Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 7
LESBOK MOtíöUNBLAÐSÍNS 191 Til sendiherrans frá Júpíter. Byrd. Þú kant að unna af andlegleik sönnum, opna þá brunna, sem lágu' undir fönnum. Þú sýnist kunna, í kyrlátum önnum, kanna hið grunna og dýpra í mönnum! Ertu’ okkur sendur með auðfyltar hendur? Andi þinn bendir á skínandi lendur. Málmlogi’ er yfir þjer mikilla þrifa; málmlogum skrifað, að. þú fáir lifa! Sjötug kona. Stntta kjólarnir. Ummæli Math. Malling. Fyrir alllöngu barst skeyti um það frá Budapest, að þar liefði verið frá hendi stjórnarvaldanna gefin út tilkynning, sem bannaði nemöndum í æðri kvennaskólum að ganga með stuttklipt hár, stutta kjóla, bera handleggi, nota and- litsfarða og ltoma á opinberar danssamkomur þannig búnar. Böril og foreldrar tóku þessu á þá leið, að þau mótmæltu kröft- uglega og liótuðu einskonar verk- falli — að sækja ekki skólana. Urðu yfirvöldin að draga úr fyrir- skipuninni. Þetta varð til þess, að dönsk kona ein nafnkunn og vel metin, Mathilde Malling Hausuhultz, skrifaði grein í eitt blaðið í Dan- mörku. Gerði hún ráð fyrir, að foreldrar á Norðurlöndum mundu álykta á |)á leið, að þeir væru skynsamari með tilliti til búnings barna sinna. Eu hún heldur hinu gagnstæða fram, biður foreldra að stinga hendi í eigin barm, og athuga, livort telpur hjer á Norðurlönd- um gangi ekki svipað klæddar og þar syðra. Yfirvöldin í Budapest andmæltu einmitt stuttu og flegnu kjólunum, sem skólatelpurnar not- uðu. En hvernig væri slíku háttað lijer á i^orðurlöndum ? Nákvæm- lega eins. Foreldrarnir þar hög- uðu búningi barna sinna alveg á sama hátt og þeir í Ungverjalandi. Hún segir, að fyrir 10 til 20 árum hafi engin telpa innan ferm- ingar sjest í flegnum kjól nje svo stuttum, að eigi næði hann niður fyrir linjen. Og kjóllinn liafi síkk- að eftir því, sem aldur færðisl yfir stúlkubarnið. Nú sje það aft- ur á móti orðin venja, sem enginu veiti í raun og veru eftirtekt, að kjólarnir nái í lengsta lagi niður á hnjen, og oft ekki einu sinni svo langt. Nærfötin fari svo auðvitað eftir utanyfirkjólnum — ef þá um nokkurt ])ils sje að ræða undir kjólnum. Mathilde Malling lætur það al- veg liggja á milli hluta, hvort þetta sje fallegt eða ekki. Um það sje hægt að þrefa aftur og fram. En hitt dyljist engum, að lieilsu- samleg geti þessi tíska ekki verið í rakasömu og köldu loftslagi Norð- urlanda. Sje það alt annað mál, þó hættulítið sje. að klæða eða öllu heldur afklæða börnin á þenn- an hátt þar syðra í mildara og þurrara loftslagi. En það nái ekki nokkurri átt, og hafi aldrei náð, að klæða sig eins á norðui'hveli jarðar eins og suður undir mið- jarðarlínu. Slíkt kunni ekki góðri lukku að stýra. Eitt atriði nefnir hún enn í sam- bandi við stuttu kjólana. Heldur hún því fram, að þeir beinlínis æsi u])p og kalli fram hinar lægri og verri hvatir karlmannanna. — Segist hún hafa sönnun fyrir þvi í vitnisburði þeirra fyrir rjetti, sem sekir hafi gerst við lög um al- ment siðferði.Býst hún við, að for- eldrar geri sjer þetta of sjaldan Ijóst. En ef þeir íhuguðu það, þá mundu þeir flestir láta kjólana á telpnnum sínum ná að minsta kosti niður á hnjen. Tveir flugmenn liafa nú nýlega flogið yfir Atlantshaf — Lind- bergh og Chamberlain. Hiun þriðji, Nungesser fórst. En marg- ir fleiri hafa ætlað að freista þess flugs í sumar. Er kunuugt uiu 11 flugmenn, franska, ame- ríska, þýska og ítalska, sem hafa verið að búa sig undir það. Meðal þeirra er pólfarinn Bvrd, sem ltjer er mynd af ásamt förunaut Iians, Bennet. Þeir urðu fyrþ- því slysi, sköm'mu áður en þeir ætluðu að leggja á stað, að flugvjelin lirapaði -með þá. Meiddist Byrd svo mikið, að ólíklegt er að hann hugsi meira til langflugs í sui'nar. Samt er hann farinn að undir- búa flugferð til Suðurpólsins, sem ráðgerð er næsta sumar. A að vanda sem best til alls útbúnaðar í þeirri för. Byrd ætlar að liafa fjórar flug- vjelar. 2 hinar svonefndu Fokker- vjelar, með tveiin til þrem mótor- um, og 2 aðrar flugvjelar. Ekki er ákveðið hverjir taki þátt í þessari fiir Bvrds. en talið er sennilegt, að það verði meiri hlutinn Norðmenn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.