Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 1
 I Tyrkiaránið á Islanði 1627 II. kafli. Rán i UEstmannaEyjum. ♦ í þennan tíma voru tveir i>rest- ar í Vestmannaeyjum. Annar þeirra var Olafur Egils- son. Móðir hans var Katrín Sig- mundard^ttir, en móðir Sigmimd- ar var Ásdís Pálsdóttir, systir Ög- mundar biskups. Sjera Ólafur átti heima í Ofan- leiti, kona hans var Ásta Þor- steinsdóttir, systir sjera Jóns þor- steinssonar, sem var hinn prestur þeirra Eyjamanna. Hann bjó í Kirkjubæ, og var nafnkunnugt sálmaskáld á sinni tíð. „Eru eftir hann prentaðir Genesis-sálmar og sálmar út af Davíðs saltara, en margir sálmar og andlegir kveð- lingar skrifaðir“, .segir í presta- sögu Jóns Halldórssonar í Hítar- dal. Kona sje ra Jóns hjet Mar- grjet Jónsdóttir, en börn þeirra: Jón er varð prestur að Melum, Margrjet og Jón yngri, er kallaði sig Vestmann, og síðar mun verða minst á. Kaupmaðurinn í Vestmannaevj- um hjet Lauritz Bagge. Þegar er ránið í Grindavík spurðist til Vestmannaeyja — og fregn um það muii hafa borist hingað furðu fljótt — safnaði kaupmaður liði í eyjunum og fjekk mönnum vopn í hendur. Fallbyssur voru þar til varnar og ljet hann þegar hlaða þær, til þess að vera viðbúinn að taka á móti ræningjum, ef þá bæri að Vestmannaeyjum. Skorti þá eklti stór orð meðal íslendinga og Dana um að þeir myndu verja eyjarnar fyrir víkingum. Kaup- maður ljet og halda vörð nótt og dag. En er það spurðist, að ræningjar væri látuir í haf, ránn af mönnum vígamóður og „kom á íolk nóg athugaleysi, hversu sem áminningar voru gerðar“, seg- ir sjera Ólafur Egilsson. Það er af hinum tyrknesku ræn- ingjum að segja, að þá er þeir komust ekki inn á Reyðarfjörð sneru þeir vestur með landi. Kom þá til þeirra hið þriðja' ræningja- skipið. Hafði það htergi komið við land og engum ránsfeng náð. Var það gamalt skip og tæplega haffært. Voru ekki á því nema 30 menn. Foringi hinna skipanna, sem nefiidur er Morath Flaming, gerði skipinu kost á að fylgja sjer til Vestmannaeyja og ræna þar, með því móti að það sigldi fyrst inn á höfnina og tæki við skotum'úr landi; vrði skipinu sökt, skyldu þeir fá annað skip þar í eyjunum í staðinn. Slóst þá skip þetta í fylgd með hinum tveimur. Þegar skipin voru undan Eyjafjallajökli, varð fyrir þeim ensk dugga, sem var að veiðuni. Af þeirri duggu tóku þeir 9 menn til þess að vísa sjer leið til Ves-t mannaeyja. Meðal þeirra var ís- lendingur, Þorsteinn að nafni, er verið liafði vinnumaður sra Jóns þorsteinssonar, en orðið ósáttur við hann. Suemma morguns hinn 16. júlí, sáust þrjú skip í landsuður af Eyjum, og var eitt þeirra lang- stærst. Hjeldu þau upp undir Eyjar, eu urðu oft að venda, því að byr vár óhagstæður, á vestail og útnorðan. Þegar er til skipanna sást, voni karlmenn í eyjunum kvaddir til varna niður hjá hinum svo nefndu „Dönsku húsum“.. Var ríkt á lagt við þá, að enginn mætti fara það- an fyr en sýnt væri hvaða skip þetta væri. Gekk svo til kvölds, Þá þóttust Danir þekkja, að þetta væri varnarskip, sem áttu að vera lijer við land. Tvístraðist þá liðið og fór hver til síns heima. Um þetta leyti voru skipin koinin undir eyjarnar. Fjell þá á logn og vörpuðu þau akkerum. Ráðguðust mx Tyrlcir um hvernig liaga skyldi árásinni og voru flest- ir á því að leggja inn á höfnina. En Þorsteinn sá, er fyr er nefnd xr, gaf þá foringjanum það ráð, að óhultara og betra væri að setja liðið á land sunnan á eyjxniU'.-. og bauðst til að vísa þeim á ein- stigi, sem þar væri upp að ganga. Þótti Tyrkjum þetta þjóðráð. (Morguninn eftir gengu þeir svo á þrjá báta og er talið, að uin 300 manns hafi verið á þeim. Reru bátar þessir suður fyrir eyjarnar, en eyjaskeggjar bjuggust alls ekki við því að þeir mundu lenda þar, og því síðxir að þeir mundu kom- ast upp á eyjuna þeim megin. — Lauritz Bagge leist þó elcki á *’ik- una. Tók hann sjer hest og reið suður á eyna til njósna. Leist honum þá svo, sem ófriður mundi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.