Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1927, Blaðsíða 4
188 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS eldhafið aftur. Vita menn ógjörla hve margir liafa þar inni brunnið. Það sáu og menn úr landi, að fólki var fleygt fyrir borð á for- ingjaskipinu, nokkru eftir að það kom þangað Qg sáust lík á floti þar. Ræningjar tóku nú danska skipið ,,Krabbann“, með öllum farmi og gerðu við þau- skemdir, sem á því höfðu verið gerðar. — „Fimm manneskjur ljetu þeir á land, eftir það þeir höfðu fólkið tekið og drápu síðan tvo af þeim í landi.“ Alls er talið, að þeir hafi drepið 34 menn í Eyjum, en flutt burtu 242. Auk þeirra, sem getið hefir verið, var þar með maður að nafni Einar Loftsson, og Guð- ríður Símonardóttir, er síðar yarð kona Hallgríms Pjeturssonar. Ein- ar skrifaði síðar frásögn um Vest- manneyjaránið, en það handrit er nú týnt og mun, ásamt afskrift- um af því, hafa brunnið hjí Árna Magnússyni 1728. En frásögn lians mun Björn á Skarðsá hafa þekt, er hann reit Tyrkjaránssögu sína. Eftir því, sem frásagnir herma, munu í’æningjarnir hafa sýnt af sjer enn meiri fólsku og grimd í Vestmanneyjum heldur en eystra. Höfðu þeir sjer það til gamane þar, að höggva ,lík manna og kvenna í sundur í smábita, „sem þá sauð- arhræ er til spaðs brytjað.“ Manu að nafni Bjarna Valdason hittu þeir ásamt Jconu hans. Hjuggu þeir hann þvert yfiir anditið ofan við augun. Konan fjell þá hljóð- andi yfir lík manns síns, en þeir tóku í fætur hennar og drógu hana ofan af*líkinu, svo að pilsin fóru fram yfir höfuðið. Síðan söx- uðu þeir mann- hennar sundur í smábúta, að henni ásjáandi og drógu hana svo nær dauða en lífi niður til Dönskuhúsa. Þeir komu á þann bæ, er hjet Bústaðir. Hittu þeir hjónin, Jón Jónsson og Odd- nýju Þorsteinsdóttur með barni sínu skamt frá bænum. Hjuggu þeir þegar liöfnð af Jóni, en kon- una og barnið tóku þeir; drógu hana niður að Dönskuliúsum „far- andi hraklega með hana, rífandi af henni hár og klæðnað. Þessi Oddný varð ektakvmna Einars Loftssonar, er til Islands aftur komu.“ Mann, sem Erlendur hjet Runólfsson, eltu þeir fram á hamra og tóku hanu þar. Færðu þeir hann úr.öllum föturn og settu hann síðan sem skotspón á bjarg- brúnina. Skutu liann svo og fjell líkið 100 faðma fyrir bjargið og lá |iar lengi og grotnaði snndur, því að eigi var hægt að komast að því. Mann, sem Ásmundur hjet og lá sjúkur þráhjuggu þeir sund- ur í rúminu þar sem hann lá og svo segir Björn á Skarðsá, að þeir liafi drepið alla, er gerðu kross fyrir sjer, eða nefndu Jesú nafn, svo að þeir skildu. Um miðjan dag hinn 19. júlí lögðu skipin á stað fj’á Eyjum og tóku „Krabbann“ með sjer. — Skutu ræningjar þá 9 fallbyssu- skotum og sigldu svo beinan byr suður um Eyjar og stefnu beint í suður. Tveimur dögum seinra var Margrjet kona sjera Jóns á- samt börnum sínum, flutt af ; ví skipi er þau voru á, yfir á for- ingjaskipið. Var þá og sjera Ól- afi, ásamt f jölskyldu sinni og þeim, fengin sjerstök vistarvera í skip- inu, svo þau þyrfti ekki að vera innan um hitt fólkið. Þar ioguðu olíulampar nótt og dag, en foring- inn sendi þeim jafnaðarlega mat af sínu borði. 30. júlí varð AsK kona Olafs ljettari og 'ól sveiu- barn, sem sjera Ólafur skírði þeg- ar í laurni og ljet heita í höfuðið á sjera Jóni. En er ræningyir heyrðu barnsgrátinn, komu þeir þangáð hópum saman, til að skoða það og tveir gáfu því skyrtur af sjer, svo að hægt væri að r dfa það. Tvær konur aðrar ólu börn á leiðinni og lifðu bæði börnin og mæðurnar, en ein kona dó aí barnsförum. Var líki hennar varp- að fyrir borð og eins líki gam- allar konu frá Gautavík eystra. Dó hún á leiðinni yfir hafið. Eftir hálfsmánaðar útivist, hreptu skipin storm mikinn og urðu viðskila. Fór þá mesti móð- urinn af ræningjunum, og er svo sagt, að þeir hafi þá skolfið af ótta. Að lokum tóku þeir ]>að ráð, að fórna vænum hrúti; hjuggu þeir hann sundur fyrir aftan bóga og vörpuðu sínum hluta fyrir livort borð. Lægði veðrið skömmu síðar og munu fangarnir liafa iit- ið svo á, að það hafi verið gern- ingum og blóti ránsmanna að kenna. Til Algier (Algeirsborgar) komu skipin 16. ágúst, eða eftif mánaðar útivist frá því þau ljetu í haf frá Vestmanneyjum. Svo segir sjera Ólafur í „Reisu- bók“ sinni: „Vita muntu vilja, sem les, hvernig illþýði þetta er að ásýnd og búnaði. Þá er það at' því að segja, að ]>að fólk er mis- jafnt, bæði til vaxtar og ásýndar, sem annað fólk. Sumir geisi mikl- ir, sumir bjartir, sumir svartir, því það vorn kristnir úr ýmsum löndum, enskir, franskir, spansk; ir, danskir, jiýskir, norskir og hafa ])eir hver sitt gamla klæðasnið, sem ei kasta trú sinni. Mega þeir alt vinna, það til fellur, og hafa stundum liögg til. En Tyrkjar eru allir með upphávar prjónahúfur rauðar, og svirgull rauður neðan um sumar af silki, sumar af öðru einhverju. þeir eru í einum kjól síðum af klæði og hafa um sig svirgul annan af sama fjögra faðma eður lengra; þar með litlar línbuxur. Margir þeirra eru með bera fætur og skó á fótum gula, rauða og svarta ineð . járnskeifu undir hælunum. Þeir eru svartir á hár með rakaðan haus og ei skegg, utan á efri vör. Er það fólk ei mjög illilegt, heldur hægt í viðmóti. En það lcristið hefir verið og gengið af trúnni, er að sönnu sama háttar að klæðaburði, hárrakstri og öðru slíku, en miklu verra og grimmara. Lemstrar það og drepur það kristna fólkið og er hið ómildasta því til handa, og þeir voru það, sem drápu fólkið, bundu og börðu.“ Hjer lýkur að segja frá ráninu í Vestmananeyjum. I næsta og síð- asta kafla, verður skýrt frá æfi íslendinga meðan þeir voru í á- þján í Serklandi, útlausn og heim komu þeirra, sem áttu því láni að fagna að losna úr ánauð. — Heldurðu að Hans og Elsu þyki mjög vænt hvoru um annað? — Það er enginn efi á því. Hún hlustar hugfangin á þaS, þegar liann segir frá knattspyrnuleik og hann hlustar hugfanginn á það þegar liún talar um' kjóla.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.