Vísir - 17.12.1975, Side 6

Vísir - 17.12.1975, Side 6
6 Á þessari mynd sjást mussa og pils úr riff I- uöu flaueli, sérlega vinsælt nú til dags. Mussan er sérsaumuö og kostar 7.665 krón- ur en pilsið 5.850. Rúllukragapeysan er úr acryl og kostar 1.995 krónur. Þaö eru ekki bara seldar bækur í Bókabúð Giæsibæjar í Glæsibæ, heldur líka jarölikön eins og myndin ber með sér. Likönin kosta f r-.á 1.745 krónum upp í 5.800. Ferðabók Egg- erts og Bjarna er líka á myndinni og kostar 15.000 krónur. Auk þessa fást allar nýjustu bækurnar í Bókabúð Glæsibæjar. I hljóðfæraverslun Poul Bernburg fást þessar pianicur frá Yamaha i Japan. Poul Bernburg er með umboðið fyrir Yamaha, og ef einhverjum finnst ekki nóg að leika á pianicu, þá má geta þess að í versluninni er tií sölu raf magnsorgel sem kostar um hálfa aðra milljón króna. En pianican kostar 2.850 til 5.760. i versluninni Blóm og myndir Laugavegi 53 fást fjölmargar gerðir ramma í öllum stærðum. Þeir eru á verðinu f rá 300 til 3000 krónur en sá á myndinni kostar 2.300 krón- ur. Auk þess er hægt að fá í búðinni alls kon- ar eftirprentanir eftir fræga listamenn. Þessar hnepptu peysur eru yfirirleitt úr botany ull og kosta frá 4.700 krónum, en heila peysan með tveimur tölum kostar frá 4.000 upp í 4.700 króriur. Auk þess eru til rúllukragapeysur úr shetlandsull á 2.500 krónur. Þessi mynd var tekin í Adam á Laugavegi 47 og þar fást þessar vörur. Sennilega þarf ekki að kynna lesendur fyrir þessum gallabuxum en þær eru af gerðinni Levi. Þær fást í Faco á Laugavegi en því miður fylgir verðið ekki með. Leikfangaver, Klapparstíg 40 selur leik- föng fyrir fólk á öllum aldri. T.d. er þetta billiard borð á boðstólum þar og kostar 12.600. Kannski svolítið dýrt miðað við mörg önnur leikföng en upplagt leikfang fyrir alla f jölskylduna. Eiginlega er þetta jólagjöf fyrir plötuunn- endur en þeir geta auðvitað verið á öllum aldri. Þetta er hljómplötuhreinsisett og því fylgir vökvi sem maður úðar yfir plöturnar og bursti til að þurrka af nálinni. Kostar 2.275 og fæst hjá Einari Farestveit Berg- staðastræti 10 a. Einnig eru til ódýrari gerð- ir af þessum hreinsisettum. Á tímum hraða og tækni er eins gott að fylgjast meðtímanum. Vasatölvur eru eitt þeirra fyrirbæra sem eru orðin mjög algeng í daglegu lífi, t.d. er algengt að krakkar i gagnfræðaskóla noti tölvur við reikninginn, enda spara þær þeim óskap- lega mikinn tíma. Þessar tölvur kosta 7.600.- og fást í Skrifvélinni, Suðurlands- braut 12.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.