Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1927, Blaðsíða 4
156 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Búnaðarkennararnir eru áhuga- sarair menn, sem A'inna af mikilli alúð. Þekklng þeirra eykst með ári hverju. Rannsóknir þeirra bera góðan árangur. Með áframhaldandi elju mun það takast, að leiða fleiri og fleiri af æskumönnum vorum inn á svið landbúnaðar, til ræktunar. Losið og hringlið þreytirTnenn til lengd- ar. Hugsjónirnar heimta veruleika er fram í sækir; hringlið stöðvast og menn sækjast eftir ákveðnum verkefnnm til þess að sprevta sig á. Þjóðlíf vort er að komast í þetta liorf. í einu bxinaðarblaði voru stóð nýlega eftirfarandi málsgrein: „Síðustu 20—30 árin hafa 1000 bændaefni útskrifast frá búnaðar- skólum vorum að meðaltali á árí.. Ennþá fleiri hafa haft tækifæri til þess, að kynnast og la-ra af bú- n. Síðan 1919 hefir oft komið ber- lega í ljós, að friðarskilmálarnir voru í mörgum atriðum ófram- kvæmanlegir. — Bandamenn hafa sjeð það sjálfir: sumir vildu end- urskoða Versalasamninginn og setja vægari kosti, aðrir vildu jafnvel fjötra Þjóðverja enn þá fastara. Út af þessu spratt eink- um sundrung sú og togstreita, sem síðan hefir verið með Eng- lendingum annarsvegar, en Frökk- um og uiidirtyllum þeirra hins- vegar. Síðarnefndir hafa spornað þver- úðarlega gegn öllum ívilnunum í garð Þjóðverja og með því glætt hatur og spilt friðarvonum. Ef þeir hefðu verið einir um hituna á dögum vopnahljesins, hefðu Þjóð verjar orðið ennþá ver úti. Sem dæmi má nefna eitt uppkast til vopnahljessamninga, sem lagt var fyrir herforingjaráðið. Höfundur- inn var fyrv. utanríkisráðherra Frakklands, þektur rithöfundur og meðlimur vísindafjelagsins, — G. Hanotaux. Þar er svo skápað fyrir, að Þjóðverjar láti af hendi við Bandamenn öll lönd vestan Sax- elfar, að þeir framselji allan flgta fræðingum vorum, um hmar þörf- ustu framfarir á sviði landbúnað- ar. Tilraunastarfsemin á sviði jarð ræktar og húsdýraræktar leysir sífelt úr nýjum gátum og vanda- málum og gerir bændum vorum mögulegt, að fylgjast með tíman- um, eftir breytingum á framleiðslu og markaði. Búnaðarþekking hinna ungu bænda vorra, er be.sti stofnsjóður landbúnaðarins. Og það er ánægjulegt að sjá, hvernig hinir ungu bændur vorir leggja sig í líma við vinnuna, og hvernig álit á ýmsum bústörfum er gersamlega að breytast, Með ári hverju komumst við )iær markinu; með ári hverju nær hugur og hönd meira valdi yfir frjóafli jarðar. S. Hasund. sinn og afvopni gervallan herinn, að Bandamenn skuli taka í sínar hendur allar námur, allar verk- smiðjur, ailar járnbrautir, allar opinberar byggingar og öll opinber störf, að þeir skuli hagnýta það alt sem sína eign um óákveðinn tíma, en Þjóðverjar borgi brúsann. Þessi uppástunga var ekkert einsdæmi í þá daga, en af því að hún kom fram hjá jafn merkum manni, var hún að eftirtektarverð- ari, Og þeir, sem eitthvað hafa kynt sjer franskar bókmentir frá þeim tímum, ekki síst blöð og tímarit, hafa hlotið að finna sama andann svo að segja hvervetna; þeim hefir hlotið að skiljast, hversu miklir Frakka-dindlar sem þeir annars væru, að bak við Hanotaux og hans líka stóð allur þorri Frakka, ekki síst þeirra, er fóru með ráðin í landinu. Þá er flestum kunnugt með hve mikilli áfergju og ósveigjanleik Clemenceau vildi ganga milli bols og höfuðs á Þjóðverjum. En það voru fleiri „tígrisdýr“ í Frakk- landi þá, og hefir þeim enn, því miður, lítið fækkað. Þegar friðarsamningurinn var ^órjúfanlega' ‘ staðfestur og gatlir- skrifaður án þess Þjóðverja- hatarar kæmi fram öllu því, er vildu, beindu þeir fje og kröfturn í aðra átt. Þeir vildu einangra Prússland og efla sjálfstjórnar- hreyfingu í öðrum ríkjum Þýska- lands. Þáð er á allra vitorði nú, að í þessu skyni liafa frönsku yfirvöldin sóað miljónum á mil- jónir ofan. Hessen, Wiirtenberg, Bæjaraland og Saxland skyldu verða sjálfstæð ríki, en Rínarlöna- in franskt landstjóradæmi. Með því eina móti væri „germanska liættan“ yfirstigin og Evrópu- friðnum borgið undir verndar- væng latneskrar menningar. Þess- aiú skoðun var hampað í stærstu blöðum Parísar og útbreiddustu tímaritum, henni var haldið á loft af fræðimönnum, rithöfundum og stjórninni sjálfri bæði leynt og ljóst. Jafnframt streymdi franskt gull til þýskra óeii-ðarseggja í Rínarlöndunum og Wúrtemberg. f Rínarlöndunum áttu Frakkar liægr um vik eftir Ruhrtökuna. En ekk- ert dngði. Þegar æfintýri þeirra Hitlers var að engu orðið, liefir undirróðurinn smám saman hætt af sjálfu sjer. Ruhrtakan lánaðist aftur á móti altof vel í þeim skilningi, livað miklu tjóni hún olli fyrir Þýska- land. Hún reið markinu þýska að fullu, og hrun gjaldmiðilsins liafði í för með sjer slíka evmd, að engu tali tekur; dýrtíð, atvinnuleysi og hungur. Það eru svo að segja eina ávextirnir af þessu gerræði frönsku stjórnarinnar. Skaðabótamálið hefir verið efst. á baugi í frönskum blaðaheimi öll seinustu árin; stórblöðin nota það sem svipu á Þjóðverja og jafn- framt tækifæri til að rægja þá út á við. Hver sem vill sannfærast um það, þarf ekki annað en fletta upp í seinustu árgöngum af Temps, Figaro, Quotidien, eða öðrum stjórnarblöðum í það og það skift ið; hann þarf ekki annað en lcynn ast skrifum frægustu blaðamanna, sem nú eru uppi í Frakklandi, t. d. þeirra Waleffe, Railby, Lunien Romier, Seydoux, Býrand, sem allir eru samtaka í að ófrægja Germani við hvert tækifæri. Alstaðar kveður við sama tón: Þjóðverjar vilja ekki borga, nema tilneytídir, þeir geta borgað, eu Úr frðnsknm herbnðnm. (Frá frjettaritara Mbl. í París).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.