Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 2
LESBÖK MORGÍJNBLADSÍN S 18tí • vera og gerði boð skipstjóra kaup- farsins, Henrik Thomassyni, að hann kæmi þangað með vopnað lið til að verja þeim landgöngu. Tyrkir lögðu fyrst að, þar sem heitir Kópavík, en treystust ekki að Jenda þar, því að bæði má heita ógeugt á eyna þar, og svo sáu þeir mannaferð uppi á eynni. — Hjeldu þeir þá lengra suður með, þangað sem Brimurð heitir. Þar lögðu þeir að og æddu þegar á land. Kaupmaður var þar kom- iun með nokkra menn. Hafði hann byssu og skaut á ræningja, en það liafði eigi önnur áhrif en að þeir hlupu því ákafar á land og veifuðu l'.öfuðklæðum sínuir með °pum og óhljóðum. Sá kaupmað- ur þá sitt óvænna og hbypti alt hvað af tók niður að Dönsltu liús- um. Mætti liann skipherra á ieið- inni og sneri lionum aftur. Var það nú þeirra fyrsta verk, að kaupmaður tók nagla, er hann hafði látið smíða í því skyni, og rak þá í kveikjupípur fallbyss- anna, svo að þær yrðu óvinunum ekki að notum. En skipherra fór um borð í kaupskipið, hjó reiða þess og stýri og opnaði botnhlera, svo að það skyldi sökkva. Síðan hlupu þeir á báta, ásamt sínu liði, og reru lífróður til lands. Kom- ust þeir svo undan, en nærri lá að þeir dræpi sig í þeirri för. Af eyjaskeggjum er það að segja, að þá er þeir sáu að hverju fór, tóku þeir sem óðast að feU fjármuni sína, konur og börn og sjálfa sig. Var fjöldi fólks fluttur upp í hina svo nefndu Fiskhella. Voru það hellar, pallar og skýli í björgum, þar sem menn geymdr. skreið. í lýsingu í Vestmannaeyj- um eftir Gissur Pjetursson, er þar var prestur 1689—1713 segir svo: „Þau tvö fjöll, í'iskhellrar og Skiphellrar, strekkja sig bæði frá hiuum kringum liggjandi fjöllum inn á eyna eður láglendið, Fislc • hellrar mjög hátt promontorium, hjer um 70 faðma hátt, gnapandi fram í loftið, sem ein spitz húss- bust, fast móberg með lágum pöll- um, skútum og nefjum. Á þessum nefjum pöllum og skútum eru bygð steinbyrgi eður krær, hvar inni að innbyggjarnir geyma sinn fisk á vetrartímanum, sem þeir taka *hálfharðan af fiskiránum, en þornar þar til fulls, því vindur- inn blæs alstaðar inn um holurnar, en dögg. og votviðri slær fyrir bergið svo ei kernur inn í skútana. Nokkur fá af þessum byrgjum eru með hurð og læsing; sum af þeim hafa engan annan grundvöll á að standa annan en þann, af mönnum er gerður. Þar svo til hagar, að nefndar gnípur tvær standa fram úr berginu samsíða, leggja beii þar á milli sterk trje, fjalir og flatar hillur þvers á milli trjáin i og byggja þar svo upp af með steinum. Sums staðar upp af þess- um byrgjum er svo sljett berg og framskútandi, að þar finst eigi minsta spor eður karta, sem mo- n kunni tá eður fingur á að festa, en þar til brúka þeir sömu aðferð í uppgöngunni, sem .... Súl ia- skersuppgöngu...... Þessi ’un- byggjaranna hentisemi kemur mörgum ókendum undarlega. fyrir sjónir, svo hana álítandi, að þeir vildu ekki lífi sínu svo voga, þó mikinn auð gulls og silfurs þangað sækja ætti og eigandi að vera, þar hættusamt sýnist. Upp í þessi byrgi flýði fólkið í ræningjatíð- inni og karlmennirnir drógu þangað upp í vöðum konur og börn.“ Aðrir leituðu sjer skjóls í öðrum hellum og dregur einn hellir í eyjunum enn nafn af því. Hann heitir Hundraðmann og er sagt, að þar hafi falist 100 manns, en Tyrkir fundu ekki þann felustað. Er og vandratað á hellis- munnaun. Sjera Jóu þorsteinsson flýði með fjölskyldu sína og heimafólk í helli nokkurn. Var hann í urð undir hamri, niður við sjóinn, austur frá Kirkjubæ, svo sem tvö steinköst frá. túninu. Sá hellir var farinn af um 1700 og sjást lians nú engar menjar. Nú er að segja frá ræniugjum, að þeir hlupu upp hamarinn upp af Brimurð eiits og ekkert væri, og höfðu þó Vestmannaeyingar sjálfir álitið þar illfært eða ófært. Þegar upp á eyna kom, fylkfu þeir liði, og skiftust í þrjá flokka undir eldrauðum fánum. Kom þá á þá berserksgangur og æddu þeir niður á eyna grenjandi eins og óargadýr. Stærsti flokkurinn fór rakleitt til Dönsku húsanna, en þar varð nú lítið um vörn, þvi allir voru flúnir þaðan fyrir nokkru. Hinir flokkarnir lilupu í bygðina og tóku að’ smala saman fólki og fje. Bar þá svo brátt að, að ekki varð forðað börnum og farlama fólki á efri bæjunum, fyr- ir ofan hraunið. Þeir, sein hraust- astir voru, og ekki höfðu neitt með sjer að draga, eða hugsuðu eigi um aðra, gátu þó komist undan á flótta og í felur. Ræn- ingjar komu að Ofanleiti. Var sjera Olafur heima. Var hann með þeim fyrstu er handteknir voru. Hann var ]>á við aldur, en reyndi ]>ó að verjast og eins fólk hans, en liafði eigi annað upp úr því en högg og barsmíð. Asta, kona sjera Olafur, að ]>að hafi verið á leið, en eigi að síður varð hún fyrir talsverðu hnjaski. Hyggur sjera Ólafur aþ ðaþ hafi verið breskir meim er handtóku hann, því að á skipunum voru ekk^ ein- göngu Tyrkir, heldur alskonar lýð- ur, Englendingar, Þjóðverjar, Danir og Norðmenn, sem áður höfðu verið herteknir, en höfðu kastað trúnni. Ber öllu^u sögm.i saman um það, að þeir menn nafi verið rniklu grimmari en Tyrkir sjálfir og að þeir hafi unnið fiest hermdarverkin. í Ofanleiti ku ránsmenn þau prestslijóuin, t’jög- ur börn og tvær vinnukon- ur. Var fólk þetta alt rekið í bönd- um niðifr til Dönskuhúsa. Síðan báru þeir eld að Ofanleiti og brendu staðinn og þar inni tvær lasburða konur. Annar flokkur ránsmanna kom að Landakirkju, „hringjandi öll- um hennar klukkum til spotts og hæðni með hrinum og ólátum sem rakkar, hjuggu liana síðan, skutu og brutu, þar til þeir komust inn í hana, rændu hana sínum skrúða og klæddu sig honum. Þeir veittu kirkjunni þá háðung, sem hvorki er skrifandi nje frá skýrandi. — Aftur sama dag brendu þeir liana algerlega upp.“ Ræningjar skiftust nú í smærri hópa og voru 4—8 í hverjum. — Nokkrir fóru upp að Fiskahellr- um og „ekki stóð fyrir þeim björg eða hanirar framar en þeim alfæru íslensku, svo að þeir án festa eða vaða fóru upp þau björg eða hamra .... hver eð mælist frá sljettlendingu 100 faðmar, en ofan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.