Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1927, Blaðsíða 5
.LESBÓK MOBöUNBLAÐSINS
157
slá ryki í augu manna með bar-
lómi og vífilengjum; þeir verða
-að borga, ef Prakkland á að greiða
nokkurn eyri af því, sem það hefii*
sjálft til láns tekið hjá bandaþjóð-
um sínum. Já, þeir verða að borga.
A því er enginn efi. Það sýndi sig
í liið eina skifti sem þeir gátu
ekki fvililega staðið í skilum. En
hafa Frakkar nokkuð meira upp
úr því að koma frarn með jafu
ómannúðlegri og tilgangslausri
hörku og Kuhrtakan bar vott um?
Loks er það öryggismálið, sem
gefur haturspólitík Frakka byr i
seglin, ekki síst nú, þegar Þjóð-
verjar eru orðnir sessunautar
þeirra í Þjóðabandalaginu og sátt-
ir að mestu við ítali og Englend-
inga. Tilraun Frakka til að sund-
urlima Þýskaland liefir mishepn-
ast, tilraun þeirra til að hnekkja
atvinnuvegum Þjóðverjuin, vin-
sældum og áhrifum þeirra út á
við hepnast heldur ekki vel, þó að
rotla megi, að Þjóðverjar geti enn
þá lítt, staðist samkepni þeirra á
heimsmarkinum, nje sóað gengd-
arlaust fje, eins og Frakkar, til oð
vinna málstað sínum fylgi í öðr-
um löndum.
Mönnum er í fersku minni, hvað
franska stjórnin var æf, er það
sannaðist að Þjóðverjar hefðu end
urbætt gömul virki, nálægt Kön-
igsberg og á landamrorum Pói-
iands. Ut af fyrir sig var það
rjettmætt, þar sem *líkt tiltæki
Þjóðverja kom í bág við Versalar
samninginn. En þegar að því er
gætt, að samtímis verja Frakkar
sjálfir óhemju peningafúlgum til
að endurbæta víggirðingar sínar á
austur-landamærunum, hlýtur
manni að virðast franski málstað-
urinn miður rjettlátur.
Stjórnmálamenn hjer skrifa
greinir á greinir ofan um hinn
leynilega herbúnað Þýskalands,
um skotæfinga- og skylmingafjc-
lög, sem telji hundruð þúsunda
meðlimi og standi í sambandi við
hið þýska Reichswehr, um vopna-
birgðir, sem haldið sje leyndum,
um vopnaverksmiðjur í Rússlandi,
sem reknar sjeu fyrir þýskt fje.
Ollu þessu hefir verið einbeittlegi
mótmælt af þýsku stjórninni og þó
halda blöðin hjer áfram að stað-
hæfa það, eins og ekkert hafi
ískorist. Hverju á maður að trúa ?*
Altaf er það víst, hvað sem líður
bessum leynilega herbúnaði í
Þýskalandi, að herbúnaður Frakka
hefir aldrei verið eins ákafur og
nú, hervarnirnar auknar gríðar-
iega í lofti, jörð og sjó, einmitt
nú, þegar verið er að rœða um
afvopnun, sættir og samvinnu. —
•Jafnaðarmaðurinn, Paul Boneour,
fulltrúi frönsku stjórnarinnar á
áfvopnunarþinginu, dirfist eigi að
síður að ákæra Þjóðverja fyrir
undirferli og ófriðarhug, um leið
og hann hrósar sinni þjóð fyrir.
einlrogan friðarvilja. Er það lcann-
ske til að vinna fyrir friðinn, að
Frakkar hafa alveg nýslceð neitað
að taka þátt í ráðstefnu þeírri, er
Uoolidge Bandaríkjaforseti boðaði
til í því skyni að rroða um tak-
mörkun herskipastóls stórveld-
anna ?
