Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1927, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1927, Blaðsíða 2
106 LííSÍJÓK MORGÖNBLAÐSIKS Sýnishorn af veðurkorti. nijög gagnlegt að gera sjer 'það ljóst að veðrið kemur og fer. Pað veður, sem var á Grænlandi í g*r, er oít hjer í dag, og á morguu vcrður það komið austur um haf til Noregs eða norðaustur í Hafsbotna. þessum veðurflutningi er jafnan hægt að fylgja úr einum stað í annan, með því móti að fá veðurfregnir frá nægi' lega stóru svæði og skipa þeim niður á veðurkort. — Veðurspár byggjast aðallega á veðurkortum. m. Veðurkort eru fyrst og fremst venjuleg landabrjef, sem sýna lönd og höf í rjettri afstöðu. Veðurfregn- irnar eru svo ritaðar á eyðublöð þessi með ákveðnum, handhægum merkjvm — hver á sinn stað. Vindáttin er t. d. táknuð með örvum, sem fljúga með vindinum, rigning með svörtum depli, snjókoma með stjörnu o. s. frv. Einnig er ritað á kortið hjá hverri stöð, hve hátt loftvogin stendur þar, og hvort hún er fallandi eða stígandi. Staðir þeir, sem hafa jafnháa left* vogartölu eru tengdir með línum er nefnast jafnþrýstilínur (ísóbarltnur). þegar litið er á slíkt veðurkovt £uU- teiknað, sjest strax að allmikil regla og samhengi er í því. Sumstaðav cru stór svæði, þar sem loftvogin stendur lágt ( ,„illa“), á öðrum stöðum stend* ur hún hátt (,,vel“). Suntstaðar er úrkoma og skýjað loft á störum svæðum, supistaðar þurt veður og bjart. Sumstaðar er hvast og sum- staðar er hægviðri. Sje nú litið á næsta kort á undan, kemur það í ljós að sömu veðursvæði eru þar fyrir hendi, að mestu leyti. pau hafa aðeins færst nokkuð úr stað. Má þá mæla stefnu og hraða veðurbreytinganna og reikna með því hve langt þær muni kornnar eftir vissan tíma, ef stefna og liraði helst óbreytt. Til þess að glöggva sig nokkuð nánnr á því, hvernig þessi atriði koma fram á veðurkortunum, virðum vjer fyrir oss skýringarmyndina, sem sýn* ir jafnþrýstilínur og vindstefnur urn ísland og nágrenni þess, þegar loft - þrýstingin er lægst fyrir suðaustan landið og hæst fyrir norðvestan, yfir Grænlandshafi og Grænlandi. — Svæði það er hefir lægsta loftþrýst* ingu er táknað með orðinu „Lægð“ (á ensku low, depression). .Tafnþrýsti Unufnar lykja um lægðina og sýna tölurnar á þeim hve djúp hún er og hvernig þrýstingin eykst á alla vegu út frá henui. A sania hátt er svæði það, sem hæsta loftþrýstingu hefir, táknað með orðinu „Hæð“ (á ensku high)., Lykja línurnar einnig um hæðina og sýna að þrýstingin fer þar minkandi til allra hliða. pað vill nú svo vel til, að lega og stefna jafnþrýstilínauua, sýmir jafn framt stefnu viudanna eða loft- straumannn. Veðurhæðin fer eiunig eftir því hve þjett línurnar liggja þ. e. hve hröðum skrefum þrýstingin fer hækkandi út frá lægðinni. pað er misþrýsting loftsins sem setur það á hreyfingu, en auk þess hefir einnig snúningur jarðarinnar mikil áhrif á vindstefnuna. A kortinu hjer að ofan sýna örvarnar vindstefnurnar í sam- bandi við línurnar umhverfis lægðina og hæðina. Umhverfis lægðina blása vindstraumarnir andsælis og sniðhalt inn á við en rjettsælis og út á við umhverfis hæðina. Vindakerfi það sem lægðin stjórnar hefir því einnig verið neft sveipur (e. cyklon), en hitt sem bundið er við hæðina andsveipur (e. anticyklon). pað er oftast gagngerður munUr 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.