brenda Alice leikin af Rosalind Ayers. Bruce og Ray Smith. staflega þegar karlinn kemur ritinu verða svo samskipti þess- heim. Meginuppistaöan i leik- ara þriggja. -VS. Útvarp kl. 22,15: BFAÐIST m AÐ BÍTL- ARNIR VÆRU MESTU TÓNSNILLINGAR, SEM UPPI HAFA VERIÐ ,,Ég var kominn í þriðja bekk i mennta- skóla þegar ég fór að ef ast um það, að Bitlarnir væru mestu tónsnillingar, sem uppi hefðu verið", sagði einn nemandi Jóns Ásgeirssonar eitt sinn. Þetta er það tema, sem hann ætlar að leggja út af i þættinum Úr tónlistar- lifinu í kvöld. Annars var kveikjan að þessum þætti ritdeilur sem spruttu af gagnrýni sem hann skrifaði í Morgunblaðið. Gunnar Egilson gerði við hana athugasemd. Skiptust þeir nokkuð á orðum vegna þessa. Nú ætlar Jón að fá Gunnar i þáttinn ásamt tveim öðrum, og spjalla almennt um gagnrýni og tónlist i fjölmiðlum — menntun og almennar upplýsingar sem fjölmiðlar gefa um tónlist. Gunnar Egilson. IÍTVARP • Mánudagur lS.desember 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Fingramál” eftir Joanne Greenberg Bryndis Vig- . lundsdóttir les þýðingu sina (15). 15.00 Miðdegistónieikar Fil- harmóniusveitin i Los Angeles leikur „Petrushka”, ballettsvitu eftir Igor Stravinsky, Zubin Metha stjórnar. John Willi- ams og Enska kammer- sveitin leika „Hugdettur um einn heiðursmann”, tónverk fyrir gitar og hljómsveit eft- ir Joaquin Rodrigo, Charles Groves stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn 17.00 Ungir pennar Guðrún Stephensen sér um þáttinn. 17.30 Or sögu skáklistarinnar Guðmundur Arnlaugsson rektor segir frá, fimmti þáttur. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Pagiegt mál Guðni Kol- beinsson flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Þórarinn Helgason talar. 20.00 Mánudagslögin 20.30 Gestir á IslandiÞættir úr fyrirlestri, sem Thordis örjasæter flutti i Reykjavik i april um barnabækur og sjónvarp. Ólafur Sigurðsson fréttamaðursérum þáttinn. 21.00 Pianókvartett I P-dúr op. 23 eftir Antonin Dvorák Walter Trampler og Beaux Arts-trióið leika. 21.30 „Feðurnir”, saga eftir Martin A. Hansen Séra Sigurjón Guðjónsson þýddi. Kristján Jónsson les fyrri hluta. Siðari hlutinn er á dagskrá á miðvikudags- kvöld. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Ur tón- listarlifinu Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 22.45 Hljómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. SJÓNVAIfP • Mánudagur 15. desember 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 iþróttir. Umsjónar- maður Bjarni Felixson. 21.20 Vegferð mannkynsins. Fræðslumynd um upphaf og þróunarsögu mannsins. 9. þáttur. Leiðin til full- komnunar. Þýðandi og þulur Öskar Ingimarsson. Myllan. Breskt sjónvarps- leikrit úr myndaflokknum, „Country Matters”, byggt á smásögu eftir H. E. Bates. Alice er hlýðin stúlka og gerir allt, sem fyrir hana er lagt. Foreldrar hennar ráða hana i vinnu til roskinna hjóna. Konan, sem er sjúklingur, segir Alice, að hún verði að þóknast hús- bónda sinum i hvivetna Þýðandi: Kristmann Eiös son. Dagskrárlok.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.