Stresemann hefir krafist þess,
að setulið Bandamanna fari sem
fyrst burt úr Rínarhjeruðunum, og
íært það til stuðnings kröfu sinni,-
’ að Þýskaland œtti að vera jafn-
rjetthátt og aðrir meðlimir. Þjóða-
bandalagsins, en groti ekki kallast
það, meðan nokkur hluti landsins
væri í útlendum hershöndum. ■ -
Franska stjórnin hefir hummað
þetta fram af sjer og vitanlega,
vitnað í Versalasamninginn, seni
ákveður, að setuliðið skuli ekki
verða burt úr Rínarhjeruðunum
fyr en 1935. Bretar eru fúsir til
að fara strax, ef Frakkar gerðu
það líka. Á síðarnefndum strandar
eingöngu og þykjast þeir senni-
lega ekki ugglausir, ef þeir grofu
Þjóðverjum alveg lausan tauminn.
En verður öryggi þeirra betur
borgið eftir 1935, ef þeir sitja
kyrrir þangað til og auka með því
óvild til sín og beiskju? Áreiðan-
lega ekki. Því að það byggist ekki
einungis á því, að þeir hafi ógur-
legan herstyrk og hervarnir, held-
ur líka og einkum á mannúðlegri
framkomu gagnvart Þjóðverjum,
svo að þeir yrðu fúsari til sátta
og friðsamlegra viðskifta við hina
frönsku nágranna sína.
Hr. Páll Sveinsson, formaður
Allianee Francaise í Reykjavík,
hefir skrifað athugasemd við fvrri
kafla þessarar greinar. Hann á-
krorir mig fyrir illgirni í garð
Frakka og héfir um þau mörg
stóryrði, sem mjer hefði ekki
komið til hugar, að jafn stiltur og
gáfaður maður Ijeti frá sjer fara.
Þessum ummadum lians verð jeg
að mótmrola afdráttarlaust, það
því fremur, sem lmnn gerir ekki
einu sinni tilraitn til að rökstyðja
þau að neinu'leyti.
Skrif mín hafa fyrst og fremst
aldrei fjallað um frönsku þjóðina
í heild sinni, heldur um ýms at-
riði t titanríkLspóli.tík Frakka,
feinkum ófriðarhttg þeirra og fram-
komu gagnvart Þjóðverjum yfir
höfuð að taia. Mjer er óhrott að
fullyrða, að jeg hafi fylgst með
þeint málum fult eins vel og h".
P. Sv., enda hefi jeg staðið miklu
betur að vígi en liann, þar sem
hann hefir ekki verið ltjer í
Frakklandi og verður að sætta sig
við alltakmarkaðan blaða- og
bókakost um greind málefni. Haim
fer þannig óhjákvæmilega margs
á inis, sem er nauðsynlegt að vita
til að hafa glögga og rjetta hug-
mvnd um hlutina (eigi að síður
dettur mjer ekki í hug að væna
hann þekkingarleysis). Ilitt er
annað mál, að mjer eru nrosta ó-
skiljanlegar þatr ástæður, sem hann
frorir fyrir því, að skrif mín nái
ekki nokkurri átt. Hann segir að
íslendingar megi ekki setja sig á
háan hest gagnvart stórfrrogum
menningarþjóðum. Er það ósvífni
af mjer, af því að jeg er íslend-
ingur, að segja hreinskilnislega
skoðun mína á máli, sem snertir
Frakka og finna að því, sem mið-
ur fer hjá þeim? Vrori það ekki
stjórnlaust Frakkadaður og hlut-
drægnisleg hótfyndni að stökkva
upp á nef, ef einhver hefði ástroðu
til að segja annað en lof og skjall
um Frakka?
Síðan talar hr. P. Sveinsson um,
livað Frakkar sjeu mikil sæmdar-
þjóð, hvað þeir sjeu góðir við okk-
ur Islendinga, hvað við sjálfir sje-
um miklir eftirbátar þeirra í öll-
um greinum. — Mjer hefir aldrei
dottið í hug að bera móti því, al-
drei minst á það einu orði. Það
eru bara vöflur og útúrsnúningar,
sem stafa eflaust nokkuð af mis-
skilningi eða fljótum yfirlestri
greina minna. Jeg la*t það að sjálf-
sögðu sem vind um eyrun þjóta.
Þ,