Vísir - 17.12.1975, Page 12

Vísir - 17.12.1975, Page 12
12 ~-----KÖMHRTOPI Þessi rómarpottur kostar 2.440 krónur. Hann er úr óhúöuðum leir, eldf astur og not- aður til að steikja i. Hann sþarar þrif og léttir heimilisstörfin. Þessi pottur er sá minnsti af þremur stærðum og fæst í versl- uninni Liverpool á Laugavegi. í versluninni Húsgögn og raftæki sem er til húsa í Iðnaðarhúsinu að Hallveigarstig 1 fást þessi amerisku heimilistæki. Fjórföld brauðrist kostar 15.800 krónur, mjög full- kominn grænmetis-, súpu- og alls konar vökvablandari kostar 14.700 krónur, gufu- straujárn, sem úðar vatni á undan sér til að stenka tauið kostar 8.300, ný gerð af hrað- suðukatli kostar 8.400 og litla brauðristin kostar 8.840 krónur. Þessar vörur eru í sér- flokki og fást aðeins þarna. í versluninni Monu Lisu er f jölbreytt úr- val snyrtivara fyrir konur og á veggjum hanga myndir af Monu Lisu. í jólaösinni þurfti þó að taka a.m.k. eina þeirra niður. Á myndinni sjáum við aftast lúxus freyðibað á 1.260 krónur, t.v. er baðolía á 1.510, t.h. Eau de Cologne á 1.080, fyrir miðju er body lotion á 960 krónur og 1.298 krónurog fremst er baðpúður á 1.630 krónur. Einnig er hægt að kaupa svona sett saman á 4000 krónur. Ef þú hugsaðir sjálfur um að losa vasana þína áður en þú þværð þvottinn, þá kæmi þetta ekki fyrir. Þessi norsku, handunnu kristaldýr er hægt að fá i versluninni Norðfoss, Lauga- vegi 48 og kosta hver 1.990 krónur. Fuglarn- ir eru þó seldir tveir saman og kosta 2.900 krónur. Tilvalið skraut í stofuna. Á þessari mynd sjáum við hálsband, arm- band, hring og eyrnalokkaí setti en þessir skartgripir eru smiðaðir af Gunnari Malm- berg, eiganda skartgripaverslunarinnar Skartgripir, Laugavegi 36. Verð settsins er kr. 40.000.00. Tilvalin jólagjöf handa frúnni! Það hefur reyndar ekki verið mjög kalt það sem af er vetrar, en við vitum aldrei hvenær vetur konungur setur sig í ham og byrjar að hrella okkur. Þess vegna er betra að vera við öllu búinn og gefa því konunni þessa húf u og trefilinn, en þetta er hægt að fá í sex litum. Hvort tveggja er prjónað úr ull en það er líka hægt að fá svona húf ur úr acryl efnum. Settið kostar 2500 krónur. Fæst í Glugganum, Laugavegi 49. Þessi stígvél eru vestur þýsk og þau vinstra megin kosta 14.500 krónur. Þau hægra megin kosta 13.640 krónur. Gæða- vara, sem fæst í Stjörnuskóbúðinni á Laugaveginum við hliðina á Stjörnubíói. I snyrtivörudeild Sláturfélags Suðurlands fást alls konar baðpúður og ilmsápur í gjafapakningum. Baðpúðrið kostar frá 562 krónum, baðpúðrið og ilmúðarinn 962 krón- ur. í flöskunni er freyðibað og kostar slíkt frá 497 krónum.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.