Vísir - 17.12.1975, Side 5

Vísir - 17.12.1975, Side 5
5 i sportvöruvérslun Ingólfs óskarssonar fást allar gerðir iþróttaskóa. Á þessari mynd eru gaddaskór en þeir kosta f rá 2.874 til 5.645. Einnig er hægt að fá æfingaskó á verðinu frá 2.795 til 6.200 krónur og fót- boltaskó fyrir alla aldursflokka á verðinu frá 2.900 til 7.748. Og hér kemur svo gjöfin handa stúlkunni ykkar, piltar. Þessi enski táningakjóll er úr 100% ull og kostar 8.260. Hann fæst í f imm litum og ýmsum stærðum. Rúllukragabol- urinn sem stúlkan er í kostar 1.860 krónur og fellur ágætlega að kjólnum. Þessi fatn- aður fæst í versluninni Capella, Laugavegi 51. I Töskubúðinni að Laugavegi 73 fást þessi skemmtilegu austurrísku, handskornu lukkutröll. Þau eru skorin úr steinfuru frá Týrol. Verð þeirra er f rá 1.550 til 5.400 krón- ur. Síð svört pils eins og það sem sést á mynd- inni kosta 5.690 krónur í tískuversluninni Bessí, Laugavegi 54. Þau eru upplögð fyrir aðfangadagskvöldið og nýársfagnaðinn. Upplagt er fyrir eiginmanninn að kaupa svona pils handa konunni, því hann þarf að- eins að vita mittismál kellu sinnar. Blússan sem stúlkan klæðist á myndinni er til í fimm litum og kostar 2.240 krónur. Þegar barnið byrjar að ganga i skóla og fram eftir öllum aldri, er mikilvægt að lýs- ingin við skrif borðið heimé sé nægilega góð. Þá er víst eins gott að hafa einn þessara! Luxo skólalampana er hægt að f á í Ljósi og Orku, Suðurlandsbraut 12 og kosta þeir þetta 2.605 til 4.565 krónur. Þessi stjörnukíkir fæst i Sportvali, Lauga- vegi 116 og stækkar hundrað sinnum. Hann kostar 20.135 krónur. Sjónaukar af þessari gerð er hægt að fá sem stækka allt að 234 sinnum. Smásjársettið á myndinni kostar 6.150 krónur en þau er hægt að fá niður í 2.930 krónur. i þessar könnur og glös er hægt að setja hina ýmsu vökva en eins og sjá má eru þeir með merkjum flestra íþróttafélaganna. Þótt þau hafi verið settar hér sem tilvalin gjöf fyrir þennan aldursf lokk, má geta þess að hvíta kannan, fremst á myndinni er einkar vinsæl meðal tveggja til þriggja ára barna. Verð kannanna og glasanna er frá 495 krónum, stykkið, og fæst í sportvöru- verslun Ingólfs óskarssonar. Þótt þessi mynd sé í þessum kaf la getur hún alveg eins tilheyrt næsta aldursflokki fyrir neðan. Skólaúrin eru ætluð börnum og ung- lingum sem eru í skóla. Þessi úr eru sviss- nesk af Yema gerð vatnsþétt og höggþétt. Þau eru 17 steina, mjög vönduð. Drengja úrin kosta 5.500 krónur en stúlknaúrin 5.900. Úrið sem er neðst á myndinni er rússneskt, einnig 18 steina, vatnsþétt og höggþétt og kostar 5000 krónur. úrin fást hjá Jóni og óskari Laugavegi.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.