Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1927, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.04.1927, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGCNBLAÐSINS „ - - 109 Mynd þessi er tekin af páfanum nýlega, þar sem málarí er að mála hann, og myndhöggvari að móta af honum líkneski, í tilefni af sjötugsafmælinu. með nálega samhljóða atkvæðum, kos' inn eftirmaður Bei^edikts. pessu iiafði kardínáli Hatti ekki búist við, er hann fór frá Milano, til þess að taka þátt í páfakosningunni, að hann yrði fyrir kjöri og kæmi þannig ekki aftur heim til þess staðar, sem hann elskaði og þar sem aðalstarf hans hafði farið fram. Sem eftirmaður Pjeturs postula heindi Píus páfi þegar í stað öll- um áhuga sínum að þeiin málum, er snerta velferð og framþróun kirkj' unnar. Hann, sem áður unni svo mjög að ferðast sem fuglinn frjáls um fjöll og dali, situr nú innilokaður í páfahöUinni. Páfntign sína byrjar hann, eins og á var rninst, með því að starfa í þágu kirkjunnar og eitt hið fvrsta verk hans, er hið nafn- fræga hirðrsbrjef: „Friður Krists ' ríki Krists.“ Um hin liðnu stjórnarár páfa Pius XI. má með sanni segja, að þau hafi bæði verið gleði" og hrygðarár. — Anægjurík hlýtur hin afarmikla að- sókn pílagríma á júbílárinu að hafa verið. pá komu pílagrímar í þús.aid i tali, frá nærfelt öllum lönduni heims" ins, og sýndu með því trúaránuga sinn. Fagnaðarefni hlýtur einnig hin gríðarmikla heimssýning, sem haldia var í Rómaijorg á júbíláriuu, að hafa verið. Hin miklu hátíðahöld í tilefni af því, að liðin voru 700 ár frá da-uða hins heilaga Frans • af Assisi, þlutu einnig að valda Píusi páfa mikillar gleði. Loks skai getið þess atburðar, sem heita má einsdæmi í sögu páfa- dæmisins, þ. e. að páfinn sjálfur, vígði sex innfædda Kínverja til bisk- npa. Meðan stórveldin álrta Kínverja staiida á lægra menningarstigi en aðrar þjóðir, og vilja vera forráða- menii þeirra, gerir páfinn 6 þeirra að stórhöfðingjum kirkjunnar. Meðal sorgarefna vil jeg að eins nefna ofsóktrir gegn kaþólsku kirkj" unni, bæði á Rússlandi og í Mexiko, sem hafa valdið Píusi páfa sjerstak" lega mikillar hrygðar. Að því er daglegt líf Píusar páfa snertir, mun onginn þjóðhöfðingi• hafa jafn mörgum og yfirgripsmiklum störfnm að gegna sem hann. Allan daginn frá því árla að rnorgni, og fram á nótt, er páfinn önnum kaf' inn og sístarfandi, þótt eigi væri annað en .að veita þeim mörg hundruð manna áheyrn, sem daglega ganga fyrir hann, væri slíkt nægilegt dags- verk. En ekki er nú svo, að því er páfaun snertir, því auk þessa,-, verðu.r hann daglega að lesa og svara fjölda brjefa, og loks og ekki síst verður hann að framkræma stjórnarstörf hinnar miklu heimskirkju. 'Af öllu þessu má ráða, að öfundsverð er páfatignin ekki, og að páfinn er -ekki hafinn vfir mannlegt hlutskifti. G. Boots. Steindór ( Dalshdsum. Hrer er hant)? Og hvaðan? Hanu á heima í Uthjeraði . Fljótsdals, vnr gestkomandi hjer í höfuðstaðnum. nýlega og fór austur í átthaga sína með Esju. Pessi maður er lár í lofti og hvat- legur, orðskár og djarfur í_ frun- göngu, veðurbarinn, kvistur kynlegur. Við hittumst af hondingu, þar sem maður honum kunnugur rjeði húsuni og fjekk jeg þar þá vitneskju um /Steindór, sein frásögn þessi -lætur í veðri vaka. „Hvað þykir þjer best, gamli mað- urinn ?'' spvr jeg. Hann kinkar kolli drepnr titlinga og dyttar með lófanum á vanganr., hneigir sig og brosir. „pað þ.vkir mjer best,“ segir hann „sem ratar hjerna upp; það gerir danski rjóminn, þessi sem þeir banna að fluttur ?je, rjóm- inn, sem þeir tolla, . en sumif fara

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